Uppeldi og menntun - 01.07.2008, Blaðsíða 25

Uppeldi og menntun - 01.07.2008, Blaðsíða 25
25 nokkur börn nefndu þessa þætti sem skemmtilega. Nokkur börn kvörtuðu undan því að ráða illa við lestrar- og stærðfræðiverkefnin sem þeim var ætlað að vinna. athyglisvert er að bera þessar niðurstöður saman við nýlega rannsókn sem unnin var með kennurum í byrjendabekkjum. Kennararnir sem tóku þátt í þeirri rann- sókn voru ósáttir við auknar kröfur til lestrar- og stærðfræðikennslu í fyrsta bekk og kenndu ytri þáttum eins og foreldrum, námsefni og samræmdum prófum um (Jóhanna Einarsdóttir, 2004). aðalnámskrá grunnskóla gerir þó einungis ráð fyrir að rúmlega þriðjungi skólatímans sé varið í lestur og stærðfræðinám. Þar kemur einnig fram að nemendur eigi rétt á viðfangsefnum sem henta námsgetu þeirra og hæfni (Menntamálaráðuneytið, 2006). Dewey gagnrýndi skólastarf sem gengur út frá náms- greinum sem kennari sér um að flokka og deila niður á kennslustundir. Hann lagði áherslu á að á fyrstu árum grunnskólans fengjust nemendur við verklegar greinar og að lestur, skrift og stærðfræði lærðist smám saman vegna þess að börnin fyndu þörf fyrir þá kunnáttu við lausn verkefna í öðrum greinum (Dewey, 1956, 1916, 2000, Gunnar Ragnarsson, 2000a). Frásagnir barnanna benda til þess að þau líti svo á að megináhersla sé lögð á lestur, skrift og stærðfræði sem aðgreinda þætti, en ekki sem tæki í könnunar- eða þemavinnu. Börnin sem tóku þátt í rannsókninni höfðu öll verið í leikskóla þar sem megin- áhersla var á samskipti, leik og skapandi starf og þar sem þau fengu töluvert frelsi til að velja sér viðfangsefni (Jóhanna Einarsdóttir, 2006). Niðurstöður sýna að frímínútur og tímar þar sem börnin máttu velja viðfangsefni og vinna frjálst voru að mati margra það skemmtilegasta í grunnskólanum. Börnin höfðu einnig töluverðar væntingar til sérgreina eins og íþrótta, sunds og smíði sem þau höfðu þó ekki kynnst enn. Dewey lagði áherslu á samfellu í námi barna og að byggt væri ofan á þá reynslu sem börnin hefðu öðlast í leikskólum eða á heimilum (Dewey, 2000). Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að börnin upplifi miklar breytingar þegar þau byrja í grunnskóla; skipulagið er stífara og leikurinn fer einkum fram í frímínútum. Þá kemur fram að félagslegir þættir, eins og samskipti við önnur börn og fullorðna, séu afar mikilvægir þættir í hugum barnanna. Mörg þeirra tóku myndir af vinum sínum og töluðu um að það væri gaman í frímínútum því þar gætu þau leikið við vini sína. Nokkur börn nefndu það sem dæmi um hvað væri erfitt og leiðinlegt þegar þau eða félagar þeirra hefðu átt í erfiðleikum í samskiptum eða lent í árekstrum við önnur börn eða kennara. Þetta er í samræmi við erlendar rannsóknir sem benda til þess að fé- lagar og vinir séu börnum afar mikilvægir við upphaf skólagöngunnar. Börnum sem byrja skólagönguna með vinum sínum og börnum sem eignast vini í skólanum gengur betur að takast á við breytingar og námið (Dockett og Perry, 2007). Niðurstöður þess- arar rannsóknar benda einnig til þessa. Börnin sem tóku þátt í rannsókninni töldu sig hafa lítil völd og virtust ekki hafa þá tilfinningu að þau gætu ráðið miklu í skólanum. Þau töldu sig hafa lítið val um hvað þau gerðu í skólanum eða hvernig þau gerðu það og töldu að skipulagið og kennararnir ákvörðuðu það sem gert væri. Þau sögðust mega ráða hvað þau gerðu í frímínútum, þegar það væri frjáls tími og þegar þau hefðu lokið þeim verkefnum sem kennarinn setti fyrir. Þessar niðurstöður eru í samræmi við niðurstöður erlendra rannsókna (Clarke og Sharpe, 2003; Corsaro og Molinari, 2000; Dockett og Perry, 2004, JÓHAnnA eInARSdÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.