Fréttablaðið - 22.08.2011, Page 37

Fréttablaðið - 22.08.2011, Page 37
MÁNUDAGUR 22. ágúst 2011 3 „Það er talsverð umfjöllun í fjöl- miðlum um hönnuði, hlutina þeirra og hvað þeir eru að gera. Mig langaði hins vegar til að fjalla um hönnun í víðara samhengi, hvað er hönnun? Hvar liggja verð- mætin? Hvernig hönnun getur nýst í stærra samhengi?“ útskýr- ir Sóley Stefánsdóttir, grafískur hönnuður, en hún flytur vikulega pistla í Ríkisútvarpinu um hönn- un. Pistlarnir eru á dagskrá í þættinum Víðsjá á miðvikudögum klukkan 17.03 og hafa þrír pistlar þegar farið í loftið. „Ég byrjaði á að fjalla um hvað hönnun er, svo tók ég umhverfis- mál fyrir, hönnun sem vandamál og hönnun sem lausn og í þriðja pistlinum talaði ég um arðsemi hönnunar fyrir samfélagið,“ segir Sóley. „Í framhaldinu langar mig að fjalla um hönnun og þróunar- starf og verkefni sem hönnuðir hafa unnið í innri uppbyggingu samfélags, svo sem í heilbrigðis- kerfinu,“ bætir Sóley við, en alls verða pistlarnir 6. „Eins er ég að vinna verkefni þar sem ég held því fram að hönn- un sé afl til breytinga, til dæmis til jafnréttis, að hægt sé að skoða veröldina með hugmyndafræði hönnunar, líka kynjaða hugmynda- fræði, og nota hönnun til að þoka okkur í rétta átt í jafnréttismál- um.“ Sóley situr fyrir hönd mennta- málaráðuneytisins í nefnd um mótun hönnunarstefnu fyrir Ísland ásamt Höllu Helgadóttur og Sigurði Þorsteinssyni. Nefndin hóf störf í byrjun þessa árs og segir Sóley vinnuna ganga vel. „Við vorum með hugmynda- fund í upphafi sumars. Þar var fulltrúum hönnuða og atvinnulífs stefnt saman og fagfélög hönnuða kynntu sínar hugmyndir. Næst- komandi föstudag verður síðan haldin ráðstefnan Nýr farvegur, í Hörpunni. Hún er frekar miðuð að viðskiptalífinu og stofnunum, og reynt verður að varpa ljósi á möguleika hönnunar og einnig að auka tiltrú á þeim verðmætum og tækifærum sem liggja í hönnun,“ útskýrir Sóley. Í kjölfar ráðstefnunnar mun nefndin skrifa stefnu fyrir hönnun á Íslandi. Sóley hefur því verðugt verkefni fyrir höndum. En hlustar fólk á pistla um hönnun í útvarpi? „Já, ég hef fengið góð viðbrögð frá fólki á förnum vegi. Það er líka skemmtileg reynsla að vinna í útvarpi og áskorun hvernig ég á að koma því sem ég vil segja til skila án þess að sýna myndir, því hönn- un er frekar myndrænt fag. En vonandi geri ég eitthvert gagn,“ segir Sóley hlæjandi. Næsti pistill verður á dagskrá klukkan 17.03 á miðvikudaginn en eldri pistlana má nálgast á heima- síðu ruv, www.ruv.is Upplýsingar um ráðstefnuna á föstudaginn sem er öllum opin, er að finna á www.honnunarmidstod. is. heida@frettabladid.is Afl til breytinga Sóley Stefánsdóttir, grafískur hönnuður situr í nefnd um mótun hönnunarstefnu fyrir Ísland. Hún flytur einnig áhugaverða pistla um hönnun í Ríkisútvarpinu á miðvikudögum. Sóley Stefánsdóttir flytur pistla um hönnun á RÚV. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN SPANHELLUBORÐ Á SPENNANDI VERÐI ! ( fullt verð Kr. 137.400 ) 94.900 í ágúst meðan birgðir endast nú aðeins Tilboð 69.400 Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517-6460 www.belladonna.is Stærðir 40-60. Flott föt fyrir flottar konur, Útsölu- lok 50% aukaafsláttur af úts öluvörum reiknast við kassa 30 - 50% afsláttur af útsöluvöru Forn-Grikkir fundu upp nokkurs konar vekjaraklukku í kringum 250 fyrir Krist. Til þess nýttu þeir sér þekkingu sína á sjávarföllum. Þar sem þeir vissu að flóð og fjara skiptust á með reglulegu millibili ákváðu þeir að láta vatnsmagnið stjórna klukkunni. Þegar vatnsyfirborðið hafði náð tiltekinni hæð setti það af stað keðjuverkun sem leiddi að lokum til þess að blásið var í flautu sem gaf tímann til kynna. Það var síðan Levi Huchins sem fann upp fyrstu vélrænu vekjaraklukkuna árið 1787. Hún hringdi alltaf á sama tíma, klukkan fjögur um nótt. Seth E. Thomas fékk síðan árið 1876 einka- leyfi á klukku sem gat hringt á hvaða tíma sem er. Heimild: www.visindavefur.hi.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.