Fréttablaðið - 12.05.2011, Page 8

Fréttablaðið - 12.05.2011, Page 8
12. maí 2011 FIMMTUDAGUR8 Landsbankinn býður Pizza-Pizza ehf. til sölu landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn Hömlur ehf., dótturfélag Landsbankans hf., hefur falið Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans að annast sölu á öllu hlutafé í matvælafyrirtækinu Pizza-Pizza ehf. Pizza-Pizza ehf. er umboðsaðili Domino’s Pizza International á Íslandi og rekur 14 sölustaði undir vörumerki Domino’s. Söluferlið er opið öllum áhugasömum fjárfestum sem sýnt geta fram á fjárfestingargetu umfram 300 milljónir króna og hafa þekkingu og reynslu til að takast á við fjárfestingu af þessari stærð og í þessari atvinnugrein. Hægt er að nálgast nánari upplýsingar um söluferlið, stutta sölukynningu, www.landsbankinn.is. Frestur til að skila óskuldbindandi tilboði rennur út kl. 12:00, J Ó N S S O N & L E ’M A C K S • jl .i s • S ÍA Fastus ehf. | Síðumúla 16 | 108 Reykjavík | Sími 580 3900 | www.fastus.is SJÁVARÚTVEGUR Bæði útgerðarmenn og sjó- menn gera alvarlegar athugasemdir við fyrirhugaðar breytingar á lögum um stjórn fiskveiða, sem kynnt var í þingflokkum stjórn- arflokkanna í gær. Þeir óttast að fá ekki að njóta uppbyggingarstarfs á fiskistofnunum þrátt fyrir að hafa fært fórnir. „Okkur líst afar illa á þá búta sem hafa verið að sjást úr þessu frum- varpi í fréttum undanfarna daga,“ segir Friðrik J. Arn- grímsson, framkvæmda- stjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ). „Mér sýnist þetta jaðra við skemmdarverk á íslenskum sjávarútvegi, svo ég segi ekki meira.“ Hann segir frumvarpið ganga þvert gegn þeim markmiðum að byggja upp traust á því að hægt sé að byggja upp með varanlegum hætti í þessari atvinnugrein. „Núna er loksins að verða búið að byggja upp þorsk- stofninn með því að draga verulega úr aflaheimildum, og svo á að hirða stóran hluta af því og ráðstafa til strandveiðimanna, sem eru flestir búnir að selja afla- heimildir. Nú á að hirða heimildirnar af þeim sem keyptu af strandveiðimönnunum og láta þá hafa þær aftur,“ segir Friðrik. Sævar Gunnarsson, formaður Sjómanna- sambands Íslands, er einnig ósáttur við að sjó- menn fái ekki að njóta uppbyggingar á fiski- stofnunum. Hann segir sjómenn hafa misst tekjur og margir hafi misst vinnuna vegna aflasamdráttar undanfarinna ára. Nú þegar horfi til betri vegar eigi ábatinn að fara til annarra en þeirra sem fært hafi fórnirnar. Sævar, sem hafði ekki séð frumvarpið þegar Fréttablaðið hafði samband, gagnrýnir stjórnvöld fyrir að hafa ekki birt frumvarpið opinberlega fyrr. Ljóst sé að tekist verði á um málið og þá þurfi að fá það upp á yfirborðið sem fyrst. Friðrik gagnrýnir stjórnvöld fyrir skort á samráði við útvegsmenn. „Þetta svokall- aða samráð er bara sýndarmennska,“ segir Friðrik. Hann segir að kalla hefði átt hags- munaaðila að borðinu við undirbúning frum- varpsins. Þó að frestur verði gefinn til að gera athugasemdir bendi fæst til þess að stjórn- völd ætli sér að hlusta á andstæð sjónarmið í málinu. Framtíðarsýnin í sjávarútvegi, verði frum- varpið að lögum, er einföld, segir Friðrik: „Við verðum með mun lakari sjávarútveg en áður ef þetta gengur eftir, það blasir við, og þá lakari tekjur líka.“ Hann segir lítið vit í því að draga hundruð báta á flot til strandveiða yfir sumartímann, á meðan atvinnumenn í greininni séu atvinnu- lausir vegna skorts á aflaheimildum. brjann@frettabladid.is Óttast að fá ekki að njóta uppbyggingar fiskistofna Útgerðarmenn og sjómenn gagnrýna að fá ekki að njóta betra ástands fiskistofna eftir að hafa lagt mikið á sig til að byggja þá upp. Frumvarp um fiskveiðistjórnun jaðrar við skemmdarverk, segir framkvæmdastjóri LÍÚ. BREYTINGAR Útvegsmenn segja lítið vit í að draga hundruð báta á sjó til strandveiða á meðan atvinnumenn í greininni sitji atvinnulausir vegna skorts á aflaheimildum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN FRIÐRIK J. ARNGRÍMSSON SÆVAR GUNNARS SON UMHVERFISMÁL Svandís Svavars- dóttir umhverfisráðherra undir- ritar verndaráætlun Mývatns og Laxár í Mývatnsstofu á laugar- dag. Unnið hefur verið að vernd- aráætluninni um nokkurt skeið en áætl- unin leggur traustan grunn að verndun og uppbyggingu á svæðinu og markar tíma- mót í verndun Mývatns og Laxár. Lífríki Mývatns er einstætt og er talið að þar haldi sig fleiri andategundir en á nokkr- um öðrum stað á jörðinni. Í Mývatnssveit er náttúrufar afar fjölbreytt og landslag sérstætt. Mývatn og Laxá eru á skrá um alþjóðlega mikilvæg votlendis- svæði, samkvæmt Ramsar- sáttmálanum. - shá Verndaráætlun undirrituð: Mývatn og Laxá fá loksins skjól SVANDÍS SVAVARSDÓTTIR VEISTU SVARIÐ? 1. Hvaða frægi hjólabrettamaður er staddur á Íslandi? 2. Hvaða íþróttalið átti 100 ára afmæli í gær? 3. Hvað heitir verjandi Geirs H. Haarde fyrir landsdómi? SVÖR 1. Tony Hawk. 2. Valur. 3. Andri Árnason. UMHVERFISMÁL Þyrla Landhelgis- gæslunnar fór í gær í eftirlitsflug um friðlandið á Hornströndum þar sem sérstaklega var leit- ast við að finna merki um hvíta- birni á svæðinu. Mikill almenn- ur þrýstingur hefur verið um að farið yrði í slíkt flug, eftir að hvítabjörn var felldur í Rekavík bak Höfn 2. maí síðastliðinn, að því er segir í tilkynningu. Frá Ísafirði voru firðir og fjörur kannaðar frá Aðalvík að Furufirði. Hvorki hvítabirni né spor var að finna en gömul för sáust í snjóskafli skammt frá þeim stað sem björninn var felldur fyrir tíu dögum. Ágætt skyggni var til leitar, hæg breytileg átt en þó skýjað í 1.500 feta hæð. - shá Gæslan leitar bjarndýra í eftirlitsflugi yfir Vestfjörðum: Engin ný spor að sjá HÆLAVÍKURBANGSINN Þessi hvítabjörn var skotinn fyrir réttum tíu dögum. Engin ummerki eru um fleiri dýr. MYND/LHG

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.