Íslendingur


Íslendingur - 15.11.1984, Blaðsíða 2

Íslendingur - 15.11.1984, Blaðsíða 2
2 Jslcudinöur FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 1984 1 Valinn besti innflutti bíllinn í Bandaríkjunum af tímaritinu Motor Trend 1984 Leiðrétting I síðasta tölublaði Islendings var fullyrt að Sveinbjörn Jónsson hefði byggt Kristneshæli úr r-steini. Hvorugt var rétt. Bygg- ingarmeistarar voru þeir Jón Guðmundsson trésmiður og Einar Jóhannsson múrara- meistari, og var byggingin steypt en ekki hlaðin. Svein- björn Jónsson var umsjónar- maður með verkinu fyrir hönd arkitektsins, Guðjóns Samúels- sonar. í vinnslu sama blaðs urðu þau mistök að nafn höfundar að grein um Munkaþverár-klaust- urkirkju færðist upp í textann og spillti honum. Höfundurinn var séra Bjartmar Kristjánsson. Er hér með beðist velvirð- ingar á þessum mistökum. Ritsijóri. UMFERÐARMENNING HONDACIVIC Sedan ’85 4ra dyra fjölskyldubíllinn rúmgóöur og þægilegur meö frábæra aksturseiginleika. Verð frá 379 þús. á götuna HOISJDA Cl VIC Shuttle ’84 Nýr framúrstefnubíll. Lítill en þó feikna stór. Samræmir þægindi og notagildi. Verð kr. 364 þús. Ökum jafnan á hægri rein á akreinaskiptum vegum. rri . '-O- Uy-- “I mÉUMFERÐAR V Wráð 12 ventla vél sem býður ótrúlegan bensínsparnað Komið og gerið samanburð Sýningarbíll á staðnum. Bifreiðaverkstæðið ÞÓRSHAMAR HF. Tryggvabraut 5-7, Akureyri, sími 22700 Helgarsala Lionsmanna Lionsklúbburinn Huginn verð- ur með árlega sölu sína á ljósa- perum og jóladagatölum um næstu helgi, 17. og 18. nóvem- ber. Sökum þess hve bærinn hefur stækkað á síðustu árum er honum nú skipt í tvö sölu- svæði. Laugardaginn 17. nóv- ember munu klúbbfélagar heim- sækja bæjarbúa sunnan Glerár en á sunnudag, 18. nóvember verður leitað til íbúa norðan Glerár. Tekjur af sölu þessari hafa verið drýgstur hluti þess fjár, sem klúbburinn hefur getað lagt fram til líknarmála. Nú er ætlunin að veita því fé sem safnast einkum til tækja- kaupa fyrir Fjórðungssjúkra- húsið en þar er þörfin brýn og fjármagn mjög naumt skammt- að. Klúbburinn þakkar bæjar- búum góðar móttökur á liðn- um árum og væntir hins sama frá þeirra hendi að þessu sinni. Söfnun Lionsmanna á notuðum gleraugum Lionsklúbbarnir á íslandi hafa ákveðið að safna notuðum gler- augum um land allt vikuna 11.- 18. nóvember. Gleraugu eru meðal þeirra hluta sem fáir henda og þvi liggja víða gler- augu, sem hætt er að nota. Engar líkur eru til þess að gler- augu þessi verði notuð hér á landi og er því kjörið að gefa þau fátækum þjóðum þar sem þau geta bætt sjón sjóndapra. Söfnunin fer þannig fram að lionsklúbbar hver á sínu svæði munu koma fyrir vel merktum kössum á söfnunarstöðum, sem eru verslanir, apótek og bensín- stöðvar. í þessa kassa er fólk beðið um að láta notuðu gler- augun. Lionsfélagar munu hafa eftirlit með kössunum og tæma þá reglulega. Að söfnuninni lokinni munu lionsfélagar safna saman öllum gleraugunum - athuga hvort þau séu heil - og senda þau síðan til Sri Lanka (Ceylon). Þegar gleraugun koma til ákvörðunarstaða taka lions- félagar á móti þeim og þar verða gleraugun yfirfarin, mæld og flokkuð. Lionsklúbbar þar hafa rekið augnlækningarstöð, þar sem barist hefur verið við^gláku og aðra augnsjúkdóma. A stöð þessari hafa þúsundir verið skornir upp við gláku og þurfa mjög margir þeirra að ganga með gleraugu um lengri eða skemmri tíma. Gleraugun, sem hér hafa legið í skúffum og skotum um ára- bil hafa því raunverulegt nota- gildi. Á Sri Lanka er mikil fátækt og fólk hefur ekki efni á að kaupa sér gleraugu. Þar sem Lionsmenn á íslandi og Sri Lanka vinna saman er tryggt að gleraugun komast í réttar hend- ur. Söfnunin hefur mætt miklum velvilja og áhuga. Geta má þess að Vigdís forseti féllst fúslega á að gefa fyrstu gleraugun og kunna lionsmenn henni bestu þakkir fyrir. Ástæða er til að hvetja alla landsmenn til að gá að gömlum heilum gleraugum og láta þau í söfnun lionsmanna. Með því stuðlum við öll að bættum heimi samhjálpar og vináttu. Helgi Baldursson, formaður söfnunarnefndar. Fjórðungssamband Norðlend inga og Stjórnunarfélag íslands Ef næg þátttaka fæst verður boðið upp á námskeið Stjórnunarfélags íslands: Tollskjöl og verðútreikningur: Markmið: Að auka þekkingu þeirra sem inn- flutning stunda og stuðla þar með að bættum afköstum og tímasparnaði. Efni: - Helstu skjöl og eyðublöð við tollaf- greiðslu og notkun þeirra. - Meginþættir laga og reglugerða er gilda við tollafgreiðslu vara. - Grundvallaratriði tollflokkunar. - Helstu reglur við verðútreikning. - Gerð verða raunhæf verkefni. Þátttakendur: Einkum ætlað þeim sem hafa inn- flutning í smáum stíl og iðnrekendum sem ekki hafa mikinn innflutning. Leiðbeinandi: Karl Garðarsson, viðskiptafræð- ingur, deildarstjóri á skrifstofu tollstjóra. Verð: kr. 3.120,- fyrir félagsmenn í Stjórnun- arfélagi (slands, kr. 3.900,- fyrir aðra. Staður og tími: Hótel Varðborg, Akureyri, 30. nóv. - 1. des. 1984. Hefst kl. 9.30 fyrri daginn og stendur til hádegis daginn eftir. (12 tímar). Skráning þátttakenda: Hjá Fjórðungssambandi Norðlendinga, sími 22270 og 22453. Frestur til að láta skrá sig á námskeiðið er til 27. nóvember. FRAMURSTEFNA I HONNUN OG TÆKNI valinn bíll ársins í Japan '83—'84

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.