Morgunn


Morgunn - 01.12.1989, Page 53

Morgunn - 01.12.1989, Page 53
morgunn LEIÐTOGAR BANDAMANNA Mackenzic King. Spíritistatrú hans olli niesta hneyksli í stjórnmálum Kanada fyrr og sídar. kanadíska forsetann Mackenzie King, að „halda áfram í þínu starfi — land þitt þarfnast þín.“ Seinna kom hann öðrum skilaboðum til Hr. Kings varðandi heilsu hans, hún væri of tæp til að þola álagið, hann ætti að draga sig strax í hlé.“ Hann spáði einnig fyrir um stríð í Austurlöndum fjær — spá sem rættist því miður. William Lyon Mackenzie King sem var aðeins 17 dögum yngri en Churchill varð forsætisráðherra Kanada árið 1921. Á þriðja kjörtímabili sínu frá áriu 1935-48 gegndi hann forystu hlutverki í aðstoð lands síns við Bandamenn. Mackenzie King var spíritisti. Hann leyndi því ekki við sína nánustu vini sem sumir hverjir sátu miðilsfundi heima hjá hon- um í bókastofunni. Hann notaði bæði kristalskúlu og stafa- borð. Dagbækur hans sýna að hann sá bæði sýnir og dreymdi fyrir atburðum. Móðir hans sem hann dáði mjög, hafði samband eftir andlát sitt til að leiðbeina honum svo og aðrir framliðnir. Þó reyndi enginn þeirra að hafa áhrif á stjórnmálaákvarðanir hans. Hr. King var mjög trúaður maður og skynjaði spíritisma frekar sem vísindi en trú. Hann hrósaði hástöfum sálkönnuð- um og miðlum sem hann fundaði með. 51

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.