Morgunn


Morgunn - 01.06.1950, Blaðsíða 12

Morgunn - 01.06.1950, Blaðsíða 12
6 MORGUNN þrýtur, tekur dýrseðlið við. Ég efaðist með öðrum orðum um, að unnt væri að fá nokkurn grundvöll að mannlegri siðfræði án hugsunar um Guð og annað líf. Ég var í þessu efni ósamþykkur vini mínum Guðjóni Baldvinssyni, hinum ágætasta manni, en hann hélt því fram, að væri tilveran köld, ættum við að ylja hana. Ég kannaðist að vísu við, að þetta væri göfugt takmark, en efaðist um, að unnt væri með skynsamlegum rökum að fá allan almenning upp á þá sjónarhæð. Ég fann það hjá sjálfum mér, sem F. W. H. Myers segir um sig, að ég var ekki liklegur til að verða betri maður, en lífsskoðanir mínar gáfu mér ástæðu til, og ég fann enga skynsamlega ástæðu til að vera góður maður, frekar en verkast vildi, ef ekkert annað líf væri til, sem færi að gæðum eftir breytni manna hér. Þá gat í hæsta lagi verið ástæða til að breyta samkvæmt lögum, til þess að reka sig ekki á þau, en engin ástæða til að keppa að þvi siðgæði, sem er lögunum æðra, önnur en óljós þrá og tilfinning, sem gæti hæglega orðið úti í næðingum hversdagslífsins. Mér var það ljóst, að allt jafnar sig e k k i héma megin grafar, — að tilveran getur hvorki verið góð né réttlát út frá mannlegu sjónarmiði, ef litið er á þetta líf eingöngu. Þannig var nú háttað um siðfræðina. En ekki gekk mér betur við sálarfræðina og trúarheimspekina. Ég fékk eng- an botn í það, hverju væri óhætt að trúa af því, sem nokkru máli skipti, — enga leiðbeiningu um tilveru sálar- innar, Guð eða annað líf. Það var næstum sama, hvaða trúarheimspeking ég kynnti mér. Annaðhvort vísuðu trú- arheimspekingarnir slíkum hugsunum á bug, eða þeir gengu að því vísu sannanalaust, að hlutirnir væru svona eða svona. Höffding skilgreinir trú (religio) á þá leið, að það sé trú á varðveizlu verðmætanna, þess, sem mönnum sé dýrmætast, en þá skýringu hygg ég alveg ófullnæga. Og þegar hann fer svo að sýna fram á, að kjarninn í trúar- brögðunum, trúin á varðveizlu verðmætanna, geti haldizt, þótt eiginleg trúarbrögð hverfi, finnst mér trú hans sjálfs
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.