Íslendingur


Íslendingur - 15.11.1984, Blaðsíða 5

Íslendingur - 15.11.1984, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 1984 Jðlcudinaur 5 Stjórnmálaályktun kjördæmisráðs Ályktun um stóriðju Einn vænlegasti kostur varð- andi atvinnuuppbyggingu í framtíðinni er aukin nýting á orkuauðlindum landsmanna. Sú nýting byggist fyrst og fremst á stóriðjufyrirtækjum, sem breyta orkunni í útflutnings- vöru. Kjördæmisráð Sjálfstæð- isflokksins í Norðurlandskjör- dæmi eystra fagnar því stefnu iðnaðarráðherra og tilraunum stóriðjunefndar til að koma slíkum atvinnurekstri á fót. Á Eyjafjarðarsvæðinu hefur nú um sinn gætt stöðnunar og jafnvel hnignunar í atvinnulífi. Fólksfjölgun hefur engin orðið og jafnvel er um brottflutning fólks af svæðinu að ræða. Þess- ari þróun verður að snúa við. Því hvetur Kjördæmisráðiðeindreg- ið til þess, að næsta stóriðju- fyrirtæki, sem reist verður, verði staðsett í Eyjafirði, enda er slíkt þjóðhagslega nauðsynlegt til þess að eðlilegt byggðajafnvægi haldist í landinu. Kjördæmis- ráðið hvetur til aukinnar sam- stöðu og sóknar Eyfirðinga í þessu mikla hagsmunamáli hér- aðsins, þannig að ákvörðun geti legið fyrir sem fyrst. Á aðalfundi kjördæmisráðsins gerði Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson grein fyrir tillögum um nýjar prófkjörsreglur. Kjördæmisráð Sjálfstæðisfélag- anna í Norðurlandskjördæmi eystra leggur sem fyrr áherslu á nauðsyn þess, að stöðugleiki sé í efnahagslífinu. Sterkur gjald- miðill, frjálsræði í viðskiptum og arðsemi í fjárfestingum eru for- senda þess, að unnt sé að skapa atvinnuvegunum lífvænleg rekstrarskilyrði til frambúðar. Einungis aukinn afrakstur þjóð- arbúsins getur tryggt lands- mönnum öllum batnandi lífs- kjör og sómasamlega afkomu heimilanna. Á liðnum verðbólguárum gætti vaxandi hneigðar til spá- kaupmennsku og óarðbærrar fjárfestingar, sem að lokum olli hruni lífskjara á miðju ári 1982. Það var óhjákvæmileg afleið- ing af vaxandi skuldasöfnun er- lendis og langvarandi halla undirstöðuatvinnuveganna í góðæri. í kjölfarið sigldi lengra samdráttarskeið en Islending- ar höfðu þolað í mannsaldur, og á þessu ári dró svo úr afla, að óhjákvæmilegt var að setja kvóta á öll fiskiskip. Þetta hefur valdið samdrætti í hinum strjálu byggðum, sem leitt hefur af sér óeðlilega þenslu og bú- ferlaflutning til Stór-Reykja- víkursvæðisins. Til tímabund- ins og alvarlegs atvinnuleysis hefur komið í einstökum sjávar- plássum vegna minnkandi afla. Við þessi skilyrði er brýnasta verkefnið að Sregðast svo við rekstrarvanda sjávarútvegsins, að hann fái viðunandi starfs- grundvöll og skipi þann sess, sem honum ber sem höfuð- atvinnuvegi þjóðarinnar. Rétt er að vekja athygli á því að í erfiðri skuldastöðu þjóðarinnar við út- lönd, þá er hlutur útgerðar 16%, en hún aflar um 70% af öllum útflutningi þjóðarinnar. Stjórnarskiptin á sl. ári mörk- uðu þáttaskil. Þá var brugð- ist hart við efnahagsvandan- um með alhliða ráðstöfunum, sem ollu því, að verðbólgan hrökk úr 130% í 20% á nokkrum mánuðum. Jafnframt tókst að stöðva, að enn frekar drægi úr kaupmætti, og hefur hann farið batnandi á yfír- standandi ári skv. upplýsing- um kjararannsóknarnefndar. Enginn vafi er á því, að stöðugleikinn í efnahagslífinu og aukið frjálsræði í viðskiptum hafa vakið nýtt frumkvæði og framtak í atvinnurekstri, sem mun skila sér í auknum þjóð- artekjum. Mikilsvert er að ekki fyrnist yfir þá reynslu, sem þjóðin varð að þola vegna verðbólgunn- ar og lýsti sér í versnandi lífs- kjörum, minnkandi þjóðar- framleiðslu og meiri mismunr unar þegnanna en nokkru sinni á þessari öld. Þessi sársauka- fulla lexía átti að geta komið í veg fyrir þá verðbólgusamn- inga, sem gerðir hafa verið eftir fjögurra vikna verkfall opin- berra starfsmanna. Illu heilli var þeirri leið hafnað, að bati lifs- kjara á næsta ári yrði tryggð- ur með hóflegum peningalauna- hækkunum, sem fylgt yrði eftir með ráðstöfunum á sviði ríkis- fjármála og skattalækkunum. Með þeim hætti hefði tekist: 1. að tryggja batnandi lífs- kjör; 2. að viðhalda jafnvæginu í þjóðarbúskapnum og stöðugu gengi; 3. að skapa svigrúm fyrir fyrirtækin til að greiða hluta af lífskjarabótunum; 4. að færa á erfiðleikatímum hluta af kaupmætti ríkis- ins yfir á heimilin. Eftir á viðurkenna flestir að skaðinn er skeður. Þjóðin hefur öll tapað á verðbólgusamning- unum og þeir mestu, sem síst skyldi og mestar færðu fórnirn- ar. Þar sannast sem oft áður, að sjálfsskaparvítin eru verst. Ríkisstjórnin stendur nú á krossgötum. Vilji hún halda trausti þjóðarinnar er óhjá- Frá aðalfundi kjördæmisráðs kvæmilegt, að hún geri við- eigandi ráðstafanir til að jafn- vægi skapist á ný í efnahags- lífinu og tryggi meðal annars stöðugt gengi krónunnar í sam- ræmi við afkomu útflutnings og samkeppnisatvinnuveganna. Til þess að tryggja kaupmáttinn á næsta ári er óhjákvæmilegt að lögfesta víðtækar lækkanir á tollum og vörugjaldi og lækka tekjuskatt verulega. Kjördæmisráð lýsir yfir áhyggjum sínum vegna versn- andi stöðu strjálbýlisins og legg- ur áherslu á eftirfarandi: 1. Kjami heilbrigðrar byggða- stefnu er annars vegar fólginn í öflugu og arðsömu atvinnulífi, svo að afrakstur vinnunnar varðveitist, þar sem verðmæt- anna er aflað. Hins vegar er nauðsynlegt að efla byggðir Eyjafjarðar til mótvægis við Stór-Reykjavíkursvæðið. 2. Greiðar samgöngur í kjör- dæminu og við Austurland styrkja gagnkvæm tengsl og eru forsenda alhliða þjónustu- og iðnaðaruppbyggingar á svæð- inu. Næstu stórverkefni í vega- málum eru í fyrsta lagi göng um Olafsfjarðarmúla og er brýnt að lokið verði rannsóknum á gerð þeirra hið allra fyrsta og hafnar framkvæmdir, og í öðru lagi lagning varanlegs slitlags á þjóðveginn til Reykjavíkur, sem hvort tveggja í senn lækkar vöruverð norðanlands og stuðl- ar að iðnþróun þar með ódýr- ari og greiðari markaðssetningu á framleiðsluvörum þaðan á Stór-Reykjavíkursvæðinu. 3. Ljúka verður rannsóknum á náttúrufari við Eyjafjörð vegna álverksmiðju hið allra fyrstav 4. Á næsta ári verður að ljúka botnrannsóknum áhafnarsvæð- unum við Húsavík með stór- iðju eða nýiðnað fyrir augum. 5. Treysta verður starfsskil- yrði skipasmíðaiðnaðarins og tryggja í lánsfjárlögum að við- hald og endurbætur á fiski- skipastólnum geti farið fram hér á landi. Mikilvægt er að hið fyrsta verði endurnýjunarþörf fiskiskipastólsins metin, svo að innlendar skipasmíðar hefjist að nýju. 6. Samhliða þeim breyting- um, sem verið er að undirbúa og gera á starfsgrundvelli land- búnaðarins, verður að gera landið að einu markaðssvæði. 7. Sérstakt átak verði gert til a.ð efla ferðamannaiðnaðinn, sem er vaxandi og gjaldeyris- skapandi atvinnugrein, með samvinnu einkaaðila, sveitar- félaga og Ferðamálaráðs. 8. Menntamál strjálbýlisins verði tekin til endurskoðunar. Sérstaklega verði athuguð heild- arstefna í framhaldsskólamál- um kjördæmisins. Uppbygg- ingu Verkmenntaskólans á Ak- ureyri verði hraðað og hafist handa um byggingu heimavist- ar. Háskóladeild rísi á Akur- eyri. 9. Fyrirhugað þróunarfélag, sem stofna á skv. samkomu- lagi stjórnarflokkanna, verði stofnað á Akureyri og þar verði aðalskrifstofa þess. Kjördæmisráð skírskotar til þjóðarinnar allrar um að íhuga síðustu atburði í kjaramálum, afleiðingar þeirra og draga lær- dóm af þeim. Ný verðbólgu- skriða bætir einskis manns hag og mun ekki gera. Því er mikil- vægt að tíminn til næstu kjara- samninga verði notaður til hins ítrasta, svo að unnt verði að finna lausn, sem allt í senn við- heldur stöðugleika é efnahags- málum, bætir lífskjörin og skap- ar fyrirtækjum skilyrði til að standa undir þeim. Kjördæmis- ráð leggur áherslu á að starfs- mat og laun verði byggð á rök- um en ekki hefðum. Með breytt- um þjóðfélagsháttum standa konur jafnfætis körlum sem fyrirvinnur heimilanna. Það kemur í hlut Sjálfstæðis- flokksins nú sem fyrr að vinna að þjóðarsátt. Það er í samræmi við sögu hans, stöðu og grund- vallarstefnu að hafa um það forystu. Sigurður Hannesson endurkjörinn formað- ur kjördæmisráðs í stjórn kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Norðurlandskjör- dæmi eystra voru kjörnir: Aðalmenn: Sigurður Hannesson, Akureyri, formaður Erna Jóhannsdóttir, Ólafsfirði Höskuldur Jónsson, Húsavík Skírnir Jónsson, Skarði, Grýtubakkahreppi Sverrir Leósson, Akureyri Varamenn: Guðfinna Thorlacius, Akureyri Þorsteinn Aðalsteinsson, Dalvík Helgi Ólafsson, Raufarhöfn Benjamín Baldursson, ytri-Tjörnum Margrét Yngvadóttir, Akureyri

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.