Íslendingur


Íslendingur - 25.06.1968, Qupperneq 8

Íslendingur - 25.06.1968, Qupperneq 8
gefur: stálharða og ólsetga plasthúð. þolir: vítisóda, sýrur, sterk uppiausnarefni. hentugt: á gólf, veggi, áhöld og vélar. fyrír: frystihús, skip, verkstœði, verksmiðjur og ganga. LAKK MÁLNING H.F. linboð á Akureyri: BYGGINGAVÖRUVERZLUN AKUREYRAR — Sími 1-1538 Umboð á Húsavík: HAFLIÐI JÓNSSON - Sími 4-11-49 TIL SÖLU STÓRT EINBÝLISHÚS í innbænum. Góðir greiðsluskilmálar. ÞRIGGJA HERBERGJA ÍBÚÐ í Glerárhverfi. Teppalögð. EINBÝLISHÚS og ÍBÚÐIR í flestum hverfum bæjarins. RAGNAR STEINBERGSSON, HRL., Hafnarstræti 101 — Sími 1-17-82. Frá Akureyrarkirkju Frá 12. júní n.k. verður kirkjan opin virka daga kl. 10—12 f.h. og 2—4 e.h., sunnudaga kl. 2—4 e.h. Þeir, sem aka um kirkjulóðina, eru beðnir að aka eftir stefnumerkjum. Bifreiðaeigendur!1 Bifreiðaverkstæði! ER GÆÐA VARA HLJÓÐKÚTAR og PÚSTRÖR í: Chevrolet, Opel, Vauxhall, Volvo, Landrover, Willy’s, Cortina, Taunus Skoda, Dodge, Ford o.fl. PÚSTRÖRAEFNI, SPENNUR, FESTINGAR, KRÓMENDAR o.fl. SENDUM, GEGN KRÖFU. ÞÖRSHAMAR H.F. - Valahlutaverzlun SÍMI 1-27-00 / bækur Þrjár nýjar AB-hækur THE GOLDEN ICELAND Þegar franski rithöfundurinn Samivel gaf út fyrir fjórum ár- um bók sína Gull íslands (L‘Or de l‘Islande), þótti einsætt, að þar væri komið til sögunnar landkyningarrit, sem að Iist- rænni gerð lesmáls og mynda bæri verulega af flestum sam- kynja bókmcnntum. Hlaut hún strax einróma lof franskra gagn- rýnenda, sem töldu bókina eiga vísan sess meðal sígildra rita sinnar tegundar, og sam,a hefur orðið uppi á teningnum annars staðar, þar sem liún hefur verið gefin út. Enn má geta þess, að hún var af samtökum franskra gagnrýnenda kjörin ein af fimm- tíu fegurstu bókum, sem út komu það ár. Æskulýðs- blaðið — frá ÆSK í Hólastifti Nýkomið er út 1. tölublað Æskulýðsblaðsins á þessu ári, en það er gefið út af Æskulýðs- félagi kirkjunnar í Ilólastifti. Ritstjóri er liolli Gústavsson, en afgreiðslumaður Jón A. Jónsson, 1 Hafnarstræti 107. Akureyri. 1 þessu tölublaði kennir margra grasa. Þar er m.a. viðtal við herra Sigurbjörn Einarsson biskup, sem nefnt er „Kirkjan stendur unga fólkinu opin“. „Biblían og þú“ í umsjá séra Ingþórs Indriðasonar, íþrótta- þáttur, bréf til blaðsins, starfs- fræðsla um tækninám, frásögn og myndir frá Æskulýðsfélagi Sauðárkrókskirkju, og sitt hvað fleira. Fljótlega eftir útkomu bókar- innar i Frakklandi leitaði Al- menna bókafélagið leyfis til að gefa hana út á ensku. Vakti það einkum fyrir félaginu að sjá Is- lendingum sjálfum fyrir veiga- miklu og veglegu kynningarriti, sem þeiiá væri fengur að geta sent vinum sínum erlendis, jafn- framt því, sem þjóðinni allri væri sómi gerður með þvi að koma bókinni sem víðast á fram færi á erlendum markaði. Tókst félaginu greiðlega að ná um þetta samningum við höfund og útgefanda og var þá Magnús Magnússon í Edinborg ráðinn til að þýða bökina á ensku og búa hana til prentunar. Má fullyrða, að hann hafi þar leyst af hendi vandasamt verk með miklum á- gætum. í samráði við höfundinn hefur hann m.a. vikið við texta bökarinnar á stöku stað, bætt inn í hana nýjum þekkingar-' atriðum, sem ekki voru tiltæk, þegar bókin kom fyrst út, og gert aðrar smávægilegar breyt- ingar við hæfi enskra lesenda. „Allt að einu“, segir þýðandinn I formálsorðum, „er þetta I öllu verulegu bök Samivels sjálfs — visindaleg, hugljómandi, gagn- sýrð af sterkum skáldlegum anda, sem vonandi hefur lifað af þessa þýðingu mína á ensku“ 1 heimalandi sfnu er Samivel löngu kunnur sem skáld, land- könnuður og heimspekingur. Bækur hans, sem flestar fjalla um fjarlægar þjóðir eða listræn efni, hafa verið þýddar á fjöl- mörg tungumál og aflað honum viðurkenningar og heiðurs- merkja. bæði heima og erlendis. Þá hafa og kvikmyndir þær, sem hann hefur gert frá ferðum sínum, þar á meðal frá íslandi, átt miklum vinsældum að fagna. og hafa þær að minnsta kosti í eitt sinn fært honum heim hin alþjóðlegu kvikmyndaverðlaun, Intcrnational Grand Prix. The Golden Iceland hefur að geyma 137 heilsfðumyndir, sem mönnum ber saman um, að séu jafneinstæðar af listrænni gerð sem heimldargildi. Hafa þær sýnilega verið valdar af sjald- gæfri yfirvegun, og sömu kost- gæfni gætir reyndar f allri sam- antekt bókarinnar. Um það bera myndskýringarnar ekki sfzt glöggt vitni, en þær taka yfir 33 bls. og miðla lesendum furðu- miklum fróðleik um náttúru ís- lands, þjóðháttu og menningar- líf. Bókin er á fjórða hundrað sfð- ur í stóru brofi. Hún er prentuð og bundin í Frakklandi og er, einnig að öllum búningi, hinn mesti kjörgripur. Framh. á bls. 10. Ný BOB-bók — skáldsaga eftir Ingibjörgu Sigurðardóttir Bókaforlag Odds Björnssonar á Akureyri hefur scnt frá sér nýja hók, skáldsögu cftir Ingi- björgu Sigurðardóttir, og heitir hún „Vegur liamingjunnar“. Þetta cr 12. bókin, sem út kem- ur eftir Ingiljjörgú, en skv. út- lánaskýrslum íslenzkra almenn- ingsbókasafna mun hún vera einn mest lesni rithöfundur á landinu um þessar mundir. „Vegur hamingjunnar" er ást- arsaga af svipuðum toga og fyrri bækur Ingibjargar Sigurð- ardóttur. nokkuð magnþrungin, en umfram pllt hugljúf svip- mynd. Bókin er prentuö í Prentverki Odds Björnssonar. VELJUM ÍSLENZKí(H)lSLENZKAN IÐNAÐ Veljum Runfal-ofninn RUNTAL-ofnar HF. Síðumúla 17, Reykjavík — Símar 35555 og 342000 Runtal-ofninn hefur þegar sannað yfirburði sína ÍSLENDINGUR 8

x

Íslendingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.