Morgunn


Morgunn - 01.06.1950, Blaðsíða 60

Morgunn - 01.06.1950, Blaðsíða 60
54 MORGUNN settur embættismaður, síðustu árin sem hann lifði, og þekkti ég hann lítillega síðustu árin af ævi hans. Þegar langt var liðið á fundinn, beindi röddin máli sínu til mín og sagði, að mættar væru hjá sér tvær manneskjur, sem væru mér mjög nákomnar. Ég bað röddina að lýsa þessu fólki, sem hún gerði greinilega, og var hér um að ræða fullorðinn mann og fremur unga konu, og tók rödd- in það greinilega fram, að þau hefðu ekki þekkst á jörðinni. Samkvæmt lýsingunni, sem var vel glögg, duttu mér í hug faðir minn, sem dó þegar ég var aðeins tveggja ára gamall, eða árið 1897, og svo fyrri konan mín, sem var dáin fyrir 15 árum, og það passaði vel, að þau hefðu ekki þekkst hér í jarðlífinu, þar sem hann dó og bjó austur á Fljótsdalshéraði, en konan mín var fædd og uppalin norður í Suður-Þingeyjarsýslu og aðeins barn að aldri, þegar faðir minn dó. Ég spurði síðan röddinna, hvort hún gæti sagt mér hvern- ig þessi maður hefði dáið, og komu þá á hana dálitlar vöflur, líkast því að hún gæti ekki komið orðum að því, sem hún þurfti að lýsa, en segir þó eftir dálitla erfiðleika: „Hann dettur svona áfram ofan af einhverju og þá kemur hann hingað til okkar.“ 1 kring um þetta svar voru dálitlir erfiðleikar, eins og röddin vildi reyna að skýra þetta nán- ara, en ætti erfitt með það, en endurtók það, að hann dytti áfram ofan af einhverju. Nú spurði ég hvort röddin gæti sagt mér, hvernig konan hefði dáið og fór þá miðillinn að veina og bar sig mjög illa og strauk höndunum um lífið og stundi þunglega og sagði: „Henni er voðalega illt hérna“ og strauk þá miðillinn mjög mikið, með báðum höndum, um kviðinn á sér og sagði: „Það er eitthvað voðalega mikið að héma, sem veldur kvölunum, en svo losnar hún við þetta hérna og þá kemur hún til okkar.“ Ég skal skjóta því hér inn í, að faðir minn dó þannig, að hann var einn á ferð ríðandi, en hafði fallið af hestbaki og fann móðir mín hann örendan degi síðar, alllangt frá
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.