Skutull

Árgangur

Skutull - 18.04.1969, Blaðsíða 7

Skutull - 18.04.1969, Blaðsíða 7
SKUTULL 7 Yfirráðaréttur íslenzha ríkisins yfir landgrunninu umhverfis ísland er tryggður Alþingi það, sem nú situr hefir samþykkt lög, sem tryggja yfirráðarétt íslenzka ríkisins yfir landgrunninu um hverfis ísland. Emil Jónsson, utanríkis- málaráðherra, fylgdi frum- varpinu úr hlaði, en hér var um stjórnarfrumvarp að ræða. í ýtarlegri ræðu gerði Emil grein fyrir mikilvægi þess, að íslendingar settu löggjöf, er tryggði þeim ó- tvíræðan yfirráðarétt yfir öllu landgrunninu umhverfis landið. í 1. gr. frumvarpsins, sem nú er orðið að lögum, segir svo: „íslenzka ríkið á fullan og ó- skoraðan yfirráðarétt yfir landgrunni íslands, að því er tekur til rannsókna á auð- æfum landgrunnsins og vinnslu og nýtingu þeirra. Öll slík auðæfi eru eign ís- lenzka ríkisins, og skulu ís- lenzk lög gilda í einu og öllu í þessum efnum.“ í löggjöfinni er fram tekið, að ákvæði tilvitnaðrar greinar taki til allra iþeirra jarðefna, fastra, fljótandi og loftkennd ra, sem finnast kunna í ís- lenzka landgrunninu og allra annarra auðæfa þess, lífrænna og ólífrænna. Þá er sú skilgreining, að íslenzka landgrunnið teljist ná svo langt út frá ströndum landsins, sem unnt reynist að nýta auðæfi þess. Landgrunn eyja, sem utan landhelgi tiggja, skal marka á sama hátt. Þá er kveðið svo á, að ráð- herra skuli með reglugerð setja frekari ákvæði um framkvæmd rannsókna á auð- æfum langrunnsins og nýt- ingu þeirra og jafnframt um nánari mörk þess. í athugasemd við Iagafrum- varpið sagði m.a. svo: „Ástæða þess, að æskilegt er að samþykkt sé frumvarp um lögsögu íslenzka ríkisins yfir landgrunninu umhverfis Island er fyrst og fremst sú, að með vaxandi tækni er nú hægt að vinna þær auðlindir, sem í landgrunni kunna að fel ast, allt út á 200 m dýpi. Inn an fárra ára verður væntan- lega unnt að vinna efni grunn sins á enn meira dýpi. Hafa því æ fleiri ríki á síðustu árum lýst yfir lögsögu sinni á land- grunni því, sem liggur undan ströndum þeirra, að því er varðar rannsóknir og nýtingu auðæfa landgrunnsins. Með því er tryggt að heima þjóðinni fellur allur réttur til þeirra verðmæta, sem í land- grunninu kunna að felast, og jafnframt er útilokað að aðr- ar þjóðir komi og hefji fram- kvæmdir nær uppi í landstein um landgrunnsríkisins. Það er einnig mikilvægt öryggisatriði, að strandríkið geti ráðið því sjálft hvaða mannvirki og tæki eru stað- sett á landgrunninu undan ströndum þess, og þá bann- að öðrum þjóðum þar mann- virkjagerð, m.a. þá mann- virkjagerð sem af hernaðar- legum toga er spunnin. Með því að samþykkja lög um yfirráðarétt íslenzka ríkis ins yfir landgrunninu um- hverfis ísland yrði íslending- um einum heimilt að fram- kvæma þar rannsóknir og út- lendingum það aðeins bært samkvæmt leyfi íslenzkra stjómvalda. Jafnframt yrði tryggt að Islendingar einir ættu þær auðlindir, sem í ís- lenzka landgrunninu kunna að felast. Islenzka landgrunnið er enn algjörlega ókannað og því ekki vitað hvort þar er að finna nein verðmæt jarðefni. Sýnist það þó sjálfsagt ör- yggisatriði að leggja land- grunnið undir íslenzka lög- sögu, því ekki er vitað hvað síðari rannsóknir kunna að leiða í ljós í þessu efni. Með landgrunnssamningnum, sem samþykktur var á Genfar ráðstefnunni fyrri 1958, var strandríkinu heimiluð lögsaga yfir landgrunninu undan ströndum sínum. Island er ekki aðili að landgrunnssamn- ingi þessum. Því er talið rétt að til komi lög samþykkt af Alþingi, sem lýsi yfir rétti þjóðarinnar til grunnsins og þess, sem í því býr. Slík lög yrðu fullnægjandi heimild að þjóðarrétti um lögsögu íslend inga á þessu sviði. I frum- varpinu er gert ráð fyrir að yfirráð ríkisins nái bæði til ólífrænna og lífrænna auðæfa landgrunnsins. Botnföst sjávardýr og þau, sem aðeins hreyfast í föstu sambandi við botninn, myndu heyra undir ákvæði frumvarpsins. tsafjarðarbló sýnlr: Afrika logar Amerísk stórmynd í litum um hættur og ævintýralegar mannraunir. Aðalhlutverk: Anthony Quayle Sylvia Syms Derek Fowlds Frumsýning föstudag kl. 9,00. ISAFJAEHARBIÓ ADALVINNINGUR ÁRSINS EINBÝUSHÚS AÐ GARÐAFLÖT 25, GARÐAHREPPI, ÁSAMT BÍLSKÚR, 193 FERM., FULLGERT OG 11U FERM. STEYPT HLAÐ (VERÖND) fyrir 2,5 millj. kr.! Sjá vtZuwi i <AÍwtittya&6fi'ci HAPPDRÆTTI

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.