Íslendingur


Íslendingur - 29.03.1978, Blaðsíða 1

Íslendingur - 29.03.1978, Blaðsíða 1
11. TÖLUBLAÐ . 63. ÁRGANGUR . AKUREYRI . MIÐVIKUDAGINN 29. MARS 1978 ff VÖRUSALAN SR • HAFNARSTRÆTI 104 • AKUREVRI VFR7IARÍ / VÖRIJRÖI IJNNI VERZLAR I L. Fermingar standa nú yfir á Akureyri og tæplega 160 börn voru fermd í Akur- eyrarkirkju á skírdag og annan í páskum. Börn verða fermd ásunnudaginn, en síðan verður fermt í Lögmannshlíðarkirkju sunnudaginn 9. apríl. Allt tilstand í kringum ferminguna hefur tekið stakkaskiptum gegnum árin, samhliða verð- bólgunni, jafnvel ríflega það. En hvað með það, fermingin er ein stærsta stundin í lífi hvers og eins, sem á sér stað á afdrifaríkum tímamótuni í lífinu. Þessi mynd var tekin af hluta fermingarhóps sr. Birgis Snæbjörnssonar á 2. í páskum. Stærri þorskur Sjómenn á Raufarhöfn telja fiskgöngur betrí en veríð hafi undanfarín ár Stálu bíl - Próflausir - Grunaðir um ölvun við aksturinn - Þeir segja hér sjómennirnir, að flskgöngurnar séu bæði magn- meiri og fískurinn stærri, en verið hafí á sama tíma undan- farin ár, þannig að þeir líta ekki svörtum augum til framtíðar- innar, hvað þorskinn varðar, sagði Helgi Ólafsson á Raufar- höfn, þegar blaðið hafði sam- band við hann í gærkveldi. - Netabátarnir höfðu fiskað nokkuð vel fyrir þorskveiði- Vonsku veður í Ólafsfirði Hér er nú vonskuveður og hef- ur verið það yfir mestallar há- tíðarnar, sagði Sigurður Björns son, lögregluþjónn í Ólafsfirði, þegar blaðið hafði samband við hann í gærkveldi. Sagði Sigurð- ur, að Múlinn hafi verið lokað- ur yfir allar hátíðarnar, að smá- stund undanskilinni á páska- dag. Þá opnaðist í smástund og notuðu margir, sem verið höfðu gestkomandi í Ólafsfirði yfir há- tíðarnar, sér tækifærið að kom- ast innúr. Þó munu ennþá margir vera tepptir í Ólafsfirði, t.d. skólafólk, en nokkrir þeirra fóru með Drang í gær. Fengu þeir vont í sjóinn, þar sem mikill sjógangur var í firðinum, svo við lá að hann væri ófær. bannið og Rauðinúpur hefur einnig fiskað vel í meðallagi í vetur, þannig að atvinna á frysti húsinu hefur verið nokkuð stöð ug. Við tókum á móti rúmlega 25 þús. tonnum af loðnu frá ára- mótum og er bræðslu lokið, en við hefðum þegið einu sinni í tankana aftur, eða uni 10 þús. tonn, sagði Helgi. - Tel ég að bræðsluskipið Norglobal hafi tekið 10-20 þús. tonn af okkur. Nú erum við að spá í að endur- Framhald á bls. 7. Samkvæmt upplýsingum Árna magnússonar, varðstjóra hjá lögreglunni á Akureyri, þá var ■ páskahelgin með róíegra móti I hjá lögreglunni. Taldi Árni helg I ina jafnvel með þeim rólegri, sem hann myndi eftir og gat hann þess jafnframt, að ekki séu jafnmiklar annir hjá lögreglu um stórhátíðir og verið hafi. Þetta er orðið jafnara og hátíð- I arnar eru ekki öðruvísi en hver önnur helgi. Um helgina var Istolið bíl úr Hafnarstræti, sem síðar fannst við bæinn Hvamm í Arnarneshreppi. Er upplýst hverjir þar voru að verki, en það voru tveir ungir Akureyringar, of ungir til að hafa bílpróf og jafnframt grunaðir um ölvun við aksturinn. Eitthvað var bíll- inn skemmdur, t.d. höfðu þeir ekið út af, en við það hafði olíu- pannan skemmst eitthvað, þannig að olía lak af mótorn- um. Mun mótorinn hafa verið orðinn rúmur á legum, þegar ökuferðinni lauk. Fáir gistu fangageymslurnar yfir hátíð- íslendingur fslendingur kemur næst út þriðjudaginn 4. apríl. Að- sent efni þarf að hafa borist fyrir hádegi á föstudag og auglýsingar fyrir hádegi á mánudag. arnar og árekstrar með færra móti, að miðvikudeginum und- anskildum, en þá var mikil hálka og urðu 9 árekstrar þann dag._____________ Lionsbingó á sunnu- daginn: Styðja vangefna Lionsklúbbur Akureyrargengst fyrir bingói í Sjálfstæðishúsinu á sunnudaginn, en þar verða á boðstólnum margir glæsilegir vinningar, t.d. utanlandsferðir, heimilistæki og húsgögn. Er þetta annað bingóið, sem félag- ar í Lionsklúbbi Akureyrar halda í vetur, en ágóðanum hef- ur verið varið til að bæta að- búnað vangefinna að Sólborg. Ágóðanum af fyrra bingóinu var t.d. varið til að kosta teppi á ganga einnar byggingarinnar og í fyrrasumar tók klúbburinn þátt í sameiginlegr: söfnun lionsklúbba við Eyjafjörð til að kaupa bifreið fyrir heimilið. Hefur Sólborgarbíllinn þegar fært vistmönnum þar margar hamingjustundir. Hafa klúbb- félagar beðið blaðið fyrir þakkir til bæjarbúa fyrir dyggan stuðn- ing við þetta málefni, á undan- förnum árum. Hárskerar á Akureyri og Húsavík fylgjast með tískunni Permanentið nýtur vaxandi vinsælda hjá karlmönnunum Á síðustu árum hafa orðið nokkuð örar breytingar í hártísku karlmanna og betra fyrir hárskera að fylgjast vel með þeim breyt- ingum, sem verða. Það hafa hár- skerar á Akureyri gert, nú síðast um páskana efndu þeir til nám- skeiðs, þar sem þeir kynntu sér permanent og hárlitun. Leiðbein- andi var Torfi Geirmundsson frá Fagskólanum i Reykjavík. Allir starfandi hárskerar á Akureyri og Húsavík tóku þátt í námskeiðinu. Á árum bítlatískunnar örlaði á atvinnuleysi hjá hárskerum og lítil endurnýjun varð í stéttinni. Á þeim tima gengu margir um með sóðalegan hárlubba, sem fékk að vera í friði fyrir skærum hársker- ans. Siðan uppgötvaðist, að það var líka hægt að hafa snyrtilegt hár, jafnvel þótt það væri mikið að vöxtum. Sfðan hefur atvinna farið vaxandi hjá hárskerum og sífellt gerast karlmenn djarfari. Nú síðast hefur það mjög farið í vöxt, að karlmenn taki perman- ent. Fyrst í stað var það einn og einn, sem var virkilega ,,kaldur“, en nú cr það orðið algengt, að karlmenn biðji um permanent, samkvæmt upplýsingum, sem blaðið fékk á einni rakarastofunni í morgun. En verða menn ekki snarhrokknir cins og nýfædd lömb, eftir permanentið? Það er alveg til í dæminu, en flestir taka þó tiltölulega létt permanent, sem skapar lyftingu í hárið og gerir ,það líflegra. Samkvæmt upplýs- ingum Torfa, þá eru margir tví- stígandi fyrst og ragir við að leggja út í þetta. Verði þeir hins vegar óánægðir, þegar upp er staðið, þá er það yfirleitt vegna þess að þeim finnst hárið ekki nógu liðað, sagði Torfi. Hér sést hvernig hárið verður eftir létt permanent. KIÖRBUO BjiljPífU HR 2-38 02 2S* 1-9810 KAUPANGI Glæsilegasta vöruval í kjörbúð á Norðurlandi

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.