Valsblaðið - 01.05.2001, Qupperneq 73

Valsblaðið - 01.05.2001, Qupperneq 73
allra besti körfuboltamaður sem ísland hefur átt og hefur haft feikileg áhrif á þróun boltans á íslandi. Torfi er mikil hetja. Gústaf Gústafsson (Gústi), ein- kennilega örvhentur leikmaður. Sigurður Hjörleifsson (Siggi Hjörleifs), umboðs- maður íslands, en fyrst og fremst góður Valsmaður sem gert hefur mjög góða hluti fyrir íslenskan körfubolta. Jóhannes Magnússon (Jói Magg); það eru forrétt- indi að hafa fengið tækifæri að kynnast Jóa. Kristján Ágústsson (Stjáni); frábær leikmaður, gríðarlega sterkur og einn mesti leynitöffari sem ég hef kynnst. Þórir Magnússon (Tóti Magg), sem fékk viðumefnið „the Rocket man“ eftir för körfuknattleikslandsliðsins til Bandaríkj- anna, einstakur íþróttamaður og skot- maður. Ríkharður Hrafnkelsson (Rikki); ekki agaðasti sóknarmaður sem ég hef séð, en einbeittur skotmaður með mikið skap, sem hann hafði að jafnaði hemil á. Jón Steingrímsson (Jón Steik); yfirveg- aður og góður bakvörður, glæsilegur á velli, nema í þeim tilvikum þegar hann kom stuttbuxnalaus á æfingar! Hafsteinn Hafsteinsson (Sea stone); mikill baráttu- maður og sá eini sem ég hef kynnst sem lék í ullarsokkum. Það hef ég aldrei skil- ið. Lárus Hólm var fyrirliði Vals á þess- um ámm en fór til Danaveldis ásamt Hafsteini til náms og til að kynna Val á danskri grund. Lárus er mikill leiðtogi. Um Tim Dwyer hefur nóg verið sagt hér að ofan. Þó er einn atburður sem ég gleymi seint. Dwyer stóð fyrir framan spegil, með hátt enni að greiða þykkt hárið sem fór vel, og sagði; „Eg hlakka til morgundagsins". „Af hverju?“ spurði einhver hógvær íslendingur, sem sá ekk- ert sérstakt tilhlökkunarefni morgun- dagsins. „Ég verð myndarlegri með hverjum deginum,“ sagði Dwyer, nokk- uð sáttur með sjálfan sig. Aðrir leikmenn sem komu við sögu á þessum árum, sem undirritaður kynntist minna, voru Óskar Baldursson, Guðmundur Jóhannesson, og Guðbrandur Lárusson og fleiri. Mar- ínó Sveinsson var liðsstjóri þegar Valur varð fyrst íslandsmeistari. Árið eftir, tímabilið 1980-1981, lék Brad Miley með Val og Hilmar Haf- steinsson þjálfaði. Miley var góður vam- armaður, lék með Indiana State Háskól- anum, og lék með kempum þar á borð við ívar Webster og Larry Bird. Nokkur Dwyers-söknuður virtist ríkja meðal Valsmanna, við unnum bikarinn, eftir að Pétur Guðmundsson kom heim að Hlíð- arenda um jólin frá Argentínu. Árið eftir (1981-1982) lék og þjálfaði John Rams- ey liðið. Valur var í toppbaráttunni en náði ekki í titil. Fyrir tímabilið 1982-1983 var ákveðið að kalla aftur á bjargvættinn Tim Dwyer sem hafði reynst Valsmönnum sigurdrjúgur. Aftur reyndist Dwyer okkur Valsmönnum vel innan vallar. Við unnum allt, bikar og ís- landsmótið eftir mikla keppni við nýliða Keflvrkinga. Dwyer var ekki eins afger- andi leikmaður þetta tímabil eins og hann hafði verið tveimur árum áður. Okkar menn voru einfaldlega orðnir bestir, og það dugði. Dwyer lá mikið á að komast heim eftir tímabilið og keyrði formaðurinn, Lárus Hólm, hann upp á völl strax eftir síðasta leik. Allt líf Dwyers einkenndist af miklum hraða, hann kom hratt og fór hraðar. Á þessum árum voru ungir piltar að koma inn í lið- ið, menn á borð við Tómas Holton (Tommi), frábær leikmaður og mikill íþróttamaður sem nú leikur í efstu deild í Noregi og er Valsmönnum öllum til sóma. Leifur Gústafsson (Leibbi), góður frákastari, afar vinnusamur en á köflum lítillega syfjaður leikmaður. Einar Ólafs- son (Einsi) sem fékk viðumefnið „Magic“, góður skotmaður og hug- myndaríkur leikmaður. Bjöm Zoega (Bjössi) fyrirmyndarleikmaður og leið- togi og á undirritaður honum mikið að þakka fyrir aðstoð við lagfæringar á und- irvagni mínum. Hér em aðeins þeir leikmenn kynntir til sögunnar sem undirritaður kynntist best og mest, en öðmm sendi ég miklar kveðjur. Tímabilið 1983-1984 var ákveð- ið að banna erlenda leikmenn í íslenskum körfuknattleik fram til 1990. Torfi tók við Valsliðinu tímabilið 1983 og fór liðið í úrslit gegn Njarðvík það ár en tapaði og í úrslit gegn KR í bikar en tapaði einnig. Og næstu ár sem á eftir fylgdu vom Valsliðinu happadrjúg en án stærri titla. En það er þó erfitt að tala um gullald- arlið og góð kapplið án þess að minnast þeirra sem leiddu fylkinguna, stjómar- mennina. I upphafi þessa tímabils var Sigurður Þórarinsson formaður og síðar tekur Halldór Einarsson (Henson) við formennsku, og í stjóm m.a. var Baldvin Jónsson. Árið 1982 tók Lárus Hólm við sem FORMAÐUR. Lalli lék með liðinu fram á vor 1979 og varð svo formaður 1982. í huga unga Eskihlíðarbúans, sem lék í yngri flokkum og stuttlega í meist- araflokki meðan Láms var formaður, er það morgunljóst að Lárus er einfaldlega flottasti formaður sem ég hef kynnst. Rétt eins og það er hollt að líta til for- tíðar, er mikilvægt að reyna að draga ein- hvem lærdóm af þeirri uppskrift sem reyndist svona vel. Þá em nokkur atriði mér í huga: í fyrsta lagi, sterkur hópur manna sem hélt saman, lærði hver á ann- an og lærðu að vinna leiki. Hópur sem hélt saman lengi, menn sem ekki aðeins voru miklir vinir á velli heldur einnig glaðbeittir félagar utan hans. í öðru lagi, frábærir körfuboltamenn sem höfðu mik- inn metnað fyrir Val og lögðu á sig það sem þurfti til að sigra. I þriðja lagi, sam- staða og stemmning innan Vals sem ein- kenndist af tillitsemi og aðstoð milli deilda. Andanum má lýsa með orðunum þekktu; á næsta mann, hvar er hann? Valsmenn hjálpuðust að. Að lokum, öfl- ug stjóm meistaraflokks. Er önnur gullöld? Það er bjargföst vissa þess er þetta ritar að þeir ungu piltar, sem nú æfa með yngri flokkum körfuknattleiksdeildar Vals, geti náð jafnlangt og þær hetjur sem hér hafa verið nefndar. Þessar hetjur eru sumir feður þeirra efnilegu drengja sem nú æfa. Til þess þarf þó sameigin- legt átak; maðurinn einn er ei nema hálf- ur, með öðrum er hann meira en hann sjálfur, sagði Einar Ben. í Fákum. Það á svo sannarlega við í þessu tilviki. Hvergi hef ég orðið var við öflugra foreldrastarf, jafn einbeitta og áhugasama þjálfara eins og eru nú í yngri flokkum Vals. Þessi öfl þarf að virkja og styðja með markvissum hætti. Þeim sendi ég sérstakar kveðjur og hvet þau til að halda áfram sínu góða starfi til að þeir efnilegu snáðar sem nú vaxa úr grasi hjá Val eigi eftir að eiga jafn bjartar minningar af körfubolta og Val og sá er þetta skrifar. Þeirri skoðun held ég að ég deili með öllum þeim sem hér hafa verið nefndir til sögu og miklu fleiri. Til að sannreyna tímasetningar í þess- ari frásögn var flett upp í afmælisriti Körfuknattleikssambandsins, úrklippu- safni Kristjáns og óritaðri dagbók Sig- urðar Amar Sigurðarsonar. Ég þakka þeim veittan stuðning. En þær villur sem kunna að leynast í textanum falla á mína ábyrgð eingöngu. Með vor í hjarta í dimmasta skammdeginu, Svali H. Björgvinsson. 2001 Valsblaðið 71
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Valsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.