Íslendingur


Íslendingur - 29.03.1978, Blaðsíða 4

Íslendingur - 29.03.1978, Blaðsíða 4
Mendingur Útgefandi: fíitstjóri og ábyrgðarmaður: Dreifing og afgreiðsla: Ritstjórn og afgreiðsla: Ritstjórn slmi: Dreifing og auglýsingar: Áskriftargjald: Lausasala: Prentun / offset: Islendingur hf. G/sli Sigurgeirsson Jóna Arnadóttir Ráðhústorgi 9 21501 21500 kr. 250 á mánuði kr. 80 eintakið Skja/dborg hf. í vondum félagsskap Fyrir nokkrum vikum fóru fram mikilvægar og sögulegar kosningar í Frakklandi. Þótt þær hafi verið Frökkum sjálfum þýðingarmestar, eru þær um margt athyglisverðar og lær- dómsríkar fyrir aðra. Fyrirfram hafði vinstri flokkunum, sósíalistum, kommún- istum og vinstri radíkölum verið spáð sigri æ ofan í æ, og allar skoðanakannanir gáfu hið sama til kynna fram á síðasta dag. En reynslan varð önnur. Meiri hluti franskra kjósenda í fjölsóttustu kosningum þar í landi hafnaði sósíalistastjórn með aðild kommúnista. Af þessu má sjá hversu niðurstöður skoðanakannana eru óáreiðanlegar. Það er ekki fyrr en í einrúmi kjörklefans, þegar hinn almenni kjósandi finnur ábyrgðina á sér hvíla, að hann tekur endanlega ákvörðun. Ekki vantaði glæst boð frá vinstri til kjósenda í Frakklandi. Kaup skyldi hækkað mikið og fljótt, og betri tímar skyldu renna upp með þjóðnýtingu ýmissa stórfyrirtækja. Stjórn Frakklands benti á hættuna sem þessu fylgdi, hættuna á at- vinnuleysi og vaxandi verðbólgu. Og franskir kjósendur kváðu upp dóminn. Þeir kusu heldur hægri stjórnog þarmeð tryggari atvinnu og minni verðbólgu, en höfnuðu vinstri stjórn, verðbólguvexti g atvinnuleysi. Flestum stjórnmálaskýrendum ber þó saman um að hér hafi fleira komið til og líklega ráðið úrslitum. Það var afstað- an til kommúnista, sem í Frakklandi eins og hér vilja nú, a.m.k. í öðru orðinu, afneita fyrirmynd og forsjá Sovétríkj- anna og þykjast aðhyllast svokallaðan Evrópukommúnisma, sem báglega hefur þó tekist að skilgreina. ... þótti þeir ekki hafa verið heilir í sam- starfinu Allar líkur bentu til þess, að Francois Mitterand myndi nú loks takast að hafa um sig stærsta flokk Frakklands og verða þar með forsætisráðherra. En hann var í vondum félagsskap. Til þess að þetta mætti takast hafði hann veðjað á vitlausan hest og stutt fulla samvinnu við kommúnista. Þetta skildu franskir kjósendur, og fyrir vikið höfnuðu þeir Mitterand og kumpánum hans, þegar á hólminn kom. Af þessu mættu ekki síst lýðræðisjafnaðarmenn um heim allan þiggja nokk- urn lærdóm, enda kom brátt upp á yfirborðið að bandamönnum kommúnista í Frakklandi þótti þeir ekki hafa verið heilir í samstarfinu. Það er þó síst að undra og hefðu þeir mátt vita það fyrirfram, því að samkvæmt kennisetn- ingum sannra marxista á aðeins að semja við aðra til þessað veikja þá, og sjálfsagt þykir að ganga á gerða samninga, hvenær sem hentar, en gert ráð fyrir því á hinn bóginn, að bandamenn standi við samninga að sínum hluta. Tvöfalt siðgæði af slíku tagi er óaðskiljanlegur hluti lífsviðhorfs sanntrúaðra kommúnista. Viðbrögð lýðræðissinnaðra vinstri manna í Frakklandi hafa mótast af vonbrigðum og reiði. Robert Fabre, leiðtogi vinstri radíkala, lýsti því yfir þegar, að sambandinu við kommúnista yrði að slíta, og sjálfur sagði hann af sér, þar sem hann hefði borið ábyrgð á því. Francois Mitterand var þungorður í garð sinna fyrri kumpána, kommúnista. En þeir Fabre og Mitterand geta þó huggað sig við eitt og það ekki lítið. Kommúnistar komust EKKI til RAUNVERU- LEGRA VALDA í Frakklandi. Ef það hefði gerst, hefðu þeir félagar ekki lengi mátt um frjálst höfuð strjúka, og ef marka má reynsluna frá Austur-Evrópu, hefðu þeirfremur látist ,,af slysförum", heldur en hitt, að elli eða kröm mæddi þá til moldar. G. J. Er „ástand“ í m Jón Björnsson, félagsmálastjóri Akur „ástandið(t í miðbœnum og þá könnu helgi, og lítillega var fjallað um í síða Þar eð þegar hefur verið drepið á þetta mál í íslendingi, þykir rétt að gera grein fyrir niður- stöðum þessarar könnunar. Það er ekki síst sakir þess, að svonefnt „ástand í miðbænum" hefur margar hliðar, sumar góðar, aðrar lakari, sem allar þarf að sjá samtímis, en ekki einblína einungis á eina. Þess þarf að gæta, að það eru fleiri en unglingarnir, sem bera á því ábyrgð, sem þar fer miður, þar á meðal heimilin, bæjaryfirvöld, skipulagsnefnd, barnaverndar- nefnd, löggæsla, skemmtistað- irnir o.fl. Þá má ekki falla í þá freistingu, að fordæma allan skóginn vegna eins fölnaðs lauf- blaðs og ekki unglinga á Akur- eyri upp til hópa útaf einni ferð um miðbæinn. Umrædd könnun var gerð föstu dags-og laugardagskvöld I7. og I8. mars frá kl. 2I.30 til 3.00, Vegfarendur í miðbænum voru taldir og flokkaðir eftir aldri, ferðir bifreiða voru taldar og ferðir lögreglu um svæðið. At- burðarás á Hafnarstræti, á Torginu og í Geislagötu var skráð. Vegfarendur urðu könn- unarinnar ekki varir, hún beind ist ekki að einstaklingum og í skráningu hennar var einskis manns nafn nefnt. Þessi kvöld Oft hefur verið rætt um það, að gera Hafnarstrætið að göi árum. Hugmyndin er allrar athygli verð og slík framkvæji bæjarins. Allavega er miðbærinn líflegur á þessari mynd, í miðbænum og Hafnarstræti lokað fyrir bílaumferð. Eins og fram kom í frétt í síðasta blaði, þá voru fulltrúar í Æskulýðsráði ríkisins á ferð á Akureyri nýlega. Kynntu þeir sér æskulýðsstarfsemi í bænum almennt, en sá þáttur heimsóknar þeirra, sem orðið hefur að mestu umtalsefni, er kynning þeirra af næturlífinu í miðbænum. Þótti fulltrúum Æskulýðsráðsins ástandið þar svo slæmt, að þeir boðuðu til fundar með ráðamönnum bæjarins daginn eftir. I beinu framhaldi af því, þá var gerð könnun á þessum málum helgina á eftir, en niðurstöður þeirrar könnunar liggja nú fyrir. Tilgangur blaðsins með því að vekja athygli á þessu máli, var fyrst og fremst sá, að skapa umræður og hreyfingu á breiðum grundvelli, sem gæti orðið til hreyfingar í þá átt, að leysa vandamálið, ef eitthvert er. Jón Björnsson, félagsmálastjóri, hefur dregið saman niðurstöður könnunarinnar og dregið sínar ályktanir út frá því. Fer grein Jóns hér á eftir. Það er glöggt gestsaugað. Með- limir Æskylýðsráðs ríkisinssátu1 á fundum á Akureyri helgina II. til 12. mars sl. Aðfaranótt laugardagsins áttu þeir leið frá Sjálfstæðishúsinu að Hótel KEA og þótti þá götulíf mið- ■ bæjarins sú Gómorra, að þeir kölluðu heimamenn til fundar daginn eftir til þess að vísa á þessa vá, eins og fram kemur í viðtali við Unnar Stefánsson í siðasta tölublaði íslendings. Undirritaður sat fund þennan fyrir hönd Félagsmálastofnun- ar Akureyrar, þar voru og með- limir Æskulýðsráðs, fulltrúar fógeta, lögreglu og ýmissa fé- íaga. f framhaldi þess fundar var ákveðið að gera könnun á kvöld- og næturveru fólks, ekki síst unglinga, í miðbæ Akur- eyrar. Það var gert helgina næstu á eftir og stóðu Æsku- lýðsráð og Félagsmálastofnun að henni í samráði við lögreglu. • Það má ekkifalla í þá freistingu, að dæma allan skóg- inn vegna eins fölnaðs laufblaðs bæði var milt veður og betra til útiveru heldur en oftast fráára- mótum. Þennan föstudag gáfu skólar páskaleyfi, sunnudagur- inn 19. mars var pálmasunnu- dagur. Um helgina var haldið skíðamót í Hlíðarfjalli og vegna þess eins voru á annað hundrað aðkomuunglingar á Akureyri auk annars aðkomufólks, en leiðir til og frá Akureyri voru greiðar. Á föstudagskvöld voru dansleikir í tveimur skólum; Oddeyrarskóla til kl. 0.30, þar voru um 50 manns, og í G.A. til kl. 1.00, þar voru um 100 manns. í Sjálfstæðishúsinu var dansleikur til kl. 1.00. Miðnæt- ursýning, bönnuð yngri en 16 ára, var í öðru kvikmvndahús- anna. Á laugardagskvöld voru dansleikir til kl. 2.00 á Hótel KEA og í Sjálfstæðishúsinu, árshátíð í Alþýðuhúsinuogfjöl- mennur dansleikur í Dynheim- um til kl. 1.00. Skóladansleikir voru engir það kvöld. Kvik- myndasýningar eins og fyrra kvöldið. Löggæsla í miðbænum var með venjulegum hætti bæði kvöldin. • Fyrirfram var búist við vondu kvöldi ' Fyrirfram var búist við „vond- um“ kvöldum í miðbænum. Eftirá töldu þeir, er til þekkja, að svo hafi ekki verið og umferð og hátterni fólks hafi verið með svipuðum hætti og vant er. Að morgni laugardags fjarlægði hreinsunardeild bæjarins 3-400 pokaskjatta af rusli úr miðbæn- um, þar á meðal 2-300 brotnar flöskur og þótti það nálægt venju á laugardegi. Um og uppúr kl. 20.00 fór að safnast ungt fólk í miðbæinn. Sumt fór í kvikmyndahúsin kl. 21.00, annað varð eftir á rölti um Ráðhústorg og þó einkum Hafnarstræti eða lónaði um miðbæinn í bílum. Fram til kl. 22.00 22.30 voru unglingar undir 16 ára aldri fjölmennasti aldurshópurinn, eftir það ungt fólk frá 16 ára til tvítugs, en sá aldurshópur virtist setja mestan svip á kvöld- og næturlíf mið- bæjarins. Framan af kvöldi og fram yfir miðnætti var fjöl- mennast á eystri gangstétt Hafnarstrætis, einkum í dyra- • Atburðarás íHafn- arstrœti, á Torginu og í Geislagötu var skráð 4 - ISLENDINGUR

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.