Morgunn


Morgunn - 01.12.1981, Page 83

Morgunn - 01.12.1981, Page 83
RITST J ÓRARABB 177 efni. Margt er á dagskrá, sem ræða þarf og kynna. Ný viðhorf erlendis mega ekki fara hjá garði án athugunar. Nýjar aðferðir eru prófaðar og gamlar leggjast niður, út- prófaðar. Þessar þarf að þekkja í sundur. Margt nýstárlegt er að gerast í rannsóknum á innsta eðli mannsins, á lífinu, á umhverfi okkar, og ýmislegt er forvitnilegra en aldargamlar hugmyndir. Við erum komin skammt á veg, en þó mun lengra en var fyrir 100 árum: ríkari að þekkingu á lífinu og alheiminum. Lífeðlisfræðin, eðlisfræðin og margar aðrar fræðigreinar hafa eflst. Áhugamenn um sálarrannsóknir, dulsálarfræði, verða að fylgjast með nýjum tíðindum — annars staðna þeir í blindgötum. Á næstunni hyggst stjórn Sálarrannsóknafélags Islands gaumgæfa hin breyttu viðhorf og hefja umræður um end- urskoðun á stefnu og markmiðum Sálarrannsóknafélags- ins. Á hvern hátt verður vísindalegum kröfum beitt við sálarrannsóknir? Hvað eru rannsóknir? Hvaða fræði- greinar skipta máli? Hvernig miðlum við þekkingu sem fengist hefur og er t.d. greint frá í fræðilegum tímaritum á erlendum málum? Þetta eru meiri spurningar en margur hyggur, en nauðsynlegar ef við viljum spyrja áfram að gagni: „Hvað er sálin?“ „Ekki neitt,“ segðu margir. En ef svo er ekki — hvað þá?! 12

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.