Morgunn


Morgunn - 01.12.1989, Síða 48

Morgunn - 01.12.1989, Síða 48
LEIÐTOGAR BANDAMANNA MORGUNN Winston sá eld í fjarska, gekk þangað og kom þá að húsa- þyrpingu umhverfis kolanámu. Hann barði á dyr eins hússins og sagði húsráðanda að hann hefði lent í slysi. Seinna skrifaði hann: „Sagan rann upp úr mér eins og ég hefði lært hana utan að. Samt hafði ég enga hugmynd um hvað ég ætlaði að segja eða hvernig næsta setning yrði.“ Winston var boðið inn og krafður um meiri upplýsingar. Hann ákvað að segja sannleikann. „Guði sé lof að þú komst hingað“ hrópaði húsráðandinn, „þetta er eina húsið á 32 km svæði þar sem þú yrðir ekki framseldur. En við erum öll bresk hérna og munum koma þér í gegn.“ Húsráðandinn sem var forstjóri ensku kolanámanna í Transvaal hjálpaði Winston að flýja. Churchill gerði sér nú grein fyrir að hann hafði mikilvægu hlutverki að gegna í lífinu. I heimsstyrjöldinni fyrri sagði hann sig úr þingsæti sínu og barðist á vestur vígstöðvunum. Dag einn er hann var með hers- höfðingja sínum, var skotbyrgi hans sprengt í loft upp. Hann sagði seinna. „Og þá fékk ég það á tilfinninguna að hönd hefði á síðustu stundu leitt mig frá feigðarbletti.“ A meðan almenningur í Bretlandi trúði því ekki að það yrði önnur heimsstyrjöld, þá varaði Winston þegar við henni árið 1934. „Þýskaland hervæðist hratt.“ Beiðni hans um meiri hernaðaruppbyggingu var virt að vettugi. Þegar þýski herinn réðst inn í Belgíu og Holland í maí árið 1940, ávítuðu þingmenn ríkisstjórn Chamberlains fyrir um- fjöllun um stríðið og Churchill var kosinn til að stjórna land- inu. Hann sagði: „Mér Ieið eins og ég væri á gangi með örlögun- um og að allt mitt fyrra líf hefði verið undirbúningur fyrir þessa stund og þetta verkefni.“ Churchill kornst hjá slysum og dauða oftar en einu sinni á stríðsárunum vegna andlegra hæfileika sinna. í loftárásum á næturna krafðist hann þess að fara í tíðar öku- ferðir á vettvang og sat hann þá alltaf vinstra megin. í einni slíkri ferð um Richmond Park, Surrey, var hurðin hans megin opnuð. Og að því er virtist að ástæðulausu, þá gekk hann um- hverfis bílinn og settist inn hinum megin. Og þar sem bíllinn 46

x

Morgunn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.