Íslendingur


Íslendingur - 25.06.1968, Page 7

Íslendingur - 25.06.1968, Page 7
Ný viðhorf í sjávarútvegi íslendinga □ Oft hefur því verið haltl- ið fram hér á Islandi, að við framlciddum ferskustu og beztu sjávarafurðir, sem þekktust á mörkuðum erlendis. Þessi stað- hæfing átti sér lengi stoð í veru- leikanum, en nú eru viðhorfin orðin önnur. Ýmsar aðrar þjóðir hafa brotizt fram fyrir okkur með miklum átökum í nýsköp- un og uppbyggingu fiskveiða sinna og fiskiðnaðar og skapað sér aðstöðu á mörkuðum okkar með fyrsta flokks vöru og jafn- vel mun meira úrval en hér er unnt að afla. Það má nefna sem dæmi um nýsköpun í fiskveiðum hjá öðr- um þjóðum, að Vestur-Þjóðverj- ar hafa endurbyggt fiskveiði- flota sinn á 5 árum og eiga nú fjölda skipa, sem siglt geta á mið hvarvetna í heiminum. Þessi skip voru fyrir tveim ár- um við austurströnd íslands og veiddu þar síld, en sl. sumar þótti slík útgerð ótrygg og var þá farið á mið úti fyrir Ný- fundnalandi, þar sem skipin öfluðu vel í síldartroll. Austur- Evrópuþjóðirnar hafa einnig endurbyggt fiskveiðiflota sína og eru þær jafnvel famar að keppa við okkur á Bandaríkja- markaðnum. Með þessu er ekki sagt, að öll sérstaða okkar þurfi að vera úr sögunni. En það sýnir okkur og sannar, að við sitjum ekki einir að þeim verðmætum, sem hafið. hefur að geyma, eða þeim mögu- leikum, sem bjóðast, til að nota þau verðmæti. □ Sjávarútvegur okkar hef- ur staðið að mestu undir gjald- eyrisöflun okkar íslendinga, og engin önnur atvinnugrein hefur þróazt jafnt ört, sem útflutnings- atvinnugrein. En að sjálfsögðu hafa margar aðrar atvinnugrein- ar þróazt jafnhliða sjávarútveg- inum. Hann stendur ekki einn út af fyrir sig. Mörg eru þau skip og margar þær verksmiðj- ur, sem byggðar hafa verið á undanförnum árum. Og vissu- lega hafa þessi nýju tæki mörg hver skapað okkur auknar tekj- ur og bætta lífsafkomu. En á þessu hefur einnig verið skugga- hlið. Aflinn, sem komið hefur upp úr sjó, hefur jafnvel verið of mikill, og lítils handahófs hefur gætt í þeim efnum, að skapa sem nýtilegast hráefni. Verksmiðjur hafa verið byggðar of ört og oft fremur fyrir von en fyrirheit. Sama er að segja um frystihúsin. Fjármunamynd- unin hjá okkur, sem ætlum að fleyta okkur áfram á nokkr- um mismunandi sterkum fiski- stofnum frá ári til árs, óveidd- um I hafinu, getur naumast nokkurn tíma orðið svo jöfn og ör, að unnt sé að kljúfa slikar framkvæmdir. Þetta er mál út af fyrir sig, sem ætti að kenna okkur nauð- syn á nýjum vinnubrögðum við uppbyggingu framleiðslutækj- anna. Og ekki er sú nauðsyn síðri, þegar við stöndum frammi fyrir þeirri uppbygg- ingu, sem orðin er hjá öðrum þjóðum og þeirri samkeppni, sem fylgt hefur í kjölfarið. Q Og fyrst og fremst verðum "™ • ENDURSKIPU- LAGNING • STÖÐLUN • NÝSÖLU- TÆKNI við að gera okkur grein fyrir þvf, að fleiri en við erum nú komnir á þá markaði, sem við réðum áður fyrr, og nú verðum við að kanna og fylgjast með, hverju fram vindur hjá þeim, og taka sölumennsku okkar föstum tökum á þeim mörkuð- um, sem við ættum raunar að þekkja og verðum að þekkja. Með hliðsjón af þvf, sem þama er að gerast með öðrum þjóðum, verðum við að marka stefnuna til að mæta þeim nýju viðhorf- um, sem þar eru ríkjandi. Sú stefna snertir a^la þætti, upp- byggingu framleiðslutækjanna, rekstur þeirra og sölumennsku. Sameiginlegt átak með heild- ina að baki verður ávallt að vera fyrir hendi, og útilokað er, að berjast áfram til hins síðasta, án þess að tekið sé tillit til að- stæðna og þá aðilans, sem við hliðina er. Oft hefur það komið fyrir, er raunar sígilt hjá okk- ur, eins og nefnt hefur verið um sjávarútveginn, að farið hefur verið út f miklar fjárfestingar, án þess að gera sér grein fyrir, hvað er það minnsta, sem hægt er að komast af með. Þetta kemur greinilega fram í byggingariðnaðinum. Maður, sem hefur haft góðar tekjur eitt ár og ekki lagt nema lítið fyrir á fyrri starfsárum sfnum, telur sér fært að byggja stórhýsi. Annað er ekki byggt. Næsta ár gefur honum ekki nægar tekjur til að halda framkvæmdum á- fram. Þá er þvf haldið fram, að ekki sé hægt að lifa sómasam- legu lífi fyrir þau laun, sem unnið er fyrir. Þetta er svipað því, að eitt lítið fyrirtæki færi út í mikla fjárfestingu, vegna þess að hagnaður hefði komið fram á einu ári. En enginn getur sagt til um, hvað framtíðin ber í skauti sér. Ef hins vegar væri til samsteypa, sem hefði mörg fyrirtæki innan sfns ramma, væri hægt að koma við meiri hagkvæmni f rekstri og uppbygg- ingu og bæta Iffskjör fólksins fremur en ella. Hér er allt miðað við smæð- ina, en ákvæðin eru fyrir fjöld- ann, svo að erfitt er fyrir minni fyrirtæki að halda sömu hag- kvæmni og þau stóru. Hér er átt við það, að við Islendingar þyrft- um að koma fastari stefnu á uppbyggingu okkar í einstökum greinum, einkum sjávarútvegin- um, og vinna saman að vel- gengni og þá með drenglyndi, en leggja niður þá öfund og niðurrif. sem oft virðist ráða of miklu. Ekkert er okkur eins nauðsynlegt og að binda það smáa saman, hvort sem það I ' verða samtök eða stórfyrirtæki. Með því er unnið að hagræðingu og velgengni. Q Tengsl sjávarútvegsins við aðrar atvinnugreinar eru jafnan náin. Við þekkjum það, að hann hefur markað tekjustefnuna í öllum atvinnugreinum, enda hef- ur tekjuþróunin f flestum grein- um atvinnulífsins farið úr skorð- um. Það hefði einhvern tfma þótt hart, að ekki væri mögulegt að láta vinna við fiskvinnslu f næturvinnu. En því miður er þróunin orðin sú, að slíkt er ekki mögulegt hjá minni fyrir- tækjum og raunar tæpast held- ur hjá þeim stóru, nema afkom- an verði slæm og langan tfma taki að vinna það upp. Þarna er lfka á ferðinni mál, sem þarf að umskapa. Sveiflurn- ar f tekjuþróuninni, upp á við f stórum stökkum og stundum hrap niður á við, eru eitt höfuð mein þjóðfélagsins. Á velgengn- istímum er öllu skipt upp, án tillits til lakari tfma, sem alltaf koma. Síðan stöndum við uppi með sáran höfuðverk yfir geig- vænlegum vandamálum, sem smávægileg forsjálni hefði get- að fyrirbyggt. Þetta er glöggt dæmi um þá spennu öfundar og tortryggni, sem tröllríður hús- um. Ef skynsemin réði, væri misjöfn arðsemi atvinnuveg- anna, milli þeirra og innan þeirra, viðurkennd I verki. Q Margir hafa bent' á, jað við ásttum að bæta við vinriSlustig þeirra sjávarafurða, sem við framleiðum. Þetta er e.t.v. rétt, en á því eru margir vankantar. Heimamarkaðurinn er lftill og vegna smæðar hans er erfitt að byggja upp fullvinnslu, t.d. á fiskblokkum. Sölukerfið og fram- leiðslan verða að vera f nánum tengslum, og birgðahald má aldrei fara yfir neyzlu viss tfma. Á sfðustu árum hefur þróunin t.d. í Vestur-Evrópu á skömmt- um, sem sagaðir eru úr fisk- blokkum, farið ört fram á við, og hafa átt sér stað sífellt mikl- ar breytingar á stærð og lögun skammtanna. Þess vegna verða sölumenn og framleiðendur að starfa náið cg vel saman, og sveigjanleiki þarf að vera mjög mikill í framleiðslunni. Sem dæmi um þetta má nefna, að fyrir tveim Srum náði fyrirtæki' eitt f Vestur-Evrópu mikilli sölu á skömmtum, eftir að vera búið að koma sér upp tækni til að breyta stærð þeirra og lögun, eins og óskir kaupendanna sögðu til um. Mötuneyti kröfðust skyndilega fiskskammta, sem henta skyldu vel á stórar steik- arpönnur, og þetta fyrirtæki gat aðlagað sig kröfunum þegar í stað. Þar með var markaðurinn unninn. Við getum aldrei nýtt fisk- blokkir að marki á þennan hátt hér heima, nema gjörbreyting verði á allri skipulagningu í framleiðslumálum sjávarútvegs- ins, svo og sölumennsku. Með öðrum hætti verður þeirri tækni, sem til þarf, ekki komið við, þó ekki væri nema af því, að það er ekki hlaupið að þvf að komast yfir hana, vegna fjar- lægðar frá tækjaframleiðendum. Og þetta er einnig það dýr tækni, að býðingarlaust er að ætla sér aö nýta hana, nema allt sé rækilega f pottinn búið. Það má segja, að nú fari að koma til stöðlunar á fiskskömmt- um hjá mörgum þjóðum, og þvf ætti e.t.v. að verða auðveldara fyrir okkur, að komast inn á slíka markaði, ef sölukerfiö væri fyrir hendí og tollamálin kæm- ust f eðlilegt horf. Q Það eru ný viðhorf f öll- um greinum, sem horfast verður í augu við af fullri einurð. Sam- fara endurskipulagningu f heild, verður að leysa úr læðingi hug- kvæmni og persónulegt framtak. Sölusamtökin þurfa að vera eins virk og sveigjanleg og þeim er mögulegt, og samstaðan innan þeirra heil. Þau verða að vera framtakssöm og eiga þann dug og áhlaupamátt, sem nauðsyn- legur er, til þess að árangurinn verði góður og stuðli að áfram- haldandi velgengni þjóðarinnar, þótt ný viðhorf séu komin til skjalana. — B. SJÖTUGUR HEIÐURSMAÐUR: Jón Benediktsson prentari ÖRSTUTT AFMÆLISKVEÐJA. Þegar ég ætlaði að taka í höndina á vini mínum Jóni Bene- diktssyni á sjötugsafmæli hans nú á dögunum, var hann stung- inn af til Reykjavíkur, svo að ég ákvað að senda honum af- mællskvcðju „hina Ieiðina“, og auðvitað bað ég þá ISLENDING fyrir hana, því að Jón er mikill vinur og stuðningsmaður hans. Hér verður ekki rakinn æviferill Jóns, rifjuð upp íþrótta- afrek hans og áratuga barátta fyrir framgangi íþróttamála i bænum, ekki getið aiúðar hans og listfengi f starfi og jafnvel ekki minnzt á ást hans á íslenzkri tungu og afbragðsgóða með- ferð hans á móðurmálinu, bundnu sem óbundnu. En hvað ég geri á 100 ára afmæliriu, læt ég ósagt. Efni þessara lína er fyrst og fremst að þakka honum einstaka vinsemd og rausn í garð minn og míns fólks og þann trúnað, er hann hefur sýnt mér, þegar „andinn frá ókunna landinu“ hefur vitjað hans og kallað hann til starfa í þágu Iffs og Ijóðs. Megi hver verkstaður á tslandi jafnan eiga svo dygga starfs- menn sem Jón Bcncdiktsson og íslenzk tunga sem flesta slfka liðsmenn. Beztu kveðjur frá okkur ölium. Gfsli Jónsson. 7 tSLENDINGUR

x

Íslendingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.