Uppeldi og menntun - 01.07.2006, Síða 76

Uppeldi og menntun - 01.07.2006, Síða 76
76 1. Hvert telja börnin vera hlutverk leikskólans? 2. Hvað segja börnin um líðan sína í leikskólanum? 3. Hverju telja börnin að þau megi ráða í leikskólanum? 4. Hvaða væntingar hafa börnin til grunnskólagöngunnar? að­fErð­ Rannsóknin fór fram í einum leikskóla á höfuðborgarsvæðinu. Þátttakendur voru 24 fimm og sex­ ára börn sem voru að ljúka leikskóladvöl sinni. í rannsókninni var leitað eftir sýn barnanna á starfshætti leikskólans og á flutninginn úr leikskóla í grunnskóla. Leikskólakennararnir í leikskólanum og tveir leikskólakennaranemar á þriðja ári tóku að hluta til þátt í gagnasöfnuninni, sem helgaðist af því að leikskólinn tók á þeim tíma sem rannsóknin fór fram þátt í þróunarverkefni þar sem tilgangurinn var að þróa að- ferðir til að auka þátttöku barnanna í mati á leikskólastarfinu (Jóhanna Einarsdóttir, 2005). Rannsók­nir með­ börnum í rannsóknum með börnum vega siðferðisleg sjónarmið þungt. Leita þarf upplýsts samþykkis barnanna og heita þeim trúnaði og nafnleynd á sama hátt og ef um full- orðna væri að ræða. Börnin þurfa einnig að fá upplýsingar um tilgang rannsóknar- innar og rétt sinn til að hætta þegar þau vilja. Góð samskipti milli þátttakanda og rannsakanda eru grundvallaratriði þar sem börn eru berskjölduð og upplifa oft valda- ójafnvægi gagnvart hinum fullorðna rannsakanda (Balen, Holroyd, Mountain og Wood, 2000/2001; Coyne, 1998; Evans og Fuller, 1996; Greig og Taylor, 1999; Hennes- ey, 1999; Punch, 2002; Robinson og kellett, 2004). í þessari rannsókn var reynt að draga úr þessu á þrennan hátt. í fyrsta lagi fór rannsóknin fram í leikskóla barnanna þar sem þau þekkja allar aðstæður, í öðru lagi voru starfsfólk og leikskólakennaranemar sem börnin þekktu virkir þátttakendur í gagnasöfnuninni og í þriðja lagi voru notaðar fjöl- breyttar aðferðir sem tóku mið af hæfni og áhuga barnanna. Graue og Walsh (1998) hafa bent á að börn viti oft meira en þau viti að þau viti og því þurfi að finna hentugar aðferðir til að komast að skoðunum þeirra og það þurfi oft að gera óbeint. Mikilvægt er að rannsakandinn sé skapandi og noti fjölbreyttar aðferð- ir sem henta börnum og taka mið af hæfni þeirra. Það er einnig áríðandi að hafa í huga að börn eru ólík, með ólíkar skoðanir og ólíka hæfileika (Christensen og Prout, 2002; Davis, 1998). Þar af leiðandi geta mismunandi aðferðir hentað þeim við að tjá skoðanir sínar (Barker og Weller, 2003; Fraser, Lewis, Ding, kellett og Robinson, 2004; Punch, 2002). í þessari rannsókn voru notaðar fjórar ólíkar aðferðir við gagnasöfnunina: 1. Hópviðtöl. Tekin voru opin viðtöl við börnin í tveggja til þriggja manna hópum. 2. Teikningar barnanna. í framhaldi af viðtölunum voru börnin beðin að teikna mynd- ir af því sem þeim þykir skemmtilegt og leiðinlegt í leikskólanum. 3. Ljósmyndir barnanna. Börnin fóru með rannsakanda um leikskólann og tóku myndir af því sem þau vildu sýna úr leikskólanum og ræddu síðan um mynd- irnar. l e iks­kó­l inn frÁ s­ jó­narHó­l i Barna
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.