Íslendingur


Íslendingur - 15.11.1984, Blaðsíða 4

Íslendingur - 15.11.1984, Blaðsíða 4
4 3blcudin0ur FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 1984 Útgefandi: íslendingur hf. Ritstjórh Tómas Ingí Olrich Auglýsingastjóri: Kristin Ottesen Ritstjóm. slml: 21501 Auglýsingar, símr: 21500 Áskriltargjald: kr. 130 á ársfjóróungi Lausasala: kr. 10 eintakið Auglýsingaverð: kr. 150dálksm. Prentun: Taeknideild islendings og Dagsprent Nýju fötin keisarans Það hefur komið berlega í Ijós, í sjónvarpi og dag- blöðum, að Steingrímur Hermannsson, forsætis- ráðherra, og Svavar Gestsson, formaður Alþýðu- bandalagsins, geta ekki komið sór saman um það, hver eigi heiðurinn af svokölluðu ,,kaupróni", sem átti sér stað á fyrsta og öðrum ársfjórðungi 1983, þegar verðbólga var á bilinu 110 og 130%. Það þarf ekki að velta lengi vöngum yfir þvf hver muni hafa betur í þeirri deilu, því hún er fremur ójöfn. Annars vegar er forsætisráðherra að verja þann árangur, sem ríkisstjórn hans hafði náð í baráttu við verðbólgu, og undirbúa jarðveginn fyrir áfram- haldandi tilraunir til viðnáms. Hins vegar er for- maður Alþýðubandalagsins að reyna að bjarga sjálfum sér og flokki sínum undan þeirri höfuð- synd verkalýðsflokks að hafa átt þátt í „kaup- ráni". Leikurinn er ójafn, fyrstog fremstvegna þess að aöilar leika ekki eftir sömu reglum. Hver svo sem eftirmæli Framsóknaráratugarins verða að lokum, þá verður það ekki með góðu móti borið á Fram- sóknarmenn, að þeir hafi hlaupist undan ábyrgð. Á viðsjárverðum tímum eins og 1973 og 1982, þegar þjóðin hafði verið leidd í ógöngur, voru þeir reiðubúnir að axla byrðarnar. I fyrra skiptið hlutu þeir fyrir refsingu kjósenda, en óvíst er hvernig það færi nú. Alþýðubandalagið á hins vegar langa hefð f að hfaupast undan ábyrgð og hefir fagt sér tif at- hyglisverða sjónhverfingalist til að þjóna því hlut- verki, sem flokkurinn hefur þannig tekið að sér f íslenskum stjórnmálum. Alþýðubandalagið fær að vfsu ekki mikið fyrir list sfna, þegar til lengri tfma er litið, en honum er sjaldan refsað veru- lega, og hann kemst yfirleitt billega frá hlutverk- inu. Það kostar til dæmis mjög Iftið að vera her- námsandstæðingur í landi sem ekki er hernumið. Meðal merkilegustu afreka Alþýðubandalags- ins í pólitískum blekkingum er vafalaust eftir- leikur orrustunnar, sem flokkurinn vann undir vfgorðinu „samningana f gildi", þegar hann komst móður en að mestu ósár frá því að ógilda samninga þráfaldlega að kosningum loknum. Annan athyglisverðan sigur vann Alþýðubanda- lagið, þegar það kæfði stefnu Sjálfstæðisflokks- ins með orðalagsbreytingu og sneri „leiftursókn gegn verðbólgu" f „leiftursókn gegn Iffskjörum". Nú stendur Alþýðubandalagið frammi fyrir nokkrum vanda. Sfðustu mánuðina, sem ríkis- stjórn Gunnars Thoroddssen sat að völdum, báru tök hennar á efnahagsmálum óneitanlega keim af „leiftursókn gegn llfskjörum". Af þeim verkum þarf Alþýðubandalagið að þvo hendur sfnar. Þeir, sem tóku við stjórnartaumunum í maf 1983, framkvæmdu „leiftursókn gegn verðbólgu". Raunveruleikinn hefur þvf leikið Alþýðubandalag- ið grátt. Við þvf bregst flokkurinn á kunnugleg- an hátt. Aðferðin er að koma „kaupráninu" á þá sem tóku við þrotabúinu vorið 1983. Skraddarar Alþýðubandalagsins hafa sniðið foringja sfnum ný föt. Þau eru eins og þau gömlu. Þegar forsætisráðherra bendir á keisarann, eins og barnið f ævintýrinu, og finnst hann fáklæddur, er ekki til annars að grfpa en sjónhverfinga. Hæfi- leikar Alþýðubandalagsins á þessu sviði verða ekki dregnir f efa. Hins vegar eru þeir þjóðinni til Iftils gagns nema sem skemmtun. Og skemmtun- in er dýr, einkum þó fyrir láglaunafólk og elli- iffeyrisþega. TIO Álverið í Straumsvík Úr ræðu formanns stóriðjunefndar: Staðan í stóriðjumálum Á aðalfundi kjördæmisráðs Sjálf- stæðisflokksins á Norðurlandi eystra, sem haldinn var á Akur- eyri sl. helgi, flutti Birgir ísleif- ur Gunnarsson, alþingismaður og formaður stóriðjunefndar, erindi um stöðuna í stóriðju- málum. Efnahagsleg rök í upphafi máls síns greindi Birgir frá helstu rökum, sem hefðu hnigið til þess, að Is- lendingar sjái sér hag í að reka orkufreka stóriðju. Landið bjó yfir miklum ónýttum orkulind- um á sama tíma og efnahags- líf var of einhæft. Á þeim tíma, sem ráðist var í að reisa Búr- fellsvirkjun voru um 90% af út- flutningsverðmætum Islendinga fiskafurðir, en nema nú um 70%. Ál, járnblendi og kísil- gúr eru um 21% af útflutnings- verðmætum í dag. Birgir Isleifur gat þess, að miklar hrakspár hefðu fylgt Búrfellsvirkjun og álverinu við Straumsvík, en þær spár hefðu ekki ræst. Hreinar gjaldeyris- tekjur vegna álversins næmu árið 1983 33.8 milljónum banda- ríkjadala, eða um 1.100 milljón- um króna. Af þeim tekjum væri fjórðungur vegna orkusölu, en þrír fjórðu hlutar vegna annarra tekjuliða. Margfeldisáhrif stór- iðju væru mikil. Gleggsta dæmi um þau áhrif væri Hafnarfjörð- ur, sem hefði tekið fjörkipp eftir að álverið tók til starfa. Formaður stóriðjunefndar benti á, að með tilkomu stór- iðjunnar hefði mjög tækni- væddur iðnaður verið fluttur inn á landið, auk þess sem Islend- ingar byggju nú yfir stóraukinni þekkingu á undirbúningi og hönnun virkjana. Raforkuverð til stóriðju Mikið hefur verið um það deilt, hvort rafmagn hafi verið selt álverinu undir kostnaðarverði. Birgir ísleifur fjallaði nokkuð um þetta. Tók hann það fram, að auðvelt væri að deila um þetta atriði, því kostnaðar- verð væri afstætt og mikið álita- mál, hvaða kostnað bæri að taka með í reikninginn, til dæmis ætti það við um dreifingarkostnað. Hann kvað kostnaðarverð orku frá Búrfellsvirkjun nú vera um 6 mills, en frá Hrauneyjarfoss- og Sigölduvirkjun um helmingi hærra. „Hjörleifur Guttorms- son óskaði eftir því í ráðherra- tíð sinni, að Orkustofnun reikn- aði út, hvort almenningur borg- aði hærra verð fyrir rafmagn vegna álversins í Straumsvík. Niðurstöður Orkustofnunar voru á þann veg, að almennt orkuverð hefði verið hærra, ef álverið hefði ekki komið til sög- unnar.” Birgir ísleifur Gunnarsson í erindi Birgis ísleifs kom það einnig fram, að tekjur af Isal nægja til að greiða vexti og af- borganir af Búrfellsvirkjun á 25 árum, og hugsanlega skemur, vegna nýs orkusölusamnings við Isal. Nýr orkusölu- samningur Ræðumaður gerði stuttlega grein fyrir nýjum orkusölu- samningi sem iðnaðarráðherra hefði gert við Alusuisse. Eins og kunnugt er, hafði ráðherrann þegar samið um hækkun úr 6.5 mills í 9.5 mills. Samkvæmt nýja samningnum er grunnverð 15 mills, en breytist til samræmis við álverð. Getur það orðið lægst 12.5 mills en hæst 18.5 mills. Samkvæmt spá um þróun álverðs næstu 5 ár, má reikna með að tekjuauki verði rúmlega 2.000 milljónir króna. Ef samkomu- lag hefði náðst á grundvelli samningsins árið 1979 hefði hann fært þjóðinni í auknar tekjur kr. 1.800 milljónir. Áliðnaður eftirsóttur Fram kom í máli formanns stóriðjunefndar, að það væri út- breiddur misskilningur, að Evrópuríki væru að reyna að losa sig við áliðnaðinn vegna mengunar, sem frá honum staf- aði. Vandamál áliðnaðarins í Evrópu væri hátt orkuverð, en ekki mengun. Evrópuríki reyndu að halda dauðahaldi í ál- iðnaðinn, sem leitaði frá Evrópu þangað sem orkuverð væri hag- stæðara. Staðan í orkumálum I erindi Birgis ísleifs kom fram, að hagkvæm orka í landinu er nú metin um 50 Twh (1 Twh = 1000 Gwh, Straumsvík notar um 1300 Gwh á ári, en fram- leiðsla Blönduvirkjunar verður um 750 Gwh eða 0.75 Twh). Af þessum 50 Twh höfum við nýtt um 3 Twh. Samkvæmt spá um orkuþörf til ársins 2000 er gert ráð fyrir, að ef ekki kemur til ný stóriðja, verði þörfin 6 Twh. Verði byggð þau stóriðjuver, sem nú eru í athugun, verður þörfin 10 Twh. Núverandi nýt- ing jarðvarma er um 1-2% af tæknilega nýtanlegri orku. Fýsilegur samstarfsaðili Undir lok erindisins fjallaði Birgir ísleifur um þau störf stóriðjunefndar, sem sneru að .Eyjafirði. Sagði hann, að það hefði verið eitt af höfuðverk- efnum nefndarinnar að kanna möguleika á því, að reist yrði stóriðjuver í héraðinu. Haft hefur verið samband við flest stóriðjufyrirtæki í áliðnaði í heiminum. Allmörg þeirra, svo sem bandarísku fyrirtækin ALCOA og ALUMAX og franska fyrirtækið Pechiney hafa sýnt áhuga á samvinnu við íslendinga. En það fyrirtæki, sem langmestan áhuga hefur sýnt, er kanadíska fyrirtækið ÁLCAN. Það er nú stærsti ál- framleiðandi í heimi. Fulltrúar fyrirtækisins hafa tvisvar komið til landsins til viðræðna við íslenska aðila og til að kynna sér aðstæður hérlendis. Formaður stóriðjunefndar lýsti því sem sannfæringu sinni, að öll kynni hans af ALCAN og starfsmönnum fyrirtækisins bentu til þess, að það væri fýsi- legur samstarfsaðili. Erfitt er að segja til um framhald viðræðna við ALCAN. Ljóst væri, að þró- un álverðs hefði veruleg áhrif á áhuga á fjárfestingu í áliðnaði. Sá áhugi hefði verið allmikill síðastliðið ár, en hefði dofnað nokkuð upp á síðkastið. Þá væri einnig nauðsynlegt að fá úr því skorið, hve mikil andstaða væri í raun og veru gegn því, að álver risi í Eyjafirði.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.