Skutull

Árgangur

Skutull - 18.04.1969, Blaðsíða 1

Skutull - 18.04.1969, Blaðsíða 1
XLVn. árgangur. 18. apríl 1969. HAMRABORG YÐAR HAGUR OKKAR HAGUR Sími 166 5.—6. tölublað Samstarf rikisvalds, atrinno- rekenda og lannþega í atvinnnmáium Atvinnuinálaneínd ríkisins hefir 300 milljónir króna til ráðstöfunar til atvinnuaukningar og eflingar atvinnulífs- ins í landinu. Fé þessu er varið til lána og styrkja til at- vinnuframkvæmda, er að öðru jöfnu leiða til mestrar at- vinnuaukningar. Hlutverk atvinnumálanefnda kjördæmanna er að fylgjast með atvinnuástandinu og þróun atvinnulífsins og gera til- lögur til eflingar þess. Ríkisstjórn íslands, samtök vinnuveitenda og miðstjóm Alþýðusambands íslands gerðu með sér samkomulag 17. janúar sl. mn aðgerðir í atvinnumálum. 1 framhaldi af samkomulaginu hefir verið komið á fót atvinnumálanefnd um í hverju kjördæmi lands- ins, sem skipaðar eru fuiitrú- um tilnefndum af fyrrgreind- um aðilum. Rétt fyrir pásk- ana samþykkti Alþingi lög- gjöf til staðfestingar á sam- komulaginu, og sem veitir ríkisstjóminni heimild til fjáröflunar vegna samkomu- lagsins o.fl. varðandi starf- semi Atvinnumálanefndar rík- isins og atvinnumálanefnda hinna ýmsu kjördæma. I skýrslu þeirri, sem Bjami Benediktsson, forsætisráð- herra, gaf Aiþingi fimmtu- daginn 27. marz s.l. um störf Atvinnumálanefndar ríkisins komu m.a. fram eftinfarandi upplýsingar: £ Að tryggt væri erlent lán til úthlutunar á vegum Atvinnumálanefndar rík- isins. £ Að gert sé ráð fyrir að þriðji hluti þess fjár- magns, sem Atvinnumála- nefnd ríkisins fái til um- ráða fáist með innlendri lántöku. £ Að Seðlabankinn hafi samþykkt að veita nokk- urt bráðabirgðalán og hefur þeim lántakendum, sem þegar hefur verið út- hlutað lánum, verið boðið að taka innlent bráða- birgðalán. 0 Að Atvinnumálanefnd rík- isins hafi hlutazt til um það.að Seðlabankinn veitti Húsnæðismálast j óminni sérstaka fyrirgreiðslu, rúmlega 100 millj. króna, til að flýta lánum til hús- bygginga. 0 Að frekari aðgerðir í þeim efnum séu til at- hugunar hjá Atvinnumála nefndinni, sem telji að slíkar aðgerðir hafi mikla almenna þýðingu fyrir at- vinnulífið í landinu. Forsætisráðherrann sagði ennfremur, að eitt fyrsta verk efni Atvinnumálanefndar rík- isins hefði verið að athuga um rekstrarf j árþörf atvinnufyrir- tækja. I þeim efnum hefðu strax þessar ráðstafanir verið gerðar: 1. Afurðalán sjávarútvegsins vom hækkuð til samræmis við verðhækkanir vegna gengisbreytingarinnar. 2. Seðlabankinn ákvað að verja 100 milljónum króna til sérstakra rekstrarlána til fiskiskipa, einkum til að létta byrði af lausa- skuldum. Þessi lán er til iy2 árs. 3. Viðskiptabankarnir ákváðu að hækka venjuleg rekstrar lán til fiskiskipa um 50%. 4. Seðlabankinn tók ákvörð- un um að verja 150 milljón um króna til aukningar rekstrarlána iðnaðarins í samvinnu við viðskipta bankana. 5. í upphafi ársins fengu all- mörg hraðfrystihús, sem við sérstaka erfiðleika áttu að etja, fyrirgreiðslu að upphæð 30 millj. króna. Hinn 22. marz sl. höfðu At- vinnumálanefnd ríkisins borizt alls 275 umsóknir um lán og styrki tii atvinnufyrirtækja, samtals að upphæð 526 millj. ki’óna, en umsóknir vegna opinberra framkvæmda námu um 200 millj. króna. Umsóknirnar skiptust þannig eftir kjördæmum: Norðurlandskjördæmin bæði 86 ums. kr. 171 millj. Austfj arðak jördæmi 54 ums. kr. 84 millj. Vesturlandskjördæmi 35 imxs. kr. 52 millj. Suðurlandskj ördæmi 32 ums. kr. 68 millj. Vestf j arðakj ördæmi 28 ums. kr. 36 millj. Reyk j aneskj ör dæmi 21 ums. kr. 52 millj. Reykjavík 18 ums. kr. 64 milij. Vegna fiskveiða voru 96 um sóknir að upphæð kr. 72 millj. Vegna fiskvinnslufyrirtækja, annarra en niðursuðu- og niðurlagningaverksmiðja, og fiski og síldarmjölsverksm. bárust alls 59 umsóknir að upphæð 101 millj. króna. Frá niðurlagningar- og niðursuðuverksm. bárust 7 umsóknir að upphæð 30 millj. Frá fiskimjöls- og síldarmjöls verksm. bárust 8 umsóknir að upphæð kr. 17 miUj. Frá vinnslustöðvum land- búnaðarins og fóðurblöndun- arstöðvum bárust 10 umsókn- ir að upphæð kr. 57 milljónir. Frá skipasmíðastöðvum og dráttarbrautum 9 umsóknir að upphæð kr. 38 milljónir. Frá netagerðum 5 umsókn- ir að upphæð kr. 27 milljónir, og frá ýmis konar iðnaðar- fyrirtækjum alls 81 umsókn Framhald á 2. síðu Nýtt fiskiskip: K0FRI Sl. þriðjudag hljóp af stokk unum hjá Skipasmíðastöð M. Bernharðssonar hf., ísafirði, nýtt skip Kofri ÍS-41. Hið nýja skip er hið 41. sem skipasmíðastöðin sendir frá sér, en jafnframt fyrsta stálskipið, sem þar er smíð- að. Eigandi skipsins er Þor- grímur hf., Súðavík, skip- stjóri verður Jóhann R. Sím- onarson frá ísafirði, en eigin- kona skipstjóra, Helga Gunn- arsdóttir, gaf skipinu nafn. Framkvæmdastjóri Þorgríms hf. er Börkur Ákason. Kofri ÍS er 28 m langt stálskip, um 220 rúmlestir eftir eldri mæhngu. Er skip- ið útbúið fyrir tog-, línu- og síldveiðar. Vistarverur skipverja eru ahar hinar vönduðustu og er gert ráð fyrir allt að 15 manna áhöfn. Rafmagnsupp- hitun er í lúkar, en annars staðar er upphitun frá olíu- kyntum katli. öll loftræsting er sjálfvirk, þrjú sturtuböð eru fyrir skipverja svo og þrjú vatnssalemi. Matvælageymslur em kæld- ar. Aðalvél skipsins er MWM TbD 440-6-765 Ha. með á- lagsmæh, staðsettum í brú. Bukh hjálparvélar eru tvær, hvor 80 ha, með 60 Kva raf- ÍS 41 ölum. Skipið er búið öllum hinum fuhkomnustu siglinga- tækjum, sjálfvirkri miðunar- stöð, 2 Simrad fisksjám og dýptarmæli, rafmagnsstýri og Arkas sjálfstýringu með átta- vita, skiptiskrúfu og Decca radartækjum. Togspil er 18 tonn, línuspil og gertaspil, öll vökvadrifin. Kraftblökk Rapp, með gálga. Lestarrými er ca. 170 rúml. Brennsluohugeymar eru fyrir 40 þús. ltr, vatnsgeymar fyrir 20 þús. ltr og smurolíugeym- ir fyrir 400 ltr. Allur annar búnaður er skv. kröfum skipaskoðunar ríkisins. Teikningu að skip- inu gerði Hjálmar R. Bárðar- son skipaskoðunarstjóri, en vinnuteikningar allar voru unnar af stöðinni sjálfri. Frið rik Bjamason, málarameistari sá um aðalmálningu, en alla aðra vinnu önnuðust starfs- menn stöðvarinnar. Umsjón með raflögnum hafði Hahdór Guðbrandsson, með niðursetn ingu á vél Pétur Blöndal, yfir suðumaður var Þröstur Mar- sellíusson og yfirverkstjóri Karlo Andersen. Forstjóri skipasmíðastöðvarinnar er Marsellíus Bernharðsson, skipasmíðameistari. Gert er ráð fyrir að skipið Framhald á 3. síðu Hið nýja skip, Kofri IS-41, hleypur af stokkunum.

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.