Íslendingur


Íslendingur - 25.06.1968, Blaðsíða 6

Íslendingur - 25.06.1968, Blaðsíða 6
HSLENDMR Vilcublað, gefið út á Akureyri. — Utgefandis KJÖRDÆMISRAÐ SJALFSTÆÐISFLOKKS- 4NS I NORÐURLANDSKJORDÆMI EYSTRA. - Ritstjórij HERBERl GUÐMUNDSSON (ábm.), sími 21354. - Aðsetur: HAFNARSTRÆTI 107 (Útvegsbankahúsið), III. hæð, sími 11354. Opið kl. 10-12 og 13.30-17.30 virka daga. nema laugard. kl. 10-12. Prentun: Edda VANDAMÁLARÁÐUNEYTI • Á undanförnum misserum hafa vandamál íslenzku þjóðarinnar og stjórnarvaldanna verið fleiri og stærri en yfirleitt áður á þessari öld. Um skeið hefur gengið þannig til, að þar sem eitt vandamál hefur verið leyst, hafa tvö sprottið upp í staðinn. Náttúruöflin og erlendar aðstæður hafa sameinaif um að höggva svo ótt og títt í knérunn þjóðarhags, að enn verður ekki séð fyrir endann á stór- alvarlegum afleiðingum. í stjórnunarkerfi okkar virðist ekki hafa verið gert ráð fyrir slíkum áföllum, sem þessum. A. m. k. kallar hvert vandamálið af öðru fram nýja nefnd eða nýtt ráð, svo að nú er orðin heilmikil kös nefnda og ráða, sem ekki fást við annað en aðsteðjandi vandamál líðandi stundar. Þessi vinnubrögð eru ákaflega laus í reipunum, svo að ekki sé meira sagt. Gildir þá ejnu, þótt stjórnarvöldin haldi í taum- ana. Eðli málsins er slíkt. Að þessu athuguðu má augljóst vera, að takg þarf upp ný vinnubrögð. Annars vegar þurfa atvinnuvegirnir að taka sín sérvandamál fastari tökum og hins vegar þurfa stjórnar- völdin að skipa aðgerðum sínum á annan veg en nú. Með þessu þarf að stefna-að skjótvirkari og samfelldari ráðstöf- unum við aðsteðjandi vandamálum, svo að þau verði í sem minnstum mæli dragbítar á eðlilega framþróun í þjóðfélag- inu. í fljótu bragði virðist liggja beinast við, að efla stórlega starfsemi Efnahagsstofnunarinnar, svo að henni verði kleift að starfa í senn að stundarvandamálum og framtíðaráform- um. Með því ætti að vinnast, hvort tveggja í senn: Skjót- virkustu ráðstafanir við stundarvanda og sem mest samræmi í uppbyggingunni í heild. Efnahagsstofnunin er stofnun ráðgefandi sérfræðinga. Þeim þarf að fjölga hvort sem er og aðsföðuna þarf að bæta hvort sem er. Það verður t. d. alla vega ekki unað við það til lengdar, að einstök stundarvandamál hefti í meiri og minni mæli starfsemi byggðaáætlanadeildarinnar. Með því að efla þessa stofnun stórlega mæfti leggja niður að nokkru starfsemi annarra aðila og þá sérstaklega flestra eða allra nefnda og ráða, sem hér hafa verið nefnd. Það þyrfti því ekki að kosta stóraukin útgjöld, að færa starfsemi Efnahagsstofnunarinnar í starfhæfara horf. Og árangurinn myndi að líkindum vinna margfalt upp þann aukna kostnað. Þetta er því að dómi blaðsins fyllilega til athugunar. Alla vega er knýjandi að finna nýja leið í þessu máli. Nefnda- og ráðafarganið er fáránlegt. íslendingar á tækni- öld þurfa sérmenntaða starfskrafta til að leggja á ráðin í bráð og lengd. HLUTVERK AKUREYRAR VERÐI VIDURKENNT • Eins og skýrt var frá í síðasta blaði, ályktaði aðal- fundur Kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins á Norðurlandi eystra nú nýlega m.a. um að viðurkenna bæri opinberlega í orði og verki hlutverk Akureyrar, sem næstu borgar á íslandi. Hér er um að ræða grundvallaratriði í byggða- stefnu þjóðfélagsins, sem er knýjandi að standi skýrt fyrir sjónum manna. Þetta er þungamiðjan í þeirri uppbyggingu, sem nú er að hefjast í hinum strjálli byggðum landsins, að afmarkaður verði nú þegar kjarni og miðdepill þeirra fyrir næstu framtíð. Auðvitað hlýtur slík viðurkenning að draga burstir úr nefi höfuðborgarinnar. En það er óhjákvæmilegt, til þess að framtíðin beri í skauti sínu öflugri byggð en ella. Það hlýtur að kosta meira um stundar sakir, en til lengdar er það tví- mælalaust hagkvæmara. Þess vegna er ályktun Kjördæmis- ráðs fyllilega tímabær og ber fastlega að vona, að þing- menn úr strjálbýlinu geti sameinazt um að fylgja henni fast eftir á næsta Alþingi. ÍBA-FRAM 1:1 Akureyringar léku þriðja leik sinn í I. deild Isl.m. I knatt- spyrnu þann 18. júnl sl. við Framara á Laugardalsvellinum í Reykjavík. Var það jafn og skemmtilegur leikur, sem endaði með jafntefli, 1 :1. Leikur ÍBA var hvassari, en bæði liðin áttu góðan leik. Helgi Númason skor- aði úr vítaspyrnu fyrir Fram þeg 55. ársþing Héraössambands Suður-Þingeyinga var haldið í félagsheimili Kinnunga þann 16. júní s.l. öll sambandsfélögin, 11 að tölu, sendu fulltrúa á þingið, en það sátu einnig nokkrir boðs- gestir, þ.á.m. Glsli Halldórsson forseti fSl. Form., Óskar Ágústs- son, flutti skýrslu um starf sambandsins á liðnu ári. Það var mjög margþætt og umfangsmik- ið. Velta var um 481 þús. kr. og rekstursafgangur um 38 þús. kr. Eignir námu í árslok um 518 þús. kr. Teknar voru ákvarðanir um að halda áfram þróttmiklu starfi og auka það veruléga. ar á 7. mín. leiksins, en Kári Árnason jafnaði fyrir fBA 8 mín. sfðar. — Leikmenn ÍBA áttu yfirleitt allir góðan leik, en leikmenn Fram voru misjafnir, einkum þó framherjarnir, og mátti liðið ekki við að missa að- almann út af vegna meiðsla, þótt varamaður kæmi að sjálfsögðu í staðinn. Ályktað var um starfsemi að landgræðslumálum, um að koma af stað spurningakeppni milli hreppa, um að leita eftir sam- vinnu við UMSE um fram- kvæmd fjölþrautarmóta, um að stjórnin semdi reglugerð fyrir bikarkeppni unglingaliðs HSÞ. Þá var ákveöið að halda héraðs- mót I frjájsum íþróttum 27. og 28. júll nk., bikarkeppni ungl- ingaliðs 18. ágúst nk. og ungl- ingamót að Laugum 1. sept. nk., einnig að fela Iþf. Völsungi í Húsavík framkvæmd skíðamóts HSÞ næsta vetur. Stjórn sam- bandsins er óbreytt. Fámennt og dauft mót 17. júní-mótið í frjálsum íþróttum á Akureyri fór fram skv. áætlun, en fáir mættu til keppni og mótið var f alla staði dauft. Er það stór spurn ing, hvort þetta mótshald henti við þetta tilefni fram- vegis, og hvort ekki má f staðinn gera átak í að stofna til veglegs móts til meiri sæmdar fyrir frjálsar fþróttir og einhverrar ánægju fyrir áhorfendur. Keppt var I 9 greinum. Enginn athyglisverður árang- ur náðist. Afreksbikar mótsins hlaut Reynir Hjartarson ÞÓR fyrir 100 m hlaup, sem hann rann á 11.3 seK. Hlaut hann bikar- inn til eignar. Frá 55. ársþingi Héraðssambands Suður-Þingeyinga: Starfsemin í blóma Liek ÍBA og ÍBV í I. deild, sem leika átti á Akureyri á sunnudaginn, frestað, Eyjamenn sátu af sér ferðir að kenna heil- en halda þau Hægara ræðin Á sunnudaginn kl. 16 hafði verið ákveðinn leikur á Akur- eyri f I. deild ísl.mótsins í knattspymu. Mikil eftirvænt- ing ríkti á Akureyri og nær- sveitum, einkum vegna þess, að þetta átti að verða fyrsti heimaleikur Akreyringa í ár, eftir þrjá góða leiki að heim- an. 'Otvarpið tilkynnti í hádeg- inu hálftfma seinkun á leikn- um. En kl. 16 bárust forráða- mönnum knattspymuráðs Ak- ureyrar áreiðanlegar upplýs- ingar um, að leikurinn yrði ekki þennan dag. Höfðu þeir fylgzt með væntanlegri ferð Eyjamanna, sem ætluðu í land með flugvél kl. 13.30, en hvass- viðri hamiajji fiugtaki, og gert allt se munnt var til að fá fram uppl. og ákvörðun frá mótanefnd KSl i tíma. Ákvörð- unin um frestun barst þeim þó ekki fyrr en í þann mund, að ieikurinn átti að hefjast. Leikmenn Akreyringa, dóm- ari og Iíniyverðlr frá Reykja- vík og loks hundruð áhorfenda, alimargir langt að komnir til leiksins, jafnvel úr Skagafirði, Úlafsfirði og Ilúsavík, urðu frá að hverfa við svo búið. Óhætt er að segja, að þetta kom mönnum hér mjög á ó- vart. Eyjamenn hafa nýlega staðið í blaðaskrifum út af tveim hliðstæðum atvikum, sem að þeim snéru, og hneyksl- azt rnjög yfir andvaraleysi þeirra, scm í hlut áttu. Dóm- ari þessa leiks, Magnús Péturs- son, hafði samband við Eyja- menn fyrir helgi og beindi því til þeirra, að halda vöku sinni. Þrátt fyrir ailt kom þctta fyrir. Það er Ijóst, að þátttaka Eyjamanna I I. deild skapar nýtt vandamál, sem ekki þýðir að taka neinum vettlingatök- um. Er þá brýnast, að fram- kvæmdaaðilar KSl séu á verði um mótsskrá sína og fylgist náið meö framkvæmd hcnnar, svo að þeir geti ákveðið óhjá- kvæmilega breytingar það tim- anlcga, að ekki komi til slfkra aimennra vonbrigða og óþæg- inda, sem áttu sér stað á sunnudaginn hér á Akureyri. Næg verkefnl hjá golfiðkendum á Akureyri: SEX GOLFKEPPNIR FRA Golfklúbbur Akureyrar starf- ar nú að fleiri verkefnum en nokkru sinni fyrr. Auk þess sem hafinn er undirbúningur að gerð mikils framtíðár golfsvæðis, fer fram hver keppnin af annarri og eru þegar sex frá sfðan byrjað var í vor. Arangur keppenda hefur verið upp og ofan, en cinna mcsta athygli hafa vakið þeir nýliðarnir Þcngill Valdi- marsson, sem er aðeins 16 ára, og Júiíus Fossberg. — Hér á eftir fara úrslit í fjórum fyrstu keppnunum, en unglingakeppni og miðnæturkeppni fóru fram um síðustu helgl og voru úrslit ekki komin til blaðsins I gær. MICKEY’S CUP 36 holu keppni (% forgjöf). Sigurvegari Þengill Valdimars- son, 137% högg, annar Ólafur Stefánsson. 138 högg, þriðji Árni Jónsson, 144 högg. FLAGGKEPPNI Keppni með fullri forgjöf. Sig- urvegari Þórarinn B Jónsson, með talsverðum yfirburðum, annar Ragnar Steinbergsson, þriðji Skúli Ágústsson. GUNNARSKEPPNI 72 holu keppni (full forgjöf). Sigurvegari Júlíus Fossberg, 250 högg, annar Svavar Haraldsgon, 278 högg, þriðji Sigurður Stef- ánsson. 278 högg Svavar og Sig- urður léku 18 holur um an«að sætið. S J ÓV ÁKEPPNI 36 holu keppni (full forgjöf). Ný keppni um bikar, sem Sjóvá Geislagötu 10, Akureyri gaf. Sig- urvegari Sigurður Stefánsson. 127 högg, annar Jóhann Þorkels- son. 129 högg, þriðji Júlíus Foss- berg 133 högg. ISLENDINGUR 6

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.