Uppeldi og menntun - 01.07.2008, Blaðsíða 112

Uppeldi og menntun - 01.07.2008, Blaðsíða 112
112 Á mÓTUm SkÓlAST IgA í tengslum við nám barna og að nám fer fram í aðstæðum sem skipta máli hér og nú en ekki í óskilgreindri framtíð. Rök eru leidd að því að hlutverk leikskólans sé ekki fólgið í undirbúningi fyrir grunnskóla heldur beri grunnskólanum að byggja á þeirri reynslu sem börn hafa aflað sér áður. að lokum skýrir Jóhanna póstmóderníska hug- myndafræði sem ber að sama brunni; samhengi er mikilvægt í námi barna á mótum skólastiga en ólík sýn kennara á skólastigunum tveimur setur því skorður. í ljósi þessa skoðar Jóhanna í fjórða, sjötta og sjöunda kafla það sem tengir skólastigin saman og áhrif á börnin að flytjast á milli hinna ólíku stofnana. Jóhanna rekur niður- stöður rannsókna um árangursríkar leiðir við tengsl skólastiganna. Áhrif á börnin tengjast áðurnefndum þáttum; þ.e. ólíkri umgjörð stofnananna, félagslegu umhverfi, námsþáttum og aðferðum. Áhersla er lögð á að yfirfærslan sé ekki einkamál barna og foreldra heldur beri að líta á hana í félagslegu og stofnanalegu samhengi. Jóhanna bendir á niðurstöður OECD-skýrslnanna Starting Strong (2001) en þar er mælt með brúarbyggingu á milli skólastiganna, einkum til að ná samfellu í námi barna að átta ára aldri, og Starting Strong II (2006) þar sem þróun þessara mála er skoðuð aftur. í síðari skýrslunni eru greindar tvær meginhugmyndir um skólastarf; annars vegar félags-uppeldisfræðileg hugmyndafræði með áherslu á samþættingu umhyggju, upp- eldis og menntunar í starfi með börnum. Fylgjendur þeirrar hugsunar leggja áherslu á að nám eigi sér stað frá fæðingu og eðlilegt að hugmyndafræði leikskólans nái til fyrstu ára grunnskólans. Hins vegar er um að ræða skólunarlíkan með áherslu á námsgreinar grunnskólans og leikskólinn þá hugsaður sem undirbúningsstig fyrir grunnskóla og talið rétt að færa áherslur og kennsluhætti grunnskólans á leikskólastig. Norðurlöndin aðhyllast fremur fyrri kenninguna samkvæmt OECD-skýrslunni en þrátt fyrir það virðist skólunarlíkanið gjarnan hafa yfirhöndina. í rannsókn Jóhönnu á aðferðum íslenskra kennara kemur fram að upplýsingamiðlun og heimsóknir leikskólabarna í grunnskólann eru meginsamstarfsleiðir. Sjaldan er hugað að samvinnu sem byggist á svipuðum hugmyndafræðilegum grunni og reynsluheimi barnanna. Hugsunin liggur þó nær hugmyndum leikskólakennara en grunnskólakennara. Sænsk rannsókn sem Jóhanna vísar til sýndi t.d. fram á að stefna skólayfirvalda þar í landi er í raun komin lengra en hugsun einstakra kennara og skóla hvað varðar sameiginlega hugmynda- fræði. Spurning er hvort við fetum sömu leið hér á landi og vísa ég þá til nýrra laga- setninga um skólastarf á vordögum 2008 (Lög um menntun og ráðningu kennara við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla nr. 87/2008, Lög um leikskóla nr. 90/2008 og Lög um grunnskóla nr. 91/2008). En Jóhanna heldur áfram, og 8. og 9. kafli eru byggðir á rannsóknum á viðhorfum barna og foreldra til skólastiganna. 10. kafli er samantekt á verkinu í heild og þar eru jafnframt kynntar nokkrar kennsluaðferðir sem eiga það sameiginlegt að byggja nám barna á reynsluheimi þeirra – frá hinu þekkta á vit hins nýja. Meginniðurstaða bókarinnar er að þótt mikilvægt sé að stuðla að samhengi og tengslum á milli skólastiganna séu víti að varast. Ef megináhersla verður á samfellu má búast við þróun þar sem önnur skólasýnin yfirgnæfi hina; þ.e. annaðhvort sjón- armið leikskólafræðanna eða skólunarlíkanið. afleiðingarnar yrðu þá annaðhvort of grunnskólamiðaður leikskóli eða of leikskólamiðað upphaf grunnskólagöngu. Bent er
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.