Valsblaðið - 01.05.2001, Page 53

Valsblaðið - 01.05.2001, Page 53
„Það var alltaf til svo mikið af Valsdóti heima, óhreinum sokkum og treyjum og fleira að ég komst ekki hjá því að verða Valsmaður. Ég gerðist reyndar uppreisn- arseggur og fór í fótbolta með Þrótti en sagði bræðrum mínum ekki frá því fyrr en mánuði síðar. Ég var með eintómum Þrótturum í skóla og fannst eðlilegt að fara í Þrótt. Því er hins vegar ekki að neita að mig langaði líka að spila fót- bolta með Val. Kannski gerist það seinna." Voruð þið góðir í fótbolta? .,Ég var mjög góður,“ segir Snorri Steinn án þess að bregða svip og er augljóslega fúlasta alvara. Einhverra hluta vegna hlæja tveir af þremur í herberginu en Snorri Steini er ekki skemmt, eða hvað? „An gríns. Ég var MJÖG góður. Ég var senter og man ekki eftir tímabil þar sem ég var ekki markahæstur. Ég tók aldrei þátt í Reykjavíkurmóti, þar sem ég spil- aði aldrei á mölinni, og heldur ekki haustmóti því þá var handboltinn tekinn við. Ég var hvorki góður að sóla né fljót- ur að hlaupa en ég var alltaf réttur maður á réttum stað.“ Hvenær hættirðu í fótbolta? „Ég kláraði 3. flokkinn." Ertu að gefa í skyn að þú hefðir orðið betri fótboltamaður en handboltamaður? „Ég er sannfærður um að ég væri að spila með toppliði í Englandi ef ég hefði haldið áfram í fótboltanum.“ (Hann hlær ekki en Bjarki lítur undan). Af hverju tekurðu ekki upp þráðinn aftur þar sem það eru miklu meiri peningar í •ótboltanum en handboltanum? „Það er reyndar rétt en hins vegar er handboltinn einfaldlega miklu skemmti- legri íþrótt. Og maður má ekki láta pen- inga stjóma lífi sínu!!!“ „Maður hefði kannski valið fótboltann ef maður byggi í Portúgal eða á suðlæg- um slóðum," segir Bjarki. „Það hlýtur að vera þreytandi að æfa fótbolta á Islandi í þessu skítaveðri.“ Varstu jafn góður leikmaður og Snorri Steinn? „Ég var allt öðmvísi leikmaður. Vissu- lega mun betri. Ég var vamarjaxl en náði reyndar að spila allar stöður á vellinum, nieira að segja í marki.“ „Nakinn er sérhver á hryggnum nema sér bróður eygi með vinstra auganu. “ Ófáir varnarmenn hafa fengið að finna fyrir vígtönnum vinanna. Þurfa menn ekki að vera í góðu jafnvægi til þess að standa sig vel í efstu deild á ykkar (unga) aldri? SNORRI STEINN: „Þessu fylgir ákveðin pressa því hjá Val eru alltaf gerðar kröfur um árangur, án tillits til þess hvemig mannskapurinn er. Valsmönnum finnst sjálfsagt og nánast sjálfgefíð að Valur sé í toppbaráttu." Hvað gerið þið til að halda ykkur í andlegu jafnvægi? BJARKI: „Ég hvíli mig vel fyrir leiki, sofna sjaldnast en byggi mig upp and- lega. Hver og einn undirbýr sig á sinn hátt en ég er enginn Óli Stefáns í þessum efnum. Hann er víst með sitt hugleiðslu- hom í Þýskalandi. Óli er sér á parti hvað þetta varðar og á engan sér líkan en hann nær frábærum árangri." SNORRISTEINN: „Mér skilst að hann hafi stundað jóga þegar hann var í 2. flokki og menn grenjuðu af hlátri en Óli fór alla leið í boltanum. Ef maður er ekki andlega sterkur nær maður ekki árangri.“ Hvar eruð þið staddir á íþróttaferlinum á skalanum 0-100? SNORRI STEINN: „Ég held að við eig- um báður töluvert í land en að sama 2001 Valsblaðið 51
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Valsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.