Morgunn


Morgunn - 01.12.1989, Síða 58

Morgunn - 01.12.1989, Síða 58
LEIÐTOGAR BANDAMANNA MORGUNN Jósep Stalín. Hann bað iniðil að rœna banka. Hér er mynd af honum á líkbörunum. Svo furðulegt sem það er þá lærði þessi kommúníski bylting- arsinni til prests við prestaskólann í Titlis. Rithöfundarnir Sheila Ostrander og Lynn Schroeder sviptu hulunni af óvenjulegri sögu af því hvernig Stalín stóð fyrir hug- vitsamlegum tilraunumWolt Messing, fyrrum aðalmiðlinum í Rússlandi. Hr. Messing sem var Pólskur gyðingur hafði sýnt mörgum mikils metnum stjórnmálamönnum hæfileika sína. Við innrás- ina í Pólland, flúði hann til Rússlands og varð sovéskur ríkis- borgari. Árið 1940 þegar hann var að sýna miðilshæfileika sína í rúss- nesku leikhúsi, þá var hann truflaður af tveimur lögreglu- mönnum. Þeir þröngvuðu honum inn í bíl og óku með hann til óþekkts ákvörðunarstaðar og skildu við hann í hótelherbergi. Maður kom inn og Hr. Messing varð furðu lostinn yfir að bera þar kennsl á Stalín. Einræðisherrann bað um upplýsingar um nokkra mikilsvirta vini hans. Hverjar væru ráðagerðir þeirra? Hvað væri að gerast í landinu? Pessi undarlegi fundur leiddi til fleiri funda með einræðis- herranum. Á einum þeirra krafðist Stalín þess að gera tilraun með Messing. Hann vildi fá miðilinn til að fremja „sálrænt bankarán” með því að ná 100.000 rúblum frá Gosbankanum í Moskvu, því það þekkti hann enginn. 56

x

Morgunn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.