Íslendingur


Íslendingur - 25.06.1968, Blaðsíða 3

Íslendingur - 25.06.1968, Blaðsíða 3
Málning hf. kynnti fram- leiðslu sína á Akureyri Togbáturinn „Drangey" £ Sauðárkrókshöfn, en báturinn var keyptur til Sauðárkróks fyrir rúmum þrem mánuðum. Á þeim tíma hefur hann aflað taisvert á 6. hundrað tonn og hefur sá afli skapað 50—60 manns vinnu að staðaldri. (ísl. mynd: — herb.) Afli togbátanna hefur verið mikill, en smæð fiskjarins veldur stórvanda — í stærstu smábátaútgerðarhöfninni, Húsavík, hefur borizt á land meira en helmingi minni afli en í fyrra Fyrir skömmu komu til Akur- eyrar efnafræðingur og sölustj. Máiningar hf. í Kópavogi og héldu þeir kynningarfund í Sjálf stæðishúsinu með byggingar- mönnum frá Akureyri, Húsavík og víðar. Kynntu þeir hinar ýmsu framleiðsluvörur fyrirtæk is síns og svöruðu fyrirspurnum. — Wr þetta merk nýjung og fyllilega eftirbreytniverð. Á fundinum ræddi Gísli Þor- kelsson efnaverkfræðingur um framleiðslu Málningar hf. og gerði grein fyrir ýmsum fram- leiðsluvörum, einkum þeim nýj- ustu, s.s. viðariökkunum ÞEL- MATT-lakk og LEIFTUR-lakk. Þá svaraði Gisli mörgum fyrir- spurnum, ásamt Halldóri Ó. Stefánssyni sölustjóra, m.a. um margar hinar þekktustu máln- ingarvörur fyrirtækisins, eins og SPRED SATIN innanhúss og ÚTI SPRED utanhúss, EPOXY lökk o.m.fl. Málning hf. er stöðugt á ferð- inni með endurbætur og nýj- ungar og eru framleiðsluvörur fyrirtækisins i fremstú röð i heiminum.og.þó sérstaklega fyr- ir íslendinga, þar sem þær eru 'í mörgum atriðum sniðnar við okkar sérkröfur. Þá er það og athyglisvert almennt við fram- leiðslu islenzku -málningarverk- smiðjanna, að verð hennar er yfirleitt til muna lægra en á er- lendri framleiðslu, eftir gengis- fellinguna I vetur, eða allt aö helmingi lægra. Umboð Málningar hf. S Akur- eyri hefiir Byggingavöruverzlun Akureyrar hf., en i Húsavík Haf- liði Jónsson. Blaðið hefur leitað sér upp- lýsinga um aflabrögð við Norð- urland frá áramótum. Aðeins togveiðar hafa gengið sæmilega og raunar mjög vel, miðað við miklar frátafir, vegna ógæfta og haffss. Hins vegar hcfur togfisk- urinn verið eintómur smáfiskur, seinunninn og léleg söiuvara. Aðrar veiðar liafa gengið langt fyrir ncðan ineðallag, og hefur þar lagzt á eitt aflatregða, ógæft- ir og liafís. Þá liafa neta- og línu- bátar orðið fyrir gífurlegu veið- arfæratjóni, af völduni hafissins, svo og gráslepputrillur. — Heild- arútkoman hjá útgerð Norðlend- inga fyrri helming þessa árs er því harla bágborin yfirleitt, nánast ömurleg, og ber brýna nauösyn til að hið opinbera rannsaki ástandið og veiti alla þá aðstoð, sem auöið er, svo að afleiðlngin verði ekki alvarlegri en óhjákvæmilegt er. Eins og fyrr segir, hafa tog- bátarnir aflað vel. Aflahæstu tog bátarnir munu vera skutttogar- inn „Siglfirðingur" með tæp 1000 tonn, Dalvikurbátarnir „Björg- vin“ og „Björgúlfur" með um hálft 9. hundrað tonn hvor. „Snæfell", sem landað hefur í Hrísey, og „Súlan", sem landaði í Ólafsfirði, með nokkuð á 8. hundrað tonn hvor. Þá er nýji Sauðárkróksbáturinn „Drangey" kominn með talsvert á 6. hundr- að tonn á skömmum tíma. Allir þessir bátar halda áfram tog- veiðum enn um sinn, nema „Súl- an“, sem er hætti' Sem dæmi um þaðr hve afla- magnið hefur aukizt með tog- veiðunum nú, má nefna, að fyrstu 4 mánuði ársins bárust á land um 2.550 tonn í Ólafsfirði á móti um 1.750 tonnum sama tímabil í fyrra. Gagnstætt dæmi um smábáta- aflann er frá Húsavik, þar sem komin eru á land tæp 1.100 tonn frá áramótum, en á sama tfma í fyrra bárust þangað um 2.500 tonn. Hefur þó að undanfömu borizt nokkuð af togfiski til Húsavíkur, jafnvel af bátum frá Suður- og Suð-Vesturlandi, sem sótt hafa hingað norður fyrir land. Þessi „eini“ fiskur það sem af er árinu, togfiskurinn, hefur, eins og þegar er komið fram, verið eintómir smátittir, sein- unninn i frost og óhæfur í salt, en svo sem kunnugt er til litils að hengja hann upp í skreið. Arðurinn af þessu afla verður þvi naumast mikill fyrir útgerð- ina og vinnslukostnaðurinn gff- urlegur, enda eru frystihúsin að gefast upp á honum. Viö kjörborðið Á sunnudaginn kcmur verða i annað sinn frá stofnun is- Icnzka Iýðveldisins 1944 al- mennar kosningar um forseta. Tveir þjóðkunnir menn eru í kjöri, dr. Gunnar Thoroddsen scndiherra og dr. Iíristján Eld- jám þjóöminjavörður. Báðir eru gagnmenntaðir menn, hvor á sínu sviði, og hinir mætustu í hvívetna, en hæfileikar þeirra til að gegna' forsetaembættinu eru hins vegar vissulega mis- munandi. Aöalstarf forscta íslands er fyrst og fremst í senn starf stjórnvísindamanns og starf diplómats. Það er alveg ótví- rætt, að menntun og störf dr. Gunnars falla ólíkt betur að forsetaembættinu en dr. Kristjáns. Stefni þjóðin að því, að tryggja sem traustasta fram- kvæmd á þeim tveim aöalþátt- um forsetastarfsins, sem hér hafa vcrið nefndir. hlýtur hún að velja dr. Gunnar Thorodd- sen. Það er og enn eitt stóratriði, sem hnígur að sama vali. Ýms- ir hclztu stuðningsmenn dr. Kristjáns hafa lagt á það höf- uðáherzlu, að þessar kosningar snúist einnig um utanríkis-- málaslefnu þjóðarinnar. Að vísu koma þær ekki til með að gera það beinlínis, þar sem for- sctinn hefur ekki þau völd, að geta skipað utanríkismáluin að eigin geðþótta. Hitt er jafn ljóst og sannreynt frá liðnum áratugum, að forsetinn hefur mikil áhrif á mótun utanríkis- málastefnunnar með ráðgjafar- störfum á innlcndum vettvangi og framkomu við erlenda aðila. Af orðum stuöningsmanna dr. Kristjáns er augljóst, að kosn- ing hans þýddi f þeirra auguni verulegan móralskan stuðning við baráttu þcirra gegn núver- andi utanríkismálaslefnu og eindrcginni sapistöðu með vest- rænuni þjóðum. Þeir sem ekki vilja lyfta undii slík öfl, hljóta því einnig að kjósa dr. Gunnar. Gróusögur í sambandi við þessar kosn- ingar, hefur það hörmulega gerzt, að slcfburður og róg- burður hefur gengið út yfir heilbrigt mat á forsetaefnun- um. Svo rammt hcfur kveðið að þessum ósóma, að út yfir tekur allar prestskosningar, sem þó eru landsfrægar að endemum. Það er einkum dr. Gunnar og fjölskylda hans, scm orðið hef- ur fyrir barðinu á þessu. Dr. Kristján og hans fjölskylda hafa cinnig fundið af þvi smjör þefjnn, en aðeins hverfandi. Þetta er vissulega hörmulegt og þjóðinni til mikillar van- sæmdar, að nokkrir undir- heima-slcfberar skuli vera þess megnugir, að draga svo mikils- vert mál niður f svaöið. Það yrði þjóðarhneyksli, cf slíkt réði einhverju um úrslit kosn- inganna. Stuöningsmenn Eins og kunnugt er, njóta báðir frambjóðendur stuðnings úr öllum stjómmálaflokkum. Það er þó vitað að stjórnmál skipta verulegu máli í sam- bandi við kosningarnar, ckki sízt hvað varöar utanríkismál- in, eins og þegar hefur vcrið vikið að. Og mikið kapp hefur verið lagt á það af beggja hálfu að tryggja sér stuðnings scm flestra stjórnmálamanna. Þótt erfitt sé að skera sund- ur línur í þcssu efni, þá cr þó ljóst, að í sambandi við utan- ríkismálln skerast þær greini- lega. Einu hópar stjórnmála- manna og þeirra, sem f stjórn- mál blanda sér, er tekið hafa opinbera afstöðu, eru kommún- istar og vinstri-Framsóknar- menn. Þeir styðja dr. Kristján. Þcir eru hinir einu, scm kjósa eftir ákvcðinni stjórnmálalfnu í þcssum kosningum. Að öðru lcyti er það helzt að segja um stuðningsmenn for- setaefnanna úr röðum stiórn- málanna, að dr. Gunnar mun njóta stuönings formanna allra flokka, nema Alþýðubandalags- ins, og allra þingmanna stjóm- arflokkanna, nema <‘ins úr Framh. á bls. 10. — Mér er engin launung á því, að ég styð Kristján Eld- járn, segir Georg ... nokkr- um vikum eftir að hann varð skrifstofustjóri hjá Krlstjáni. Ert’ ekki hlssa? Það cr víðar fyigið en mann grunaði!!! 3 ÍSLENDINGUR

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.