Morgunn


Morgunn - 01.12.1989, Qupperneq 6

Morgunn - 01.12.1989, Qupperneq 6
RITSTJÓRARABB MORGUNN Stór hluti af efni þessa heftis fjallar um Siler Birch og kenn- ingar hans. Þar sem hann er kynntur sérstaklega í upphafi kafl- ans þá mun ég ekki fara út í frekari kynningu á honum hér, en að mínu áliti eru orð og kenningar Silver Birch mjög einkenn- andi fyrir slíka leiðbeinendur sem til okkar tala að handan. Vil ég í því efni minna t.d. á Tutu (frb. tætí), leiðbeinanda miðils- ins Gladysar Fieldhouse, en grein um hann birtist í fyrra hefti Morguns 1988. Aðrir slíkir sem fram eru að koma á sjónarsvið- ið í dag tala einnig mjög á svipuðum nótum, enda er „lögmál- ið“ eitt og tilgangurinn sá sami. Við birtum líka stutta grein sem segja má að fjalli um nei- kvæða hlið sem fylgt getur mikilli umfjöllun og margvíslegri starfsemi þeirri sem oft er, með réttu eða röngu, felld undir einn hatt, svo kallaðra dulrænna mála. Vonandi minnir þessi grein okkur á að halda vöku okkar í þessum efnum, ástunda hrein- leika og gott hugarfar varðandi þau ekki síður en önnur í þessu lífi. Og aldrei hefur verið meiri ástæða en einmitt nú, í allri þessari uppsveiflu sem orðin er í títt nefndum dulrænu málum, að standa vörð um þessi málefni, gæta þess að þau verði ekki færð inn á rangar brautir. Það væri hræðilegt slys t.d. ef farið væri að gera þessi eðlilegu Iögmál lífsins að einhverri pen- ingamaskínu og gróðalind einstakra hópa og einstaklinga. Sú hætta er vissulega fyrir hendi og vil ég hvetja alla þá sem þetta lesa til þess að vera á varðbergi gagnvart slíku. Um leið og pen- ingarnir fara að skipta höfuðmáli þá má alltaf búast við óhreinu mjöli í pokahorninu. Og þá er einnig afar líklegt að eitthvað annað ráði ferðinni en hugsjón og umhyggja fyrir vel- ferð einstaklingsins. Peningar munu vissulega alltaf verða nauðsynlegir að vissu marki í þessu starfi sem öðrum hér á jörð, en þeir mega aldrei verða aðal markmiðið. Höfum það ávallt í huga hér eftir sem hingað til. Það er fyrst og fremst kærleikurinn og elskan til meðbræðra okkar og systra sem skiptir máli og slíkt verður ekki keypt fyrir peninga. Með góðri kveðju, Guðjón Baldvinsson.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.