Fréttablaðið - 12.05.2011, Page 35

Fréttablaðið - 12.05.2011, Page 35
FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 2011 Veitingastaðurinn Italiano að Hlíðasmára 15 býður upp á girnilegar þunnbotna pizzur sem bakaðar eru í funheitum steinofni. Högni Jökull Gunnarsson, sem er eigandi veitingastaðarins og pizzerí- unnar Italiano ásamt Mörtu Hall- dórsdóttur, hefur lifað og hrærst í pizzuheiminum um langa hríð. „Ég byrjaði á botninum og hef unnið mig upp á við,“ segir hann glaðlega en Högni hóf störf sem pizzasendill meðfram námi, gerðist síðar pizzu- bakari, þá yfirmaður og tók loks við rekstri pizzastaðar. Um tíma átti hann hlut í Hróa Hetti en fyrir ári stofnaði hann veitingastaðinn Ital- iano sem hefur mælst vel fyrir hjá pizzuunnendum á Íslandi. „Við bjóðum upp á þunnbotna pizzur með ferskri sósu, ostinum undir og fyrsta flokks hráefni ofan á. Pizzan er bökuð á steini í ofni og verður þannig ákaflega bragðgóð,“ lýsir Högni og telur upp fleira sem er í boði á Italiano. „Við bjóðum upp á fersk salöt sem hægt er að bæta í kjúklingi, humar, nachos og nánast hverju sem er. Við erum með speltpizzur, brauðstangir og hvítlauksbrauð og því geta allir fundið eitthvað við sitt hæfi,“ segir hann. Andrúmsloftið á Italiano er afar þægilegt. Salurinn tekur allt að 80 manns í sæti og þar er hægt að setjast niður og eiga góðar stund- ir. „Gestir okkar sitja oft lengi og spjalla enda spilum við notalega tónlist á staðnum,“ segir Högni og bætir við að gestir geti einnig gætt sér á rauðvíni eða hvítvíni með matnum enda staðurinn með vínveitingaleyfi. Italiano er afar fjölskylduvænn. „Við erum með mjög gott barna- horn þar sem börn geta leikið sér, lesið eða horft á dvd,“ segir Högni en börnin geta komið sér notalega fyrir undir teppum og með púða. „Við viljum að fjölskyldan geti átt notalega stund saman og að krakk- arnir þurfi ekki að láta sér leiðast meðan þau bíða eftir matnum.” Góðri kvöldstund á Italiano má svo ljúka með dýrindis eftirrétti en gestir geta valið milli hins ít- alska tíramísú, heitrar súkkulaði- tertu og vanilluíss með súkkulaði- sósu auk ekta ítalsks illy-eðal- kaffis. Fólk ætti því ekki að verða fyrir vonbrigðum með máltíð á Italiano Pizzeria. Italiano fagnar eins árs afmæli sínu Í opnunarpartíi Italiano fyrir ári spiluðu Sjonni Brink og Gunni Óli við mikinn fögnuð viðstaddra. Börnum líður vel í barnahorninu. Á veitingastaðnum Italiano er boðið upp á ýmis girnileg tilboð. Hádegistilboð er í boði alla daga frá 11 til 14. Ávallt er boðið upp á pizzu mánaðarins og er hún með verulegum afslætti í sal. Á föstudögum er upplagt að slaka aðeins á en þá er boðið upp á 2 fyrir 1 af köldum bjór með keyptum mat. Sunnudagar eru fjölskyldu- dagar á Italiano. Þá fá börn upp að 12 ára aldri frítt að borða. Það er ein barnamáltíð fylgir frítt með þegar fullorðinn kaupir mat og drykk. Í barnamáltíð felst pizza, calzone eða brauðstangir og drykkur. Auk þess fá öll börn glaðning sem þau fá að velja úr stórum dalli. Starfsfólk Italiano tekur vel á móti hópum og býður sérstök til- boð fyrir þá. Til dæmis geta hópar sem telja fleiri en 10 fengið hlað- borð af ýmsum pizzum af mat- seðli. Þannig getur fólk smakkað margar pizzur. Við það myndast skemmtileg stemning enda gaman fyrir fólk að geta smakkað pizzur sem það venjulega pantar ekki. Einnig er Italiano í sam- starfi við limo.is sem býður upp á hvítan Hummer sem tekur 16 farþega. Hægt er að panta fyrir hópa pizzur, drykki og akstur með limo.is fyrir aðeins 3.900 krónur á mann. Þeir sem sækja pizzuna á stað- inn og fara með heim njóta góðs af. 20% afsláttur er veittur af mat- seðilspizzu en 30% afsláttur ef viðskiptavinir velja áleggið sjálfir. Pizza er ekki bara pizza Italiano er í alfaraleið við Reykjanes- braut beint fyrir ofan Smáralind. Högni er með áratugareynslu í pizzabakstri og velur steinofna.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.