Íslendingur


Íslendingur - 29.03.1978, Blaðsíða 8

Íslendingur - 29.03.1978, Blaðsíða 8
f gær lauk viku þorskveiði- banni, sem mun hafa verið virt, með örfáum undan- tekningum, td. voru nokkr- ir Vestmannaeyjabátar grunaðir um veiðar á með- an bannið stóð. Netaveiði- sjómaður, sem hafði sam- band við blaðið í gær, sagði að netaveiðisjómenn í firð- inum hefðu aliir tekið upp net sín með ærinni fyrir- höfn, enda virtu þeir bann- ið og væru flestir sáttir við þessar aðgerðir og skyldu tilganginn. Þeim hefði þó gramist það, að línuveiði- sjómenn hefðu fengið að láta línurnar liggja alla vik- una á meðan bannið stóð. Var þeim veitt leyfi til þess og þá hversvegna? Þóröur Eyþórsson hjá Sjávarútvegs- ráðuneytinu svarar: Já, það er rétt, að þeim sem stunda línuveiðar við Eyjafjörð á litlum bátum, var leyft að láta línurnar liggja. Ástæðan fyrir því var sú, að þeir nota svokall- aðar „umferðarlínur", sem ekki eru notaðar annars staðar hérlendis, svo mérsé kunnugt. Þessar línur eru ekki dregnar úr sjó, heldur er farið með þeim og þær beittar jafnóðum, þegar þeirra er vitjað. Ástæðan fyrir þessu er sú, að hér er um litla báta að ræða, sem ekki eiga hægt með að draga línurnar og hafa þær með í veiðiferðum. Leyfið var veitt með þeim skilyrð- um, að þeir afbeittu línurn- ar fyrir hádegi þriðjudag- inn 21. mars, en tæpast veiðist á óbeittar línurnar. Síðan verður fylgst með því, að bátarnir komi ekki með afla úr fyrsta róðrin- um eftir bann, sem ein- göngu á að fara í að beita línurnar. Baldur og Konni gerðu mikla lukku Um þessar mundir standa yfir sýningar hjá Leikfélagi Akureyrar á „Galdralandi" Baldurs Georgs, sem er trúða og galdraleikur með bráðsmellnum texta. Bald- ur naut mikilla vinsælda á sínum tíma ásamt félaga sínum Konna, en þeir hafa lítið sem ekkert skemmt á síðustu árum. Baldur og Konni komu fram á sýn- ingu á Galdralandi í 1. viku og var ekki fyrirhugað að þeir kæmu fram nema á þeirri einu sýningu. Þeir félagarnir fengu hins vegar svo frábærar móttökur, að ákveðið hefur verið aö þeir komi fram á þeim sýning- um, sem -eftir eru, en næstu sýningar verða á laugardag og sunnudagskvöld. AUGLÝSINGASlMI islendings 2 15 00 eÍSangrunargleR ISPAN HF. • FURUVÖLLUM 5 • AKUREYRI • SÍMI (96)21332 íslendingur Leiklistarklúbburinn SAGA er skipaður ungu fólki Æfa nú harnaleikinn „Leif ljónsöskur" af miklum krafti - Frumsýningin verður að öllu forfallalausu í nœsta mánuði Leiklistarklúbburinn í Dyn- heimum, sem nú ber heitið Leikklúbburinn Saga hefur nú í æfingu barnaleikritið Leifur Ijónsöskur eftir Torben Jets- mark. Þýðinguna gerði Halla Guðmundsdóttir, en leikstjór- ar verða þeir Theódór Júlíus- son og Þórir Steingrímsson. Ungmennafélag Gnúpverja sýndi þetta leikrit á Suður- landsundirlendi og víðar fyrir skömmu við mjög góðar und- irtektir. Um I5 leikarar taka þátt í sýningunni, en með Fimm Akur- eyringar hlutu starfslaun Nýlega hefur verið úthlutað starfslaunum úr Launasjóði rit- höfunda. Fjárveitingar tilsjóðs- ins í fjárlögum námu 47 millj. I8l þús. krónum, en það nægir til veitingar 248 mánaðarlauna, samkvæmt byrjunarlaunum menntaskólakennara. Tveir rit- höfundar fengu starfslaun í 9 mánuði, 5 rithöfundar hlutu 6 mánaða starfslaun, 24 fengu 3 mánaða starfslaun og 46 fengu startslaun til tveggja mánaða. Sú kvöð fylgir veitingu starfs- launa í 3 mánuði, eða lengur, að þeir höfundar, sem um þau starfslaun sóttu, skuldbundu sig til þess að gegna ekki fastlaun- uðu starfi á meðan þeir nytu starfslauna. Eftirtaldir rithöfundar á Ak- ureyri hlutu starfslaun: 3ja mánaða laun: Guðmundur Frímann. 2ja mánaða laun: Bragi Sigurjónsson, Eiríkur Sigurðsson, Indriði Úlfsson, Kristján frá Djúpalæk. Þess má að lokum geta, að Bókaútgáfan Skjaldborg á Ak- ureyri hefur gefið út bækur á seinni árum eftir 4 af þeim 5 höf- undum, sem starfslaun hlutu. helstu hlutverk fara: Hejgi Már Barðason, Magnús Ár- sælsson. Jóhanna Birgisdóttir og Snjólaug Brjánsdóttir. Töluvert er af skemmtilegum söngvum í leikritinu. Leifur ljónsöskur er sirkus- ljón, sem strýkur og tekur að leita sér atvinnu, en gengur illa af ýmsum ástæðum. Lögregl- an er á hælum hans og út frá þessu spinnast spennandi og skemmtilegir atburðir. Þetta er þriðja verkefni Leikklúbbsibs Sögu. Áður hefur klúbburinn sýnt „Höf- um við gengið til góðs“ eftir nemendur og kennara Voga- skóla (1976) og „Sköllótta söngkonan" eftir Eugéne Ionesco, en það verk sýndi klúbburinn einnig í nágranna- byggðarlögunum. Félagar í leikklúbbnum eru flestir á aldrinum 14-18 ára og hafa undanfarin ár stundað nám í leiklist hjá ýmsum valinkunn- um leikurum, en lengst af hafa hjónin Saga Jónsdóttir og Þórir Steingrímsson æft og þjálfað hina ungu leikara. Klúbburinn er rekinn á vegum Æskulýðsráðs Akureyrar. Frumsýningardagur „Leifs“ er óákveðinn enn sem komið er, en líkur benda til að sýn- ingargeti hafist I apríl. Verður væntanlega frumsýnt í Dyn- heimum, þar sem leikklúbbur- inn hefur aðstöðu, en ekki er ólíklegt að verkið verði einnig sýnt víðar í Eviafiröí Hrísey: Nýr viðlegu- kantur Nýlokið er við að smíða 50 m langan viðlegukant við grjótgarð- inn i Hrísey, sem einkum er ætlað- ur fyrir smærri bátana. Fram- kvæmdirnar gengu sérstaklega vel og fljótt fyrir sig, en þær hófust í nóvember og lauk í janúarlok. Er það mjög vel að verki staðið miðað við árstima, en verkstjóri við fram- kvæmdirnar var Bergsveinn Breið- fjörð Gíslason, frá Vita- og hafnar- málastjórn. Að öðru leyti unnu heimamenn við framkvæmdirnar. „Jesús lifir“ - Samkomuvika verður í kristni- boðshúsinu Zíon 2.-9. apríl .2. apríl næstk. hefst sam- komuvika í kristniboðshús- inu Zíon, Akureyri. Yfir- skrift vikunnar er hinn stór- kostíegi boðskapur pásk- •anna „Jesús lifir“. Ræðumenn verða séra Jónas Gíslason lektor við guðfræðideild Háskóla ís- lands, séra Hjalti Hugason prestur í Reykholti ogstarfs- menn kristniboðssambands- ins þeir Benedikt Arnkels- son, cand. theol. og kristni- boðarnir Jónas Þórisson og Skúli Svavarsson. Ungt skólafólk á Akur- eyri tekur til máls á hverri samkomu og segir frá aftur- hvarfi sínu og trúarreynslu. Einnig mun sönghópur þeirra syngja mörg kvöld. Auk þess verður almennur söngur og tvísöngur á sam- komunum. Nýjar frcttir verða sagðar frá starfinu á kristniboðs- akrinum oggjöfum til kristni boðs veitt móttaka. Allir eru velkomnír á sam- komurnar, sem hefjast kl. 8,30 e.h. hvert kvöld vik- unnar. V OL V O-NÁMSKEIÐ Nýlega er lokið námskeiði fyrir bifvélavirkja, sem Bifreiðaverkstæðið Þórshamar, þjónustu- verkstæði Volvo á Akureyri, stóð fyrir í samstarfi við Velti hf., aðalumboðsfyrirtæki Volvo á íslandi. Allir bifvélavirkjar Þórshamars á fólksbílaverkstæðinu tóku þátt í námskeiðinu, sem stóð í vikutíma frá 13.-19. mars, og var fólksb/laverkstæðið lokað á meðan. Aðalkennari á námskeiðinu var Kjell Odelius, sérfræðingur frá Volvoverksmiðjunum í Svíþjóð, en honum til aðstoðar var Kristján Tryggvason, frá Velti hf. í Reykjavík. Aðaláhersla var lögð á sjálfskipt- ingar og bifreiðarstillingar á námskeiðinu, sem er fyrst og fremst hugsað til að bæta þjónustu við Volvoeigendur á Akureyri og nágrenni, að sögn Sigurðar Jóhannessonar, framkvæmda- stjóra Þórshamars. Er þetta í fyrsta skipti, sem slíkt námskeið er haldið á vegum Volvo á Akur- eyri, en til þessa hafa þau farið fram í Reykjavík. Á myndinni eru þátttakendur á námskeiðinu ásamt kennurum. GARDÍNUBRAOTIFr TRÉSTANGIR og allir fylgihlutir Ibúðin, Tryggvabraut 22

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.