Valsblaðið - 01.05.2001, Side 25

Valsblaðið - 01.05.2001, Side 25
leikmanni 3. flokks drengja sem þykir hafa sýnt mestan félagslegan þroska og verið öðrum Valsdrengjum til fyrirmynd- ar, innan vallar sem utan. Hann hlýtur að þessu sinni Albert Sölvi Óskarsson sem jafnframt var valinn leikmaður 3. flokks. Mestu framfarir: Þórður Hreiðarson Besta ástundun: Baldur Þórólfsson 3. flokkur kvenna Flokkurinn samanstóð af 23 stúlkum sem voru tilbúnar að leggja mikið á sig hl að ná árangri. Þjálfari í byrjun tíma- bils var Heiðar Torberg en hann hætti í mars. Það getur stundum verið erfitt að aðlagast nýjum þjálfara en Elísabet Gunnarsdóttir tók við þjálfun flokksins í mars. Það er óhætt að segja að hún hafi skilað góðu verki með flokkinn. Flokk- urinn tók þátt í tveimur mótum innan- húss og fjórum mótum utanhúss með ágætum árangri. í mótum utanhúss varð Valur meðal annars Reykjavíkurmeistari Beynir Vignir formaður Vals, Beta, hinn s'gursceli þjálfari 2.flokks, og Edda Lára fyirliði flokksins fagna íslandsmeist- a,otitlinum að loknum síðasta leiknum. (Mynd Þ.Ó.) og hafnaði í 4. sæti í A riðli á íslands- mótinu eftir harða baráttu um að komast í úrslitakeppnina. Nokkrar efnilegar stúlkur ganga nú upp í 2. flokk og sam- einast sterkum kjarna þar. Það má því búast við miklu af þeim á næstu árum. Þá voru fjórar stúlkur í flokknum valdar til æfinga með stúlknalandsliði íslands. Elísabet Gunnarsdóttir þjálfari hverfur nú af braut frá Val en við starfi hennar tekur Kristján Arnar Ingason. Honum til aðstoðar verður Ámi Brynjólfsson sem var áður meðal annars þjálfari 4. flokks Fjölnis á síðasta ári. Við Valsmenn bjóð- um Áma velkominn til starfa hjá Val og væntum mikils af starfi hans fyrir félagið. Leikm. flokksins: Ragnh. Erna Arnórsd. Mestu framfarir: Regína María Árnad. Besta ástundun: Guðrún María Þorhjörnsdóttir 4. flokkur drengja Um 25 drengir æfðu í flokknum. Árang- urinn varð ekki eins og menn vonuðust til. Val tókst þó að ná helsta markmiði sum- arsins sem var að halda sæti sínu á meðal sterkustu liðanna í A riðli íslandsmótsins, með því að ná 7. sæti af 10 liðum. Flestir strákanna vom á yngra ári en það þýðir að búast má við meiru af þeim í harðri og skemmtilegri keppni á næsta ári. Þjálfari flokksins var Magnús Jónsson en við starfi hans tekur Guðmundur Brynjólfsson. Guðmundur er okkur Vals- mönnum að góðu kunnur, meðal annars sem leikmaður meistaraflokks og leið- beinandi í Sumarbúðum í Borg. Við Vals- menn bjóðum Guðmund velkominn til starfa hjá Val jafnframt því sem Magnúsi eru færðar þakkir fyrir gott starf. Leikmaður flokksins: Sveinn Skorri Höskuldss. Mestu framfarir: Brynjar Hafþórsson Besta ástundun: Brynjar Hafsteinsson 4. flokkur stúlkna Flokkurinn samanstóð af rúmlega 20 stúlkum sem lögðu hart að sér við æfing- ar og var áhuginn og samheldnin í flokknum einstök. Sumarið byrjaði mjög vel. Stelpurnar urðu tvöfaldir Reykjavík- urmeistarar, unnu bæði keppni A og B liða. Stelpumar voru í A-riðli íslands- mótsins og stóðu sig mjög vel en bæði liðin voru hársbreidd frá því að komast í úrslitakeppni mótsins. Þá fóru þær á Pæjumótið í Eyjum og skemmtu sér kon- unglega og var margt gert annað en að spila fótbolta, þó að hann væri aðalatrið- ið. A-liðið stóð sig best Valsstúlkna á mótinu, varð í þriðja sæti en þess má líka geta að Valur átti markahæsta leikmann mótsins, Rósu Hauksdóttur, sem jafn- framt fékk Fárusarbikarinn. Gullmót Jámbendingar var næst á dagskrá. Þriðja sætið var þar hlutskipti A liðsins en B lið Vals varð í 2. sæti. Síðasta mót sumars- ins var haustmótið. Valur varð haust- meistari í keppni B liða en í 2. sæti í keppni A liða eftir úrslitaleik við Fjölni. Segja má að sumarið hafi verið einkar ánægjulegt og stelpumar vom sér sjálf- um og Val til sóma hvert á land sem þær fóm jafnt innan sem utan vallar. Þjálfari flokksins var Kristján Amar Ingason. Hann fylgir eldra árinu upp um flokk og verður þjálfari 3. flokks. Þjálf- ari 4. flokks kvenna hefur verið ráðinn Árni Brynjólfsson en Kristján verður honum þar til aðstoðar. Hjá 3. flokki kvenna verður um hlutverkaskipti að ræða hjá þeim, Kristján þjálfari og Ámi honum til aðstoðar. Leikm.flokksins: Björg Magnea Olafs Mestuframfarir: Björk Blumenstein Besta ástundun: Elín Egilsdóttir 5. flokkur drengja Flokkurinn æfði markvisst undir stjórn Zeljko Sankovic. Áhuginn var mikill og ástundun góð hjá strákunum. Flokkurinn tók þátt í nokkrum mótum og var stíg- andi árangur eftir því sem leið á sumar- ið. Á íslandsmótinu vann 5. flokkur A sinn riðil, spilaði 9 leiki og vann alla nema einn sem endaði með jafntefli. Val- ur fékk því 25 stig en næsta lið í riðlin- um, ÍBV, var með 21 stig. Þetta nægði hins vegar ekki til að komast í úrslita- keppni íslandsmótsins þar sem saman- lagður árangur A og B liða telur - en B liðið fékk aðeins 6 stig í sínum 9 leikjum í sínum riðli í keppni B liða - og vantaði Val aðeins eitt stig til að komast í úrslita- keppnina. A liðið kórónaði góðan árang- ur sumarsins með því að vinna sinn riðil á haustmótinu en tapaði fyrir Víking í úr- slitaleik. Við starfi Zeljko tekur Ragnar Helgi Róbertsson margreyndur þjálfari yngri flokka Við Valsmenn bjóðum Ragnar Helga velkominn til starfa hjá Val. Leikmaður flokksins: Einar Marteinsson Mestu framfarir: Guðmundur Steinn Hafsteinsson Besta ástundun: Þórður Sœvar Jónsson 2001 Valsblaðið 23
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Valsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.