Dvöl - 01.01.1948, Blaðsíða 12

Dvöl - 01.01.1948, Blaðsíða 12
10 D VOL DÓTTIR GENOVA Eftir Bjarna M. Gíslason í landi ævintýranna, konungs- ríki lita og tóna, er margt sem her- tekur hinn norræna gest, sem van- ur er kyrrð og fámenni — þögul- um svipum bláfjallanna, sem vekja eilífa þrá til að leita hins ókunna, er hinum megin býr. Atli átti frídag. Þegar hann hafði þvegið sér og klæðzt í hrein föt, ætlaði hann að ganga á land og skoða í ljósi dags- ins hinar stórbrotnu myndir borg- arinnar. Hann var samt ákveðinn í því að leita ekki inn á sömu staði og kvöldið áður. Eiginlega var hann hálfruglaður síðan. — Tryllandi tónar, vín, marglit ljós, dansandi meyjar, naktir armar, atlot, — allt kom þetta fram í huga hans í einu — fór um hann eins og hringiöustraumur. Hafði hann ekki kynnzt ástinni og orðið óurri- ræðilega sæll nokkur dýrmæt augnablik, sem þó skildu eftir sár? Hann skildi þaö ekki, hafði aldrei kynnzt þessum tlfinningum áður Næstum því ósjálfrátt stakk hann höndunum í vasana og greip utan um nokkra skildinga, sem þar voru geymdir. Og líkast því, sem það angraði hann að verða þeirra var, nísti hann tönnum og muldraði gremju- lega: Peningar, peningar. Já, kostaði þetta ekki allt saman peninga — og ástin líka, ef hún var þá nokkuð nema ímyndun! Hann gat þó ekki ásakað þetta fólk, því hann hafði drukkið af sama bikar — já, drukkið hann í botn. En hvers vegna gerði hann það — hvers vegna? Ef til vill af sjúkri löngun manna yfirleitt í það forboðna, eða ef til vill af ein- hverri meðfæddri hneigð. Hvert sem hann renndi augun- um, mættu þeim óhrein börn og mannræflar innan um skraut og auðæfi borgarinnar. Og við hvert andvarp beiningamannsins skild- ist honum æ betur, að lífskjörin höfðu þvingað mennina á vald þeirra lystisemda, sem hann hafði kynnzt kvöldið áður og nú stungu vitund hans sem þyrnar einhverrar óumræðilegrar smánar. Atli flýtti sér upp í sporvagn, sem staðnæmdist á móts við hann, og rétti vagnstjóranum nokkra skild- inga. Hann vissi ekki hve mikið, né hvert vagninn ætlaði. Það gilti einu. Hann vildi bara burt, burt! Eftir alllanga stund staðnæmd- ist vagninn og vagnstjórinn kall- aði „Campo santo“. Atli kannaðist
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.