Íslendingur


Íslendingur - 15.11.1984, Blaðsíða 8

Íslendingur - 15.11.1984, Blaðsíða 8
SjatJUfM • RÉSTAURANT Mánasalur nýbreyttur, fyrstaflokks matur og þjónusta Fá uppreisn æru Hús og Ijósmyndastofa Hallgríms Einarssonar gerð upp Hafnarstræti 41 á Akureyri er ari áriO 1903 og hjó þar til hæð, í norðvesturhorni hússins. merkilegt hús. Það hús byggði dauðadags 1948. Ljósmynda- Lengi stóö letrað stórum stöfum Hallgrímur Einarsson Ijósmynd- stofa Hallgríms var á annarri á norðurgafli hússins Atelier H. Einarsson. Hallgrímur Guðmundsson að störfum við hús sitt Fjársöfnun samtaka um kvennaathvarf Kvennaathvarf var opnað á Akureyri 1. ágúst sl. á vegum Samtaka um kvennaathvarf á Norðurlandi, sem stofnuð voru í janúar á þessu ári. I samtök- unum eru nú um 230 manns. Kvennaathvarf hefur auglýstan símatíma tvisvar á dag, frá kl. 14.00-16.00 og frá kl. 20.00- 22.00. í kvennaathvarfinu starfar ein kona í fullu starfi. Auk þess hafa allmargir sjálfboðaliðar starfað hjá samtökunum. Nám- skeið hafa verið haldin í tví- gang til að þjálfa þetta starfs- fólk. Allir þeir sem starfa við Kvennaathvarfið eru bundnir þagnarskyldu, og enginn þeirra, sem leitar aðstoðar eða ráðlegg- inga, er spurður nafns. Þrátt fyrir fjárhagsaðstoð, sem Akureyrarbær veitti sam- tökunum á þessu ári, auk þess sem önnur sveitarfélög á Norð- urlandi veittu styrk, er fjár- hagurinn mjög bágborinn. Af þessum sökum gangast samtök- in fyrir fjársöfnun á Norður- landi og stendur hún dagana 17. og 18. nóvember. Seld verða merki, og kostar 50 krónur hvert. í sumar hefur veriö unnið að gagngerum endurbótum á þessu húsi. Núverandi eigendur eru Olga Hallgrímsdóttir (Einars- sonar) og sonur hennar Hall- grímur Guömundsson. Hall- grímur hefur í hyggju aö koma eigninni í upprunalegt horf. Fót- stykki hússins hefur verið endur- nýjaö og svalir á austurhlið fjar- lægðar. Svalirnar verða endur- byggöar og er auk þess ætlun Hallgríms aö endurreisa ljós- myndastofu afa síns. Til þess þarf að koma fyrir tveimur stór- um gluggum. öðrum nyrst á vesturhlið hinum á þaki húsins. Það var með aðstoð þessara miklu glugga sem Hallgrími Einarssyni tókst aö skapa þá sérkennilegu birtu, sem einkenn- ir flestar studíómyndir hans. Veröur það aö teljast mikils virði fyrir bæinn að hús og ljós- myndastofa Hallgríms Einars- sonar skuli með þessum hætti hljóta uppreisn æru. Af öllum ólöstuðum, hefur enginn ljós- myndari lagt meira af mörkum til að varöveita í myndum Akur- eyri eins og húr. leit út þrjá fyrstu áratugi þessarar aldar. Dóttursonur Hallgríms og nafni hans Guömundsson, er hvorki meö, öllu ókunnugur gömlum húsum né baráttunni fyrir varð- veislu þeirra, því hann er núver- andi formaöur Torfusamtak- anna í Reykjavík. Frá undirskrift samningsins. Frá vinstri: Stefán Stefánsson, bæjarverkfr., Hallgrímur Indriðason, framkvæmdastj. S.E., Ingibjörg Auðunsdóttir, form. skrúðgarðanefndar, Sigfriður Þorsteinsdóttir, forseti bæjarstjórnar Akureyrar og bæjarstjóri, Helgi Bergs Nýr samningur undirritaður Undirritaður hefur verið nýr samningur milli Skógræktar- félags Eyfirðinga og Akureyr- arbæjar. Samningur þessi kem- ur í stað eldri samnings um úti- vistarsvæðið í Kjarnaskógi. Þessi nýi samningur gerir ráð fyrir auknum verkefnum, sem bærinn getur fengið skógrækt- arfélaginu á sviði skógræktar og útivistar. Þá er einnig ákvæði um það í samningnum, að úti- vistarsvæðið í Kjarna heyri undir skrúðgarðanefnd og situr framkvæmdastjóri félagsins þá fundi skrúðgarðanefndar, sem um útivistarsvæði fjalla. Hallgrímur Indriðason fram- kvæmdastjóri skógræktarfélags- ins taldi fullvíst, að samn- ingur þessi mundi hafa í för með sér aukna skógrækt í bæjarland- inu, og að umfjöllun um úti- vistarmál yrði auðveldari og í eðlilegri tengslum við aðrar framkvæmdir í bænum. Hann sagðist hafa átt gott samstarf við garðyrkjustjóra og skrúðgarða- nefnd en það samstarf mundi aukast og styrkjast vegna þessa nýja samnings. Höfuðborgin rúmast ekki Snemma á þessu ári kom út á vegum Skipulags ríkisins og Framkviemdastofnunar bók. sem nefnist Landsskipulag og á;etlanagerö. Rítinu er ætlaö aö vera eins konar handbók viö skipulags- og áætlanagerö. í verkinu er Ijöldi mynda. korta og súlurita. sem veita margvíslegar upplýsingar um ís- lenskl þjóötelag í heild. um ílesta meginmálaflokka og um slööu landshluta og kjördæma innan heildarinnar. í bókinni eru átta aöalkaflar. sem fjalla um landkosti. stjórnsýslu. mann- fjölda. atvinnuvegi. heilbrigöis- mál. menntamál. samgöngumál og orkumál. Bókin er hið mesta þing og hafsjór af upplýsingum. Áuk þess er hún vönduö aö gerö og frágangur og útlit til sóma. texti allskýr og flestar teikningar og kori gefa glögga mynd af því. sem þeim er tetlaö aö varpa ljósi Höfundar bókarinnar eru skipulagsfræöingamir Stefán Thors arkitekt og Siguröur Guö- mundsson verkfræöingur. Eiga .þeir og aörir. sem aö bókinni hafa slaöiö. þakkir skildar fyrir vel unniö verk. Þó er þaö svo meö þetta verk sem önnur mannanna verk. aö aldrei verður öllum gert til hæfts í bókinni eru m.a. kort. sem sýna ársverk i iönaöi 1981 á þéttbýlis- stööum meö fleiri en 200 íbúa. Athvgli lesandans beinist strax aö því. hve hlutur höfuöborgar- innar er rvr í þessari atvinnu- grein. Þó tekur út yfir allan þjófabálk. þegar litiö er á næstu síöu. þar sem sýnd eru ársverk í verslun og þjónustu 1981, því þar er hlutskipti Reykjavíkur lít- iö skárra. Hingaö til hefur verið álitiö. aö í þeim efnum væri sá landshluti ekki afskiptur. Þegar lesandinn er aö því kominn aö lofsyngja valddreifingu fram- sóknáratugarins rekur hann aug- un í smáletraöa athugasemd, þar sem þess er getiö af fullkomnu lítillæti. aö höfuðborgarsvæöiö sé ekki meötalið. Og hvers vegna ekki? Þaö kemst ekki fyrir. Svo m Matvælaiönaöui Vefjariðnaöur Trjávöruiönaöur Annar iönaöur Reykjanessvæöi MYNO.JB ÁRSVERK í IÐNAÐI 1981 IÖÐRUM EN FISKIONAÐI OG MÁLM- OG SKIPASMÍÐUM) A ÞÉTTBÝLISSTÖÐUM MEÐ FLEIRI EN 200 iBÚA einfold ersú skýring. Þetta er bagalegt. ekki síst vegna þess sem skipulagsstjóri ríkisins, Zóphónías Pálsson. get- ur í eins konar eftirmála, aö bókin eigi aö ..gefa í stórum dráttum sem gleggsta mynd af þróun hinna ýmsu þátta þjóöar- búsins . . . meö einfoldun skýr- ingarmyndum. sem auðvell er aö átta sig á". Rétt er aö benda á. aö ef höfundarnir heföu smækkaö ís- land nógu mikið. heföi höfuö- borgin komist fyrir á síðunni. Slík mynd hefði gefið „glögga mynd" af vandamálinu, sem „auövélt heföi veriö aö átta sig á”. „Eftir því sem þjóöfélagsgerö- in veröur flóknari er æ meiri erfiðleikum bundið að meta stööu ákveðins þéttbýlis innan viökomandi landshluta og á sama hátt stöðu landshlutans innan landsheildarinnir”, segir í inngangi verksins. Fyrir þá. sem á raunsæjan hátt meta stööu höfuöborgarinnar innan lands- heildarinnar. vantar tvö kort í bókina. en fyrir hina sem vilja stinga höföinu í sandinn eru framangreind tvö kort á bls. 69 °g 7I.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.