Fréttablaðið - 12.05.2011, Síða 18

Fréttablaðið - 12.05.2011, Síða 18
12. maí 2011 FIMMTUDAGUR18 18 hagur heimilanna Þegar skipta þarf tertubotni í tvennt, til dæmis til að setja fyllingu á milli, þá er gott að nota tvinna eða tannþráð svo skurður- inn verði jafn. Fyrst skaltu skera beina línu með hníf allan hringinn og síðan leggur þú spottann í skurðinn, heldur í báða endana og dregur tvinnann í gegnum botninn. Einnig er hægt að nota þessa aðferð þegar skera á köku í jafnar sneiðar. Sérstakt átak Matvælastofnunar og heilbrigðiseftirlits með merk- ingu ofnæmisvalda í matvöru hefur skilað sér í aukinni árvekni neytenda. Jónína Stefánsdóttir, matvælafræðingur hjá Matvæla- stofnun, segir tíðari fregnir af inn- köllunum matvæla hafa gert það að verkum að fólk fylgist betur með og ábendingum til stofnunarinnar hafi fjölgað. Ríflega tveir þriðju hlutar allra innkallana Matvælastofnunar á matvöru það sem af er ári eru vegna ófullnægjandi innihaldslýs- ingar. Þá er yfir helmingurinn til kominn frá því í aprílbyrjun þegar eftirlitsátakið til að fylgjast með merkingum matvæla hófst. Meðal nýlegra innkallana má nefna kjúklingasúpu frá Ektafiski þar sem hveitis var ekki getið í innihaldslýsingu, en það er algeng- ur ofnæmisvaldur. Sama átti við um innköllun á Gunnars kokteil-, hamborgara-, sinneps-, graflax- og Dijon hunangssósum. Þá skorti á að í kassa með íspinn- um frá Emmessís, merktum Topp 5, væri getið um óþols- og ofnæm- isvaldana sojalesitín og hnetur (möndlur) sem er að finna í Daim- toppum. Alvarlegt jarðhnetuofnæmiskast drengs sem flytja varð á sjúkrahús varð til þess að móðir hans lét vita af því að Kryddkaka frá bakaríinu Hjá Jóa Fel væri ekki rétt merkt. Í kjölfarið kannaði Heilbrigðiseftir- lit Reykjavíkur málið og lét kalla inn vöruna. Jónína segir annars allan gang á því hvað verði til þess að vara sé innkölluð, hvort það sé eftir- lit heilbrigðiseftirlits, ábendingar einstaklinga eða heilbrigðisstarfs- fólks þar sem hægt hefur verið að greina uppruna ofnæmiskasta. Á vef Matvælastofnunar er áréttað að til að vernda heilsu neyt- enda sem þjást af fæðuofnæmi, eða -óþoli, sé mikilvægt að tryggja að fyrir liggi ítarlegar upplýsingar um samsetningu matvæla. Fjöldi innkallana vegna vanmerktra ofnæmis- og óþolsvalda á umbúð- um hafi orðið til þess að stofnunin hafi á vef sínum birt sérstaka upp- lýsingasíðu um merkingar ofnæm- is- og óþolsvalda og leiðbeiningar um hvernig beri að merkja þá á matvörum. olikr@frettabladid.is Móðir lét vita af of- næmisvaldi í köku Innköllunum vegna ofnæmisvalda og ófullnægjandi innihaldslýsinga matvöru hefur fjölgað mjög síðustu vikur. Í gangi er sérstakt eftirlitsverkefni Matvæla- stofnunar og heilbrigðiseftirlits. Fólk fylgist betur með en áður og lætur vita. 813 Innkallanir Matvælastofnunar það sem af er ári* Dags. Mál Vara 07.02.11 Mengun af völdum nóróveira Alletiders Frugt Hindbær 09.02.11 Grunur um díoxín Íslandsnaut hamborgarar/lasagne og Bónus borgarar 14.02.11 Grunur um listeríu Reykás grafinn lax 08.03.11 Vanmerktir ofnæmis- og óþolsvaldar Hagkaup pizza (pepperoni/skinka) 11.03.11 Lyfjavirk efni í vaxtarræktarvöru SuperPump 250 18.03.11 Vanmerktir ofnæmis- og óþolsvaldar Grænn kostur Hummus og döðluvefja 18.03.11 Vanmerktir ofnæmis- og óþolsvaldar Krónan Kartöflusalat 18.03.11 Vanmerktir ofnæmis- og óþolsvaldar Krónan „Lasagne ferskt“ 24.03.11 Vanmerktir ofnæmis- og óþolsvaldar Bónus Hrásalat og Kartöflusalat 25.03.11 Vanmerktir ofnæmis- og óþolsvaldar Kjarnafæði kartöflu- og hrásalat 31.03.11 Vanmerktir ofnæmis- og óþolsvaldar Fjöldi salata frá Salathúsinu 04.04.11 Mítlar í blönduðum ávöxtum Hagver blandaðir ávextir 06.04.11 Kristallamyndandi efni í fóðri Icelandpet gæludýrafóður 07.04.11 Vanmerktar umbúðir Goði blóðmör og Goði lifrarpylsa 07.04.11 Vanmerktir ofnæmis- og óþolsvaldar Emmessís Skafís/Rjómaís með Daim-kúlum 08.04.11 Óleyfileg litarefni í fæðubótarefnum EAS Myoplex og Finish 13.04.11 Vanmerktir ofnæmis- og óþolsvaldar Euroshopper Fish Fingers 15.04.11 Vanmerktir ofnæmis- og óþolsvaldar Krónan Bragðarefur 26.04.11 Vanmerktir ofnæmis- og óþolsvaldar Kryddkaka frá Hjá Jóa Fel 26.04.11 Vanmerktir ofnæmis- og óþolsvaldar Topp5 ís frá Emmessís 03.05.11 Vanmerktir ofnæmis- og óþolsvaldar Gunnars Majones sósur 09.05.11 Vanmerktir ofnæmis- og óþolsvaldar Kjúklingasúpa frá Ektafiski *Frekari upplýsingar um vöruheiti, framleiðanda og framleiðsludagsetningar innkölluðu vörunnar er að finna á vef Matvælastofnunar, www.mast.is. Í BÚÐINNI Alla jafna er innihaldslýsing vöru ítarleg enda löggjöf sem kveður á um hvernig að henni skuli staðið orðin nokkurra ára gömul. Nokkur misbrestur hefur hins vegar reynst á að ofnæmis- og óþolsvalda sé getið. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI ÓB, sem er í eigu Olíuverzlunar Íslands, mátti auglýsa að þar væri besta veðrið, samkvæmt úrskurði áfrýjunarnefndar neytendamála. Skeljungur kærði ÓB til Neyt- endastofu á síðasta ári vegna aug- lýsingu bensíns ÓB. Auglýsingin var lesin í útvarpi og hljóðaði svo: „ÓB, besta veðrið.“ Að mati Skeljungs fól auglýs- ingin í sér brot gegn ákvæðum laga um eftirlit með viðskipta- háttum og markaðssetningu. „Nokkuð augljóst sé að ÓB geti ekki staðið við það að á bensín- stöðvum þess sé besta veðrið. Kærandi telji því að í auglýs- ingunni sé verið að vísa til þess tungubrjóts að segja „veðrið“ í staðinn fyrir „verðið“ og öfugt, sbr. tungubrjótinn: „Það er farið að verða verra ferðaveðrið.“ [...]“, er kemur fram í úrskurði áfrýj- unarnefndar neytendamála. Fram kemur einnig í bréfi kæranda að Orkan, sem er rekin af Skelj- ungi, sé í flestum tilfellum með ódýrara bensín en ÓB. ÓB hætti útsendingu auglýs- inganna og ákvað Neytendastofa því ekki að aðhafast meira í mál- inu. Þá niðurstöðu staðfesti áfrýj- unarnefndin eftir að Skeljungur áfrýjaði málinu í upphafi árs. - sv Skeljungur kærði ÓB vegna tungubrjóts í auglýsingu: ÓB var heimilt að auglýsa besta veðrið GOTT VEÐUR HJÁ OLÍS ÓB tók auglýs- ingu úr birtingu eftir kæru Skeljungs. GÓÐ HÚSRÁÐ Skipta tertubotni Botninn skorinn með tvinna Fram kemur á vef Matvælastofnunar (www.mast.is) að samkvæmt reglugerð séu helstu ofnæmisvaldar: „Allt korn sem inniheldur glúten (hveiti, rúgur, bygg, hafrar, spelt og kamut), egg, fiskur, jarðhnetur, sojabaunir, mjólk (þ.m.t. laktósi), hnetur (möndlur, heslihnetur, valhnetur, kasúhnetur, pekan- hnetur, pistasíuhnetur og macadamia-hnetur), sellerí, sinnep, sesamfræ, brennisteinsdíoxíð og súlfít, úlfabaunir, krabbadýr og lindýr.“ Ofnæmisvaldar KRÓNUR er lítraverðið á rjóma samkvæmt nýjustu mælingu Hagstofu Íslands. Lítraverðið var 654 krónur snemma árs 2008 og hefur síðan hækkað um 24 prósent. Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, þarf ekki að hugsa sig lengi um þegar hún er spurð um bestu kaupin sem hún hafi gert. „Það eru tvímælalaust gönguskórnir mínir. Ég keypti þá fyrir átján árum og nota þá enn í dag. Þeir voru mjög dýrir á sínum tíma en reyndust hverrar krónu virði.“ Svo skemmtilega vill til að verstu kaup sem Erna hefur gert tengjast einnig hreyfingu eða mögulega hreyfingarleysi. „Ég gerði mín verstu kaup þegar ég fjár- festi í þrekhjóli á sínum tíma. Það er eitt- hvað það allra leiðinlegasta sem ég hef eignast og endaði með því að eftir nokkrar árangurslausar tilraunir gaf ég bróður mínum það. Ég keypti mér í staðinn alvöru hjól, sem reyndist mun betri fjárfesting.“ NEYTANDINN: ERNA HAUKSDÓTTIR FRAMKVÆMDASTJÓRI Gönguskór bestu kaupin … og passar með öllu www.ms.is H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.