Skutull

Árgangur

Skutull - 18.04.1969, Blaðsíða 5

Skutull - 18.04.1969, Blaðsíða 5
SKUTULL 5 Frá komu grænlenzku skíða- mannanna til ísafjarðar. Grænlendingarnir létu vel af dvöl sinni hér og kváðu þetta aðeins upphafið að frekari saniskiptum við íslenzka skíða menn. Grænlenzku skíðamenn irnir stóðu sig vel á skíðamót inu, einkum göngumennirnir. Mótsstjórinn Jóhann Einvarðsson bæjarstjóri. Ný sending FERMINGARFÖT Tii fermingargjafa: SVEFNPOKAR BAKPOKAR TJÖLD POTTASETT og fleira Kaupfélagiö Atvinnumálanefnd heldur fund Atvinnumálanefnd Vest- fjarðakjördæmis kemur sam- an til fundar á morgun, laug- ardaginn 19. iþ.m. Allmargar umsóknir frá vestfirzkum atvinnufyrirtækj- um um lán og styrki verða teknar til afgreiðslu á fund- inum. Þessar umsóknir hafa borizt frá því í febrúarlok, en þá hélt nefndin fund á Isafirði. Atvinnumálanefnd ríkisins hefur í sínum höndum á- kvarðanir um öll lán og styrki, að fenginni umsögn viðkomandi kjördæmanefnda. Þó hefur Atvinnumálanefnd ríkisins ekki heimild til lána eða styrkveitinga, ef kjör- dæmanefnd hefur mælt gegn veitingunni. Rækjuveiðarnar Rækjuveiðarnar gengu alls staðar mjög vel í marz. Var víðast hvar mokafli og rækj- an yfirleitt stór og góð til vinnslu. Frá Bíldudal voru gerðir út 9 bátar til rækjuveiða í Amarfirði og varð heildarafli þeirra í mánuðinum 115 lestir í 191 róðri. Fengu bátarnir leyfilegan dagsafla allan mán- uðinn, og voru 5 aflahæstu bátamir með 13,9 lestir í 23 róðrum. í fyrra stunduðu 5 bátar rækjuveiðar frá Bíldu- dal í marz og varð heildar- afli þeirra í mánuðinum 57 lestir. Frá verstöðvunum við Djúp voru gerðir út 24 bátar til rækjuveiða í ísafjarðardjúpi, og varð heildarafli þeirra í mánuðinum 341 lest. Er það langsamlega mesti afli, sem borizt hefir á land í einum mánuði. Er heildaraflinn á vertíðinni nú orðinn 1318 lest ir, en var á sama tíma í fyrra 892 lestir. Aflahæstu bátamir voru allir með um 16 lestir í mánuðinum. Frá Drangsnesi voru gerðir út 3 bátar og á Hólmavík 6 bátar til rækjuveiða í Húna- flóa, og varð heildarafli þeirra 117 lestir í mánuð- inum. Fóm 36 lestir til vinnslu á Drangsnesi, en 81 lest á Hólmavík. I fyrra voru gerðir út 8 bátar frá þessum stöðum, og var heildarafhnn þá 50 lestir. Aflahæstu bát- amir nú vom með röskar 18 lestir í mánuðinum. Það var rangt í aflafrétt- um í febrúar, að Hrefna hafi verið aflahæsti rækjubáturinn MATTHÍASAR BJARNASONAR Til fermingargjafa: tJTILEGUtjTBtjNAÐUR: Svefnpokar — Bakpokar — Nestispokar Kosangas-eldunartæki — Kosangas-lampar o.fl. Margar gerðir A B U- veiðihjóla, spúna og stanga. Bækur og ritföng í úrvali. Telt myndir af fermingarbörnum á fermingardaginn. Hringið og pantið tíina í síma 396. JÓN A. BJARNASON Oheillafari Á undanfömum árum hafa nokkrir alþingismenn lagt metnað sinn í það að reyna að knýja fram löggjöf, er heimili bruggun og sölu áfengs öls í landinu. Ekki er ljóst hvað fyrir þessum á- hugamönnum vakir eða hver er sá ávinningur, er þeir mæna á. Tæpast trúa þeir sjálfir þeirri höfuðröksemd bjórunnendanna, að bezta að- ferðin til að sigrast á vanda- málum vaxandi áfengisneyzlu sé sú, að hafa á boðstólum sem fjölbreytilegastar áfeng- istegundir, samfara því að afnema allar hömlur varðandi sölu þess. Helzti baráttumaður bjór- málsins í sölum Alþingis er Pétur Sigurðsson. Honum fylgja af trú og dyggð fá- einir minni spámenn. En þrátt fyrir vasklega framgöngu umræddra kappa hefur Alþingi allt til þessa borið gæfu til að afstýra við Húnaflóa. Það var Guð- mundur frá Bæ, sem aflaði 12,6 lestir í febrúar. ýtt á fiot hættunni. Talsmenn bjórsins eru menn skapmiklir og ein- arðir og ekki á því að leggja árar í bát þótt móti blási. Nýlega hafa þeir enn á ný lagt fram frumvarp um bjór- málið. Tveir vestfirzkir þingmenn, þeir Matthías Bjamason og Steingrímur Pálsson, sitja undir árum á þessu óheilla- fari Péturs, ásamt þeim Jóni Skaftasyni og Birni Pálssyni. Flestir kjósendur þeirra Matthíasar og Steingríms em þó þeirrar skoðunar, að þess- ir þingmenn gætu auðveld- lega fundið sér nytsamari viðfangsefni til viðureignar en bjórmálið, a.m.k. á meðan óleyst eru fjölmörg hags- muna- og vandamál þeirra byggðarlaga, sem þeir eru fulltrúar fyrir. Og ef Reykja- víkurdýrðin hefur sljóvgað þá svo mjög að baráttumál Vestfirðinga séu þeim með öllu gleymd, væri reynandi að rifja upp fyrirheitin og loforðin frá seinustu kosn- ingum. Þar er af nógu að taka. (Aðsent).

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.