Valsblaðið - 01.05.2001, Side 24

Valsblaðið - 01.05.2001, Side 24
2.flokkur karla haustmeistarar 2001. Efri röð f.v.: Ari Guðmuhdsson, Arnar Steinn Einarsson, Elías Ingi Árnason, Helgi Ásgeirsson, Jón Karlsson, Baldur Þórólfsson, Trausti Agúst Hermannsson, Egill Þórarinsson, Haraldur Ingi Shoshan , Zeljko Sankovic, Theódór S. Halldórsson, Sveinn Stefánsson og Olafur Már Sigurðsson. Fremri röðf.v.: Hjalti Sigurðsson, Jökull Astþór Ragnarsson, Steinþór Gíslason, Bjarni Olafur Eiríksson, Orri Erlingsson, Þorkell Guðjónsson, Birkir Scevarsson, Sigurður Páll Skúlason. (Mynd: Þ.O.) að knattspymustefnunni frá Val þeir Zeljco Sankovic yfirþjálfari og Olafur Már Sigurðsson ásamt Guðna Olgeirs- syni sem ritstýrði verkinu. Á 90 ára afmæli Vals þann 11. maí var knattspymu- og uppeldisstefnan afhent félaginu, á táknrænan hátt þótt svo að verkinu væri ekki að öllu leyti lokið. Áformað er að ljúka við og leggja stefn- una fram í desember í umræðuhóp og til samþykktar þannig að hægt sé að fara að vinna eftir henni í upphafi næsta árs. Það er þó þannig með slíkt gagn að það á að vera lifandi og taka breytingum í takt við tímann hverju sinni. Knattspyrnu- og uppeldisstefna Vals verður aðgengileg á heimasíðu Vals strax um áramótin. I framhaldi af þessum áfanga verður farið í að setja upp afreks- stefnu félagsins sem hefst í 3. flokki drengja og 2. flokki stúlkna. Afrekstefn- unni er ætlað að móta þjálffræðilega og uppbyggingu frá þessum flokkum upp í meistaraflokka félagsins. Valur stendur frammi fyrir því að iðk- endafjöldi yngri flokka félagsins er ekki nægur. Þessu þarf að breyta og ná til fleiri iðkenda. Unglingaráð fékk úthlutað tímum í Austurbæjarskóla nú í haust með það að markmiði að ná til fleiri iðk- enda úr því skólahverfí. Gefinn var út bæklingurinn „VELKOMIN í VAL“ sem dreift var í skólana í Valshverfinu, þ.e. Hlíðaskóla, Austurbæjarskóla, Háteigs- skóla, ísaksskóla auk Æfingadeildar KHÍ. I þessum skólum eru um 2.000 nemend- ur. Þjálfarar flokkanna heimsóttu skólana og afhendu nemendum bæklinginn. Þá er einnig kominn út annar bækling- ur, stærri í sniðum en hinn fyrri, sem inniheldur hagnýtar upplýsingar um starfsemina í flokkunum og er ætlaður fyrir iðkendur Vals í knattspyrnu og for- eldra þeirra. Það er ljóst að til að standa að öflugu unglingastarfi þarf margt að koma til. Kraftmiklir iðkendur, öflugir þjálfarar, dugmikið foreldrastarf, dómar- ar og vinnusamt unglingaráð og er þessu fólki færðar bestu þakkir fyrir þeirra framlag til félagsins. Rekstur unglinga- ráðs kostar mikla peninga og er æfinga- gjöldum iðkenda ætlað að standa undir launakostnaði þjálfara. Innheimta æf- ingagjalda er því mikilvægasta tekjuöfl- un unglingaráðs og því nauðsynlegt að æfingagjöldin séu greidd samviskusam- lega. Aðrar fjáraflanir, sem unglingaráð stendur fyrir til að standa straum að kostnaði við reksturinn, er rekstur sölu- tjalda í miðborginni á 17. júní og rækju- sala fyrir jól og páska. Undir unglingaráðið heyra 3.-7. flokk- ur karla og 3.-6. flokkur kvenna. 3. flokkur karla Um 30 drengir æfðu með flokknum og náðu oft á tíðum að sýna ágæta knatt- spymu. Flokkurinn tók þátt í íslandsmót- inu með tveimur 11-manna liðúm sem var nýjung í mótafyrirkomulagi hjá KSI. Aldrei áður hafði verið keppt í keppni B liða í 11-manna liðum en þetta fékkst samþykkt hjá KSÍ eftir tillögu frá Val. B liðið lenti í 2 sæti á íslandsmótinu eftir harða baráttu við Fram. A liðið náði helsta markmiði sínu á íslandsmótinu sem var að vinna sig upp um riðil, úr C í B deild. Bæði Valur og Stjaman flytjast úr C í B deild. Valur beið hins vegar lægri hlut fyrir Stjömunni í leik um að komast í úrslitakeppni íslandsmótsins. B liðið varð síðan sigurvegari á haustmót- inu en annars var árangur flokksins í heild ágætur á mótum sumarsins. Flokkurinn fór í æfmgaferð til Portú- gals. I ferðina fóru 26 drengir og heppn- aðist ferðin í alla staða mjög vel og styrkti hún hópinn bæði æfingalega og félagslega. Þjálfarinn, Þór Hinriksson, vildi fá að koma á framfæri sérstöku þakklæti til foreldra drengjanna og for- eldraráðsins sem hann sagði hafa stutt vel við starfið á árinu. Það hefði meðal annars séð um fjáraflanir drengjanna með góðum árangri og áttu sumir drengjanna meira inni en ferðin kostaði þegar kom að því að greiða fyrir ferðina! Þór Hinriksson hefur verið endurráð- inn jafnframt en hann mun einnig þjálfa 2. flokk karla. Bemburgskjöldurinn er veittur þeim 22 Valsblaðið 2001
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Valsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.