Uppeldi og menntun - 01.07.2008, Blaðsíða 82

Uppeldi og menntun - 01.07.2008, Blaðsíða 82
82 Og SeInnA bÖRnIn SegJA: orðið stjórnmálamönnum mjög hugleikin en innihaldi náms og þáttum á borð við samþættingu jafnréttissjónarmiða og annarra þátta í skólastarfi hefur minni gaumur verið gefinn. í því sambandi er athyglisvert að kynjastefna og kynskipting skóla sem reknir eru á vegum Hjallastefnunnar virðist að verulegu leyti hafa fallið í skuggann af heitum pólitískum umræðum um kosti og galla einkareksturs í skólakerfinu. Samkvæmt aðalnámskránni er grunnskólanum ætlað, í samvinnu við heimilin, að búa nemendur undir líf og starf í lýðræðissamfélagi. Eins og Sigrún aðalbjarnardóttir (2007) bendir á er siðferðisþroski og aukin samskiptahæfni barna einn mikilvægasti þáttur grunnskólanámsins og jafnrétti kynjanna á opinberum vettvangi jafnt sem í daglegu fjölskyldulífi hlýtur að vera eitt af markmiðum slíkrar menntunar. Jafnrétt- isuppeldi er hluti af uppeldishlutverki skólans og tengist órjúfanlegum böndum því yfirlýsta markmiði grunnskólans að stuðla að og efla heilbrigða dómgreind, umburð- arlyndi, virðingu, náungakærleik og verðmætamat (Menntamálaráðuneytið, 2006:8). Mismunandi jafnréttisumhverfi 10. bekkinga árin 1992 og 2006 endurspeglast skýrt í þeim breytingum sem urðu á stöðu kvenna í landsmálapólitíkinni á þessu tímabili. Ungmenni þau sem tóku þátt í rannsókninni árið 1992 voru flest getin á kvennaári Sameinuðu þjóðanna árið 1975. Þau voru flest í móðurkviði á kvennafrídaginn 24. október 1975 þegar konur um allt land lögðu niður vinnu til að benda á óviðunandi stöðu sína og valdaleysi í samfélaginu. Þessi börn voru á sjötta ári þegar Kvenna- framboðið bauð fyrst fram til sveitarstjórna árið 1982 og á ellefta ári þegar Samtök um kvennalista buðu í fyrsta sinn fram í öllum kjördæmum árið 1987 og fengu sex konur kjörnar á alþingi (Hagstofa íslands, 2008e). Þau voru á sextánda ári þegar þau tóku þátt í rannsókninni Ungt fólk ’92 og Vigdís Finnbogadóttir hafði verið forseti ís- lands frá því að þau voru fjögurra ára gömul. Þau voru þannig að mörgu leyti börn kvennahreyfingar í stórsókn áttunda og níunda áratugarins. Þeir unglingar sem tóku þátt í rannsókninni Heilsa og lífskjör skólanema voru á sex- tánda ári vorið 2006 og höfðu þá margvíslegar breytingar orðið í átt til aukins jafn- réttis kynjanna. Þannig tvöfaldaðist til dæmis hlutfall kvenna á alþingi úr 15% árið 1992 í 30% árið 2006. Hins vegar voru þær breytingar um garð gengnar fyrir nokkru og konum á þingi hafði raunar fækkað eftir kosningarnar árið 1999 (Hagstofa íslands, 2008e). Kvennalistinn bauð síðast fram í eigin nafni þegar flestir svarendur voru fjög- urra ára gamlir, árið 1995. Vorið 2006 hafði Ólafur Ragnar Grímsson verið forseti ís- lands í áratug, en hann var fyrst kjörinn til þess embættis árið 1996, þegar svarendur voru á sjötta ári. Femínistafélag íslands var stofnað þremur árum fyrr og mætti harðri gagnrýni þeirra sem töldu jafnréttisbaráttunni vera lokið og fóru háðuglegum orðum um innræti og útlit þeirra sem kenna vildu sig við femínisma (sjá t.d. Margréti Hug- rúnu Gústavsdóttur, 2007). íslenskir unglingar vorið 2006 voru þannig að mörgu leyti börn kvennahreyfingar í varnarbaráttu nýrrar aldar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.