Morgunn


Morgunn - 01.06.1996, Page 37

Morgunn - 01.06.1996, Page 37
MORGUNN Nauðsynlegt er að opna fyrir og þjálfa vissa hæfileika. En ekki er endilega nauðsynlegt að vera gæddur dulrænum hæfileikum til að nota þessa tegund bænar. Ef við höfum tengst ástar- og vináttuböndum einhverjum sem er látinn, hverfa þau bönd ekki við líkamsdauðann. Við getum hugsað til ástvina okkar og beðið um hjálp þeiixa þegar vandi steðjar að. Við þekkjum það mörg okkar, að þau eru ekki lengi að bregðast við og veita okkur stuðning, ef við erum opin og viljug til að vera farvegur fyrir þá hjálp sem þau geta veitt. í fjórða lagi koma til skjalanna andlegir kraftar í bæninni. Hugsanlega er hér komin uppspretta allrar bænarorku. Og ekki er ólíklegt að lykillinn að uppsprettunni sé ástin eða trú og traust. 35

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.