Morgunn


Morgunn - 01.12.1980, Blaðsíða 6

Morgunn - 01.12.1980, Blaðsíða 6
100 MORGUNN Þegar mannlýsingin hér að framan er höfð i huga, er ekki að furða þó maður verði undrandi, þegar maður kemst að raun um það, að þessi Ijúfi unglingur átli eftir að verða einn furðulegasti byltingamaður í mannkynssögunni. Flestar byltingar koma að neðan úr þjóðfélaginu, en hér var byltingamaðurinn þjóðhöfðinginn, sjálfur faraó, sem ekki einungis var einvaldur og æðsti höfðingi í veraldlegum efn- um, heldur einnig trúarleiðtogi þjóðar sinnar; í senn kon- ungur og æðstiprestur. Amenhótep IV ríkti í 17 ár í Egyptalandi, en fyrstu fjögur árin hafði hann lítil raunveruleg völd, því móðir hans, kon- ungsekkjan Tiy, var þá hinn raunverulegi stjórnandi. Hið sérkennilega hugarfar sonar hennar hafði djúp áhrif á hana, og þóttist hún þar kenna öfl, sem fremur væru guðlegs eðlis en mannlegs. Ungi konungurinn var bráðþroska, og um átján ára var hann orðinn raunverulegur stjórnandi þjóðar sinnar. Þegar Amenhótep var tólf ára varð heilsuleysi hans al- mennt áhyggjuefni, ekki einungis fjölskyldu hans, heldur allri þjóðinni. Konungsættin yrði aldauða, ef hann eignaðist ekki afkvæmi. Eftir langa eftirgrennslan um drottningarefni varð egypzk stúlka, Nefertíti að nafni, af göfugu foreldri, fyrir valinu. Hann var þá um tólf ára gamall, en brúðurin níu eða tíu ára. Og skömmu eftir brúðkaupið lézt faraóinn, Amenhótep III, rúmlega fimmtugur, og arfleiddi að völdun- um þennan þrettán ára veikhyggða ungling, sem þegar var farinn að sýna ríka tilhneigingu til að sjá sýnir og dreyma undarlega drauma. Um ástandið í rikinu er það að segja, að sigrar Thútmós- esar III og landvinningar og dugandi stjóm Amenhóteps III höfðu fyllt musterin ómetanlegum verðmætum í gulli, gim- steinum og öðrum dýrgripum. Telja sagnfræðingar, að þessi auðæfi hafi haft spillandi áhrif á prestastéttina, sem smátt og smátt hafi tekið að vanrækja heilagar skyldur sínar og rotna siðferðilega. En hér ber þess að gæta, að ekki var slíkt eingöngu prestunum að kenna, því faraó Egyptalands var í senn konungur og æðstiprestur. En herskár kontmgur, sem
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.