Morgunn


Morgunn - 01.06.1996, Page 74

Morgunn - 01.06.1996, Page 74
MORGUNN að herða mig upp og grípa þetta einstaka tækifæri. Aldrei hafði verið meiri þörf fyrir hvatningarorð en á þessari stundu. Ég byrjaði á ómerkilegustu hugguninni. Ég sagði að aðstæður okkar í þessari Evrópu á sjötta vetri annarrar heimsstyrjaldar- innar væru alls ekki þær verstu sem hægt væri að hugsa sér. Ég sagði að hver og einn okkar yrði að spyrja sig hvað af því sem hann hefði hingað til misst, væri óbætanlegt. Ég gat mér þess til að þegar betur væri að gáð væri það í raun fátt. Sá sem enn væri á lífi ætti von. Heilbrigði, fjölskylda, hamingja, starfshæfni, auðæfi, þjóðfélagsstaða - allt þetta væri annaðhvort unnt að finna aftur eða byggja upp að nýju. Við værum þó ennþá með öll beinin heil. Allt sem við hefðum orðið að þola gæti nýst okkur seinna. Og svo vitnaði ég í Nietzsche: Það sem gerir ekki út af við mig, gerir mig sterkan. Svo talaði ég um framtíðina. Ég sagði að raunsæismaðurinn hlyti að vera vonlítill um framtíðina. Ég viðurkenndi að við gætum allir reiknað út að möguleikarnir á því að við slyppum lifandi væru sáralitlir. Flekkusóttin væri ekki ennþá komin upp í búðunum, en samt taldi ég lífslíkur mínar aðeins 5%. En ég bætti því við að ég hefði samt engan hug á að gefa upp alla von eða gefast upp. Enginn vissi hvað framtíðin bæri í skauti sér, ekki einu sinni á næstu klukkustund. Þótt við gætum ekki búist við neinum stórkostlegum breytingum á hernaðarsviðinu á næstu dögum, vissu líklega engir betur en við af reynslu okkar í búðunum að skyndilega gæti ótrúlegt tækifæri boðist, að minnsta kosti einhverjum okkar. Til dæmis gæti einhver allt í einu verið settur í vinnuflokk þar sem vinnuaðstæðurnar væru sérstaklega góðar, - en það voru svona atriði sem fanginn gat kallað „heppni“. En ég talaði ekki bara um framtíðina og þá þoku sem huldi hana. Ég talaði ég líka um hið liðna - alla þá gleði sem við hefðum lifað og það ljós sem frá því stafaði inn í myrkrið sem umlyki okkur á þessari stundu. Aftur vitnaði ég til skálds, til þess að forðast að hljóma sjálfur eins og prédikari. “Was Du erlebst, kann keine Macht der Welt Dir rauben.” (Það sem þú hefur Iifað, getur enginn mannlegur máttur frá þér tekið.) Ekki aðeins reynsla okkar heldur allt sem við hefðum gert, allar djúpar hugsanir sem við kynnum að hafa hugsað og allt sem við 72

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.