Skutull

Árgangur

Skutull - 18.04.1969, Blaðsíða 2

Skutull - 18.04.1969, Blaðsíða 2
2 SKUTULL SKUTULL Útgefandi: Alþýðuflokkurinn í Vestfjarðakjördæmi Ábyrgðannaður: Birgir Finnsson, Neðstakaupstað Blaðnefnd: Haraldur Jónsson, Sigurður Jóhannsson, Þorgeir Hjörleifsson, Isafirði, Eyjólfur Bjamason, Suðureyri, Hjörtur Hjálmarsson, Flateyri, Ágúst Pétursson, Patreksfirði. Innheimtumaður: Haraldur Jónsson, Þvergötu 3. Vandi á höndum Fossavatnshlaupið 1969 í síðasta tbl. Skutuls var gerð allýtarleg grein fyrir helztu niðurstöðum í f járhagsáætlun Bæjar- sjóðs Isafjarðar fyrir yfirstandandi ár. Þar var m.a. bent á þá alvarlegu staðreynd, að í fyrsta skipti um margra ára skeið, hröltkva ekki tekju- stofnar bæjarfélagsins, — útsvör, aðstöðugjöld, fasteignagjöld o.fL — til að standa undir lög- bundnum framlögum og nauðsynlegum fram- kvæmdum bæjarfélagsins, framkvæmdum, sem ekki verður undan komizt að vinna að á árinu. Þannig hefir vaxandi dýrtíð samfara sam- drætti á atvinnusviðinu skapað bæjarfélaginu vægast sagt erfiða aðstöðu. Bilið, sem er á milli raunverulegra tekna Bæjar sjóðs annars vegar og lögboðinna framlaga og nauðsynja framkvæmda hins vegar, var þannig brúað í f járhagsáætluninni, að gert var ráð fyrir allhárri lántöku, eða kr. 3.400.000,00. Hafi maður hina ýmsu útgjaldaliði fjárhagsá- ætlunarinnar til viðmiðunar þá er hér um veru- lega háa upphæð að ræða, t.d. er sá útgjaldaliður áætlunarinnar, sem innifelur helztu framkvæmd- ir bæjarfélagsins, — malbikun, gatnagerð, gang- stéttalagnir o.fl. að þessu sinni aðeins áætlaður kr. 2.500.000,oo. Til samanburðar má einnig geta þess, að áætluð aðstöðugjöld yfirstandandi árs eru kr. 4.000.000,00 eða aðeins 600 þús kr. hærri en fyrirhuguð lánsupphæð. Eins og nú er ástatt í peningamálum þjóðar- innar þarf mikla bjartsýni til að treysta því, að umrætt lán fáist, ekki sízt þegar það virðist vera orðið viðtekin og fastmótuð regla hjá helztu lánastofnunum þjóðarinnar að veita sveitarfé- lögunum sem minnsta fyrirgreiðslu, á sama tíma, sem sömu aðilar virðast telja sparifé þjóðarinnar betur geymt í höndunum á vafasömum fyrir- tækjum og einstaklingum, eins og dæmin sanna. I lengstu lög verður þó að gera ráð fyrir að vel rætist úr varðandi þetta nauðsynja mál bæjarfé- lagsins, en ef svo kynni að fara, að þær vonir bregðist þá eru fram undan fyrirsjáanlegir erfið- leikar og alvarlegur samdráttur hjá bæjarfél. Hér er sannarlega um alvarlegt mál að ræða, sem bæjarbúar verða að átta sig á sem fyrst. Það er öllum til ills að loka augunum fyrir slíkum staðreyndum. Aðeins með því að gera sér strax grein fyrir vandanum og fylgjast síðan gaum- gæfilega með framvindu málanna og hinum ein- stöku þáttum í rekstri bæjarfélagsins, verður unnt að afstýra alvarlegustu áföllunum, sem við blasa bregðist þær vonir, sem menn nú hafa um fyrirgreiðslu varðandi margnefnt lán. Hluti þátttakenda í Fossavatnshlaupinu. Sigurður Gunnarsson er 4. frá vinstri. Hið áriega Fossavatnshlaup fór fram sl. sunnudag. Gang- an hófst við Fossavatn, en síðan var gengið sem leið lá yfir fjöll og fimindi og yfir að Skíðheimum. Veður var hið ákjósanleg- asta. Isfirðingar-Vestfirðingar Getum nú annað eftirspum eftir hinum vinsælu sjónvarpsskermum. Úrslit urðu sem <hér segir: RAF hf. - ísafirði 1. Sigurður Gunnarsson Á 1:20,06 klst. 2. Gunnar Pétursson Á 1:21,31 klst. 3. Guðjón Höskuldsson H 1:21,45 klst. 4. Davíð Höskuldsson H 1:21,46 klst. 5. Sigurður Jónsson S 1:21,47 klst. 6. Elías Sveinsson Á 1:26,45 klst. 7. Halldór Margeirsson H 1:26,55 klst. 8. Oddur Pétursson Á 1:31,30 klst. 9. Kristján B. Guðmundss.Á 1:37,30 klst. Silfurbrnðkaup Hinn 8. þ.m. áttu silfurbrúð kaup hjónin Kristín ólafsdótt ir, ljósmóðir og Kristmundur B. Bjarnason, bifreiðarstjóri, Eyrargötu 6, Isafirði. AFMÆLI Frú Ása Norðkvist Hlíðar- vegi 7, Isafirði, varð sjötug 2. apríl sl. Guðhjartur Ásgeirsson, Brunngötu 10, ísafirði, varð sjötugur 14. þ.m. Samstarf... Framhald af 1. síðu að upphæð kr. 185 milljónir. Það er vitað, að atvinnu- málanefndum hafa síðan bor- izt verulegur fjöldi lánsum- sókna, og sýnir umsóknaf jöld- inn ljóslega þá þörf, sem atvinnuvegirnir hafa fyrir aukið fjármagn. H.F. EIMSKIPAFÉLAG ISLANDS ABALFUNDDB Aðalfundur H.f. Eimskipafélags Islands verður haldinn í fundarsal í húsi félagsins í Reykjavík, föstudaginn 30. maí 1969 kl. 13,30. Dagskrá samkvæmt 13. grein samþykkta félagsins. Tillögu til breytinga á samþykktum félagsins samkvæmt niðurlagi ákvæða 15. greinar samþykktanna (ef tillögur koma fram). Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir liluthöfum og umboðsmönnum lilutliafa á skrif- stofu félagsins, Reykjavík 27.—28. maí. Reykjavík, 14. apríl 1969. STJÓRNIN. RAFÞJÓNUSTA — RAFTÆKJASALA AÐALSTRÆTI 9 - SÍMI 92 lírval fermingargjafa: Plötuspilarar og segulbandstæki I miklu úrvali. Útvarpstæki og ferðatæki. Rafmagnsrakvélar Hárþurrkur og CARMEN-hárrúlIur. Einnig Black & Decker borvélasett í föndurherbergið.

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.