Jazzblaðið - 01.09.1948, Blaðsíða 5

Jazzblaðið - 01.09.1948, Blaðsíða 5
Af hljómsveitum finnst honum hin gamla hljómsveit Glenn heitins Miller og sex- tet Benny Goodman, skemmtilegastar að hlusta á. Af einleikur- um finnst honum bezt- ir Benny Goodman og hinn frægi trommuleik- ari, Buddy Rich, sem er að hans áliti undra- maður á trommur. Jó- hannes segir, að gam- an sé að hinum nýja jazz-stil Be-bop og gaman verði að fylgj- ast með þróun hans í framtíðinni. Dizzy Gillispie, sem er álit- inn bezti Be-bop trompet-leikarinn, finnst honum vera mjög góður og ótrúlega tekn- iskur. Jóhannes hefur leikið klassislca músik jafnhliða dansmúsikinni í fjölda mörg ár. Hefur hann leikið lengi í Útvarpshljóm- sveitinni, fyrst á tympani og trommur og síðar celló, eins og fyrr er sagt. Einnig hefur hann leikið klassik á kontrabassa, t. d. í Tónlistarskólahljómsveitinni og víð- ar. Þá hefur hann líka leikið klassiska músik að Hótel Borg. í hinum nýstofnaða strokkvartett „Fjarkanum", leikur Jóhann- es á celló, en með honum leika þar, þeir Þorvaldur Steingn'msson og Óskar Cortes á fiðlur og Sveinn Ólafsson á viola. Allt eru þetta úrvals hljóðfæraleikarar, mjög þekktir og færir, svo ekki er að efa, að þessi strokkvartett á eftir að verða mjög vinsæll. Á celló lærði Jóhannes í Tórilistar- skólanum hjá hinum góðkunna cellóista Dr. Edelstein, og er hann útskrifaður þaðan fyrir nokkrum árum. í Félagi íslenzkra hljóðfæraleikara, er Jóhannes formaður prófnefndar félagsins, en það eitt sýnir hve mikils álits hann nýtur meðal hljóðfæraleikara. — H. S. JazMaJ.á 5

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.