Fréttablaðið


Fréttablaðið - 12.05.2011, Qupperneq 56

Fréttablaðið - 12.05.2011, Qupperneq 56
12. maí 2011 FIMMTUDAGUR40 bio@frettabladid.is > MÆÐRADAGURINN MIKILVÆGUR Mun meira var um að fjölskyldur færu í bíó í Bandaríkjunum á hinum ameríska mæðradegi en kvikmyndaver höfðu gert ráð fyrir. Þótt stórmyndin Þór hafi notið mestra vinsælda þá nutu róm- antískar gamanmyndir á borð við Something Borrowed og Jumping the Broom einnig góðs af deginum og rufu 10 milljón dollara markið. Varla líður sú vika að Rachel Weisz sé ekki orðuð við eitthvert stórhlutverkið í Hollywood. Síðast var það vonda nornin í Oz í kvikmynd Sam Raimi og nú er það aðalkvenhlutverkið í The Bourne Legacy, sjálfstæðu framhaldi af þrí- leiknum um Jason Bourne. Matt Damon hefur sem kunnugt er tilkynnt að hann hyggist ekki leika í fleiri kvikmyndum um minnislausa njósnarann og því hefur verið gripið til þess ráðs að búa til hliðar- sögu út frá seríunni með Jeremy Renner í hlutverki leyniþjónustumanns. Hann verður úti í kuldanum hjá mun hættu- legri stofnun en þeirri sem Matt Damon mátti glíma við. Ráðgert er að Tony Gilroy muni leik- stýra myndinni og að tökur hefjist í september. Það gæti hins vegar stefnt þátttöku Weisz í tvísýnu þar sem hún mun þá að öllum líkind- um vera að leika í Oz-myndinni. Rachel Weisz er sem kunn- ugt er hætt með leikstjór- anum Darren Aronofsky og hefur í kjölfarið sökkt sér í vinnu. Á næstunni má sjá hana í kvikmyndum á borð við The Deep Blue Sea og þá er hún að vinna með leik- stjóranum Fernando Mei- relles í kvikmyndinni 360 ásamt Jude Law, Anthony Hopkins og Ben Foster. Framhald af Bourne í bígerð SAMAN Í BOURNE Rachel Weisz er orðuð við ansi mörg hlutverk þessa dagana, það síðasta er í fjórðu Bourne-myndinni ásamt Jeremy Renner. Fjársjóðsleit stórmynda- framleiðandans Jerry Bruckheimer skilaði sér þegar hann ákvað að gera mynd um sjóræningja. Fjórða myndin um Jack Sparrow var frumsýnd á Cannes í gær. Það var mikið um dýrðir þegar stjörnum prýddur leikarahóp- ur Pirates of The Caribbean: On Stranger Tides rölti niður rauða dregilinn í Cannes. Fjórða mynd- in í sjóræningjamyndaflokki Jerry Bruckheimer er orðin að veruleika með eilitlum breyt- ingum þó. Orlando Bloom, Keiru Knightley og leikstjóranum Gore Verbinski var sparkað frá borði en í þeirra stað eru komin Ósk- arsverðlaunaleikkonan Penélope Cruz, sem þykir taka sig vel út í sjóræningjabúningi, og Ósk- arsverðlaunaleikstjórinn Rob Marshall. Fjórða myndin fjallar reyndar um kunnuglegt stef, hún segir frá leit Jack Sparrow og félaga hans að Æskulindinni. Bar- bossa, í meðförum Geoffry Rush, er aldrei langt undan og nýr óvin- ur, Blackbeard, er rétt við sjón- deildarhringinn (þeirri persónu hefur reyndar brugðið fyrir í ansi mörgum sjóræningjamyndum og -þáttum). Flestir kvikmyndaspekúlantar voru sammála um Jerry Bruck- heimer hlyti annaðhvort að vera klikkaður eða hefði einfaldlega ekki séð Cutthroat Island eftir Renny Harlin þegar framleiðand- inn tilkynnti að hann hygðist gera sjóræningjamynd. Innblástur- inn fékk hann frá skemmtigarði í Disney World. Sömu spekúlantar hafa sennilega skellt upp úr þegar Bruckheimer tilkynnti að Johnny Depp myndi leika aðalhlutverkið. En framleiðandinn fékk byr í öll segl því fyrsta myndin, Pirates of the Caribbean: The Curse of the Black Pearl, sigldi á fullri ferð í efstu hæðir miðasölunnar. Hún skilaði 514 milljónum dollara í gróða og öllum var ljóst að Bruck- heimer ætlaði ekki að fella seglin og liggja fyrir akkeri. Að sjálfsögðu var um að ræða þríleik og þremur árum seinna birtist Dead Man‘s Chest. Áhorf- endur flykktust í bíó, elskuðu Johnny Depp í hlutverki hins óskiljanlega Sparrow og dáðust að hinni hugrökku Elizabeth og undarlegu ástarsambandi hennar og Williams. Enda fór það svo að myndin skilaði 840 milljóna doll- ara gróða. Dómarnir voru reynd- ar ekkert sérstakir, gagnrýnend- ur voru sammála um að númer tvö bæri þess glögg merki að vera einhvers konar forleikur að síðasta kaflanum. Bruckheimer sparaði heldur ekkert krónurnar í þriðju mynd- ina, At World‘s End, hún kostaði 300 milljónir í framleiðslu. En hún olli sárum vonbrigðum, krafturinn sem hafði einkennt fyrstu myndina var víðsfjarri, söguþráðurinn rugl- ingslegur og ótrúverðugur (eins gáfulega og það kann að hljóma um sjóræningjamynd). Gróðinn varð engu að síður umtalsverður, 660 milljónir dollara. Myndirnar þrjár hafa því skilað tveimur milljörð- um dollara í gróða sem er stjarn- fræðileg upphæð í íslenskum krón- um talið: 227 milljarðar. En það er ámóta mikið og ríkið hefur eytt í að endurreisa fjármálafyrirtæki og tryggingarfélög síðustu tvö ár. freyrgigja@frettabladid.is Fjársjóður frá Hollywood GULLNÁMA Johnny Depp og Penélope Cruz sem Jack Sparrow og Angelica ásamt Ian McShane í hlutverki Blackbeard, hins goðsagnakennda sjóræningja. Flestar táningsstúlkur og mæður þeirra þekkja Robert Pattinson eða vampíruper- sónuna hans, Edward Cullen, úr Twilight- myndunum. En um helgina gefst fólki tæki- færi til að sjá þennan mikla hjartaknúsara 21. aldarinnar í nýju hlutverki í ástarmynd- inni Water for Elephants. Myndin segir frá Jacob, nema í dýralækningum, sem hættir námi og fer í sirkus eftir að foreldrar hans deyja. Þar kynnist hann hinni undurfögru Mar- lenu, eiginkonu sirkusstjórans, og verður um leið ástfanginn. Meðal annarra leikara í mynd- inni má nefna Christoph Waltz og Reese Witherspoon. Paul Bettany var spáð miklum frama í Hollywood þegar hann hreppti hlutverk munksins Silas í The Da Vinci Code sem Ing- var E. Sigurðsson reyndi einu sinni við. En hann hefur ekki alveg náð að fylgja því eftir og kvikmyndin Priest gefur ekki mikla ástæðu til bjart- sýni. Myndin segir frá presti á miðöld- um sem hyggst bjarga systur sinni frá vampíruhópi. Þriðja mynd helgarinnar er síðan enn ein b-myndin frá Nicholas Cage og heitir Drive Angry. Eins ótrúlega og það kann að hljóma segir myndin frá Milton , föður í hefndarhug, sem snýr aftur til jarðar eftir vist í helvíti. HJARTAKNÚSARI Robert Pattinson leikur aðalhlutverkið í rómantísku kvikmyndinni Water for Elephants. Woody Harrelson hefur samþykkt að leika í hasar/ drama-kvikmyndinni The Hunger Games eftir leik- stjóra Seabiscuit, Gary Ross. Myndin er byggð á samnefndri bók Suzanne Collins sem notið hefur mikilla vinsælda og segir frá ansi blóðugri keppni þar sem verðlaunin eru lífið sjálft. Harrelson mun leika Haymitch Abernathy, drykkfelldan kepp- anda sem hefur yfir sér goðsagnakenndan blæ. Meðal annarra leikara í mynd- inni má nefna Elizabeth Banks, Liam Hemsworth og Stanley Tucci en aðal- hlutverkin verða í höndun- um á Josh Hutcherson og Jennifer Lawrence. Har- relson hefur smám saman verið að koma ferli sínum aftur á réttan kjöl eftir smá brotsjó og leikur á næstunni í kvikmyndun- um Friends with Benefits með þeim Milu Kunis, Justin Timberlake og Rampart. The Hunger Games er væntanleg í kvikmyndahús 2012. Harrelson í hasar Alec Baldwin hefur verið látinn fara úr söngleikjamyndinni Rock of Our Ages. Engar ástæður eru gefnar fyrir brotthvarfi Baldwin en hann átti að leikan skemmti- staðaeigandann Dennis Dupree. Baldwin hefur auðvitað farið á kostum í 30 Rock og átt ágætis kvikmyndir inn á milli, meðal annars The Departed, en leikstjórinn Adam Shankman hefur augljóslega ekki haft trú á hæfileikum leikarans. Hvort brotthvarf Baldwins tengist því að nýlega var tilkynnt að Tom Cruise, Russell Brand, Malin Akerman, Paul Giamatti og Catherine Zeta-Jones hefðu bæst í hópinn skal hins vegar ósagt látið. Ekkert rokk fyrir Alec Baldwin ALEC BALDWIN WOODY HARRELSON Vampíruleikari á nýjum slóðum FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN MEIRA AF LANDSBYGGÐINNI Meira sjónvarp, meira útvarp, meiri fréttir, meiri upplýsingar, meiri umræða, meira líf, meiri íþróttir, meiri virkni, meira úrval. Þú færð meira af öllu á Vísi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.