Íslendingur


Íslendingur - 29.03.1978, Blaðsíða 5

Íslendingur - 29.03.1978, Blaðsíða 5
iðbænum? eyrarbœjar, skrifar um n, sem gerð var um fyrri sta blaði skotum og portum. Bílaumferð var allstöðug en hæg (8-10 bíl- ar á mín.). Háreisti af henni var hinsvegar mjög mikil. Nokkur hluti vegfarendanna, sem flestir voru undir tvítugu, hafði vín um hönd og var undir áhrifum, þetta var þó mikill minnihluti. Við lok dansleikjanna í skólun- um og í Dynheimum kom straumur unglinga um miðbæ- inn ogfórhjááu.þ.b. l-l'/klst. Áfengisneyslu varð ekki vart hjá þeim, er þaðan komu. • Bílum gagngert ekið að heiman með áhorfendur að brottreisu gesta Sjálfstœðishússins Nokkur hluti þessa fólks og þess, er fyrir var í miðbænum, lagði leið sína að Sjálfstæðis- húsinu, er dansleikjum lauk þar. Þeirra á meðal á að giska 25-40 undir 16 ára aldri. Sömu- leiðis safnaðist þangað allmargt bifreiða, bæði þeirra, ej áður voru í miðbænum og eins ann- arra, er gagngert virtist ekið þangað að heiman með áhorf- endur að brottreisu gesta húss- ins. Tepptist af þessu bílaum- ferð um Geilsgötu að mestu. Þegar dyrum Sh. var upplokið blönduðust gestir hússins áhorfendahópnum og varð af mikil þvaga, yfir 200 manns er mest lét, þar utan dyra og á Geislagötu. Margir gestanna gátu illa staðið í fætur sína og þaðan af síður stýrt þeim. Flest- ir hurfu fótgangandi frá Sjálf- stæðishúsinu, trúlega heim á leið, en allstór hópur gesta og áhorfenda staulaðist næstu klukkustund inn á'Ráðhústorg og var það fullorðið fólk í meiri- hluta, margt mjög drukkið. Hafnarstræti var um þetta leyti lokað fyrir bílaumferð og fá- mennt var orðið þar af fótgang- andi. Lögregla var í varðstöðu við Ráðhústorg. Um kl. 3.00 á aðfaranótt laugardags voru um 40 manns í miðbænum og tæp- ur fjórðungur undir 16 ára aldri, á sama tíma aðfararnótt sunnu- dags voru tæplega 60 manns í miðbænum en örfáir undir 16 ára aldri. Fjöldi og aldursskipting veg- farenda á föstudagskvöldið kemur fram í eftirfarandi töflu. Vegfarendur í miðbæ Akur- eyrar 17. mars. Kl. Yngri en 16 ára 16-20 ára 20 ára ag eldri Alls 21.30 41 6 11 58 22.00 15 45 16 76 22.30 18 31 22 71 23.00 31 29 9 69 23.30 19 28 4 51 24.00 14 34 4 52 0.30 6 47 17 70 1.00 69 88 27 184 1.30 43 185 95 323 2.00 40 120 25 185 2.30 18 50 4 72 3.00 7 24 5 36 ígugötu, en slík hugmynd kom fyrst fram fyrir mörgum tid gæti ef til vill orðið til að bæta ástandið í næturlífi mið sem tekin er á öskudaginn síðasta. Þá voru óvenjumargir Þetta var stuttorð lýsing að- stæðna og atburðarásar í mið- bænum þessi kvöld. í eftirfar- andi vil ég fjalla nánar um örfá atriði. • Aðfinnsluverðara hátterni hjá full- orðnum, heldur en unga fólkinu Á stundum voru á þriðja hundr- að manns undir tvítugu í mið- bænum. Miðbærinn mun vera nánast eini samkomustaður unglinga utanhúss á Akureyri og ku svo hafa verið í manns- aldur. Aldurshópurinn 16-18 ára á ekki í mörg hús að venda að kvöldlagi. Trúlega finnst mörgum í þeim hópi þeir ekki eiga samleið nteð sér yngri krökkum, sem sækja Dynheima og skóladansleiki. Vínveitinga- húsin eru þeim lokuð og hinn frjálsi skemmtanamarkaður bæjarins virðist hafa takmark- aðan áhuga áaðskemmta þeim, sem ekki er hægt að selja áfengi. Þetta er því landlaus hópur og hann hittist í miðbænum til þess að sýna sig og sjá aðra, meðal annars foreldrakynslóðina koma úr Sjálfstæðishúsinu. Það vakti athygli, hve friðsamur og í raun prúður þessi stóri hópur var, a.m.k. umrædd kvöld. Hann sýndi ekki merki skemmd arfýsnar (flöskubrot undanskil- in) eða árásargirni, áflog urðu ekki né illindi, vegfarendur fengu að fara ferða sinna óáreitt ir, rúður voru ekki brotnar, bíl- ar voru ekki skemmdir. Til alls þessa voru þó ótæmandi rnögu- leikar; þessi hópur átti miðbæ- inn cinn. Að þessu leyti voru umrædd kvöld ekki undantekn- ing; skemmdarverk í miðbæn- um, segja kunnugir, eru oftast óviljaverk. Þessi staðreynd ein gerir allar samlíkingar við at- burðina á Hallærisplaninu í Reykjavík fyrir nokkru að stað- leysu. Akureyri getur að mínu viti hrósað happi yfir sínum unglingum, þrátt fyrir miðbæ- inn og sumpart einmitt vegna hans. Þvert á móti, fannst a.m.k. undirrituðum hann sjá mun aðfinnsluverðara hátterni hjá fullorðnum heldur en unga fólkinu. Þar með skal þó ekki sagt, að ekkert sé að, og skal þess nú að nokkru getið: Á aðfararnótt laugardagsins voru brotnar a.m.k. 250flöskur í miðbænum, oft eru þær fleiri. Brotin skapa hávaða, óþrif, slysahættu og skemma oft hjól- barða bíla. I það minnsta einn unglingur sást skerast illa á broti. Á það skal bent, að hæfi- legt ílát undir rusl skortir að mestu í miðbæinn. • Áfengi er vand- meðfarið og það þarf þroska, sem margan fullorðinn skortir, til þess að nota það Erfitt var að meta ölvun ná- kvæmlega, en leitast var við að telja þá unglinga undir lögaldri, sem höfðu áfengi um hönd eða voru sýnilega undir áhrifum. Lausleg ágiskun er, að saman- lagt bæði kvöldin, hafi 12-15 unglingar undir 16 ára aldri sýnilega neytt áfengis, en 40-50 manns á aldrinum 16-20 ára. Áfengisneysla þessa hóps var mun meiri á föstudaginn en laugardaginn og meiri fyrri hluta kvöldsins en síðari. Stúlk- ur virtust neyta áfengis meira og verr en piltar. Áfengi er vand- meðfarið og það þarf þroska, sem margan fullorðinn skortir til þess að nota það. Skv. áfengislögunum nr. 82/1969 má ekki selja, veita né aftienda yngra fólki en tvítugu áfengi með nokkrum hætti. Þessi lög Jón Björnsson, félagsmálastjóri eru ekki haldin og ófáir hafa orðið til þess að brjóta þau án stórrar iðrunar. það er hins- vegar ömurlcg tilhugsun, að hér í bæ skuli vera til nægilega samvisku- og siðlaust fólk til þess að útvega sumum barn- anna í Hafnarstræti áfengið, sem þau drukku þessi kvöld, því ekki keyptu þau það sjálf. Sömuleiðis er ömurlegt, að til skuli vera heimili hér í bæ og foreldrar, sem láta afskipta- laust og virðast áhyggjulaus af því, að börn, langt innan við fermingu, séu ein og allsendis á eigin vegum úti svo lengi næt- ur, sem þeim sýnist. Útivistar- reglur heimila unglingum innan 15 ára útivist aðeins til kl. 22.00 um vetur, með undantekning- um þó. Það er fyrst og fremst heimilanna að framfylgja þess- um reglum. Þar sem heimilin bregðast ætti Iöggæslan að koma til. Hvorutveggja virtist ábótavant umrædd kvöld. • Hvaða skyldur um þjónustu, fylgja þeim réttindum, að fá heimild til að aka leigubíl Þegar dansleikjum lauk í Sjálf- stæðishúsinu varð sem fyrr greinir mikil þvaga fyrir dyrum úti. Margir voru þar mikið ölvaðir og vart fótafærir. Engu að síður urðu þeir að staulast fótgangandi á brott í stórri hættu á að detta eða að á þá yrði ekið. Vafalaust töfðu margir lengur í miðbænum en ella ein- faldlega vegna þess, að þeiráttu ekki farkosta völ. Leigubílar munu vera torfengnir, einkum er á líður nóttina. Afgreiðsla stöðvarinnar er lokuð hluta nætur, sem er afar óheppilegt. Að fá heimild til þess að aka leigubíl og reka bílastöð eru réttindi, hvaða skyldur um þjónustu fylgja þeim réttindum? Þess var getið, að háreisti hafi verið mikil í miðbænum. Það voru hróp og köll unglinga, söngur og glaumur drukkins fólks, flöskubrot en ekki hvað síst hávaði frá umferð vélknú- inna farartækja, lítt hljóð- deyfðra bifreiða, vélhjóla og flautur, sem þeyttar voru án til- efnis og afláts. Gekk þetta allt kvöldið og lengi nætur. • íbúum miðbœjar- ins hefur fcekkað á undanf örnum árum í miðbænum býr allmargt fólk. Sé aðeins talið það íbúðarhús- næði, sem liggur að þeim göt- um, þar sem háreistin er mest, bjuggu þar 1. des. sl. u.þ.b. 270 manns eða rúm 2% íbúa á Akur- eyri. Fyrir átta árum aðeins eða 1. des. 1969 bjuggu 386 manns í sama húsnæði, sem þá voru tæp 4% íbúa bæjarins. Fátt íbúðar- húsnæðis hefur verið rifið síðan á svæðinu. Hér er því um brott- flutning að ræða, fækkun i íbúðum og það, að íbúðarhús- næði hefur verið lagt undir önnur not. íbúum miðbæjarins mun ekki vera svefnsamt um helgar og þeir verða flestir að þola Iangar vökur, a.m.k. tvær nætur vikunnar, auk ónæðis af ■umferð og þarafleiðandi reyk- og rykóþverra um daga. Barna- fólki er illmögulegt að búa í miðbænum, útivist ungra barna er þar hættuleg og langt í örugg útivistarsvæði. Margir munu hafa flutt úr miðbænum af þess- um ástæðum fyrst og fremst. Aldursdreifing hinna, sem þrauka þar enn, sýnir Ijóslega að hér er brottflutningssvæði. 17% íbúanna eru yfir 70 ára, en á Akureyri í heild eru um 7% íbúanna á þessum aldri. Börn og barnafólk er færra en vænta mætti. Svona aldursdreifing á byggðasvæði er gjarnan talin dauðamerki þess. Hver flytur í íbúðir eldra fólksins þarna. þeg- ar það fellur frá? í aðalskipu- lagi Akureyrar er gert ráð fyrir, að 25% húsnæðis í miðbænuni sé íbúðarhúsnæði og það er vel. Áðurlýst skilyrði til búsetu eru þó vart boðleg, enda sýnir fækkun íbúa og aldursdreifing þeirra ljóslega hvert stefnir. • Þá fyrst tekur steininn úr Nýlega stóðu skipulagsyfirvöld frammi fyrir ákvörðun, sem vel gæti ráðið úrslitum um búsetu fólks í rniðbæ Akureyrarogáég þar við ráðagerð um skemmti- stað í húsinu Hafnarstræti 100. Sá skemmtistaður yrði líkt og gríðarstór hátalari i miðjum' miðbæjarkjarnanum nteð til- heyrandi umferðaraukningu. Skemmtistaðar er þörf, en að hafa hann einmitt þarna er sér- deilis ólukkuleg staðsetning, bæði fyrir þá, sem búa vilja og búið gætu í miðbænum ogyrði það enn erfiðara, og eins óttast ég að sé „ástand“ í miðbænum nú, tæki fyrst steininn úr við þessa breytingu. Þakkarvert væri hinsvegar að koma upp skemmtistað úti í hinum nýju hverfum, þeirri þjónustu þarf að dreifa eins og annarri. Þakkarvert væri þó fyrst og fremst, ef settur yrði á laggirn- ar skemmtistaður, sem stæði þeim unglingum opinn, sem eiga nú vart annarra kosta völ en að hittast í Hafnarstræti um helgar. ÍSLENDINGUR - 5

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.