Jazzblaðið - 01.09.1948, Blaðsíða 7

Jazzblaðið - 01.09.1948, Blaðsíða 7
ekki troðið upp án þess að æfa eða án þess a® treysta megi á minni hljóðfæraleikar- anna. 0g það sem æft er eða gert eftir Minni, er ekki improviserað. Jazz-sagan leiðir í Ijós, að hópar þeir og tónlistarmenn, sem iðulega eru kallaðir „improviserar11, kafa skýra tjáningu, ekki fyrir undrakraft °undirbúinnar yrkingar, heldur vegna þess áformað hafði verið, að músikin hljóm- aði þannig. King Oliver Gennetts og Okehs Plöturnar eru undantekningarlaust teknar sem helztu dæmin um „alls herjar“ improv- iseringu. Þó hefur trommuleikaranum Baby Dodds, sem lék með Oliver, sagzt svo frá, að öll lögin hafi verið æfð alllengi. Richard M. Jones staðfestir þetta. En sönn improv- 'sering er það, þegar músikin er leikin fyrsta sinni og að öllu leyti ný af nálinni, einnig í augum hljóðfæraleikarans. ÍTr því að tónlistarmenn og jazzunnendur nota þetta hugtak, improvisering, virðist ekki úr vegi að gera grein fyrir meiningu þess í málvenju jazzista. í stórum drátt- um táknar jazz-improvisering það að leika an nótna, eftir eyranu, ef svo mætti segja. En ef þetta fengi staðist, væri sérhver tón- kstarmaður, sem leggur músik á minnið, nnproviseri, einnig svo kallaðir konsert- Píanóleikarar, sem leika án þess að hafa einn einasta blaðsnepil fyrir framan sig. ^n skýringin verður að vera tæknilegri. Jazz-improvisering er í því falin, að tón- listarmaðurinn leyfir sér að breyta laglín- unni og eða teygja úr byggingu samhljóm- anna, en hvort tveggja grundvallast á hin- um upprunalegu tónasamböndum (eða sam- hljómum) lagsins, sem verið er að leika. því er snertir blues, sem eru byggðar Upp af þríundum, verður improviseringin f'i af svipaðri melódiskri og eða harmón- 'skri þenslu út fyrir samhljómabygginguna. Margir jazzistar geta improviserað með þessum hætti. Það er svo alvanalegt, að Það má þykja hálf skrítið að vera að benda a hina barnalegu aðdáun, sem svo margir Jazzunnendur bera fyrir því. Leikni, minni, bekking á samhljómum og næmur smekk- ur á góðri frasasetningu, blæbrigðum og föfinningu: þetta eru frumefni jazz-im- proviseringar. Því lengur sem tónlistar- maður leikur (svo framarlega sem hann er einleikari en ekki hljómsveitarmaður), þeim mun skarpari verður hæfni hans til að improvisera — og minni hans gleggra, en þangað sækir hann tíðum hráefni. Glöggskyggni hans á þetta efni er mæli- kvarði á hann sem improvisera og lista- mann. Jazz-improvisering leyfir tónlistarmann- inum að fullkomna efni sitt og vera samt talinn improviseri. Þetta bregður ljósi yfir gamla málsháttinn, að góður jazzisti leiki aldrei lag tvisvar eins. Þannig viðurkennir hlustandinn viðleitni hans til að ná full- komnun. Samt sem áður skýtur jazzistinn oft og tíðum yfir markið. Hann er svo gagntekinn af því að tjá tilbrigði og leng- ingu laglínunnar, að honum yfirsést til- gangurinn að ná fullkomnun, það er að segja iðu og líf tónlistarinnar sjálfrar — jazz, sem standast muni hina hörðustu gagnrýni vegna sígildrar listar sinnar. Það dylst engum, að ef lag er alltaf leikið með mismunandi móti, muni það þýða dauða listarinnar í jazz. í viðleitni sinni til að endurtaka aldrei sjálfan sig, er hinum æðis- gengna jazz-improvisera hætt við að hafna túlkuninni, eins og hún getur fullkomnust orðið, fyrir lélega túlkun einungis af hugs- unarvillu um eðli improviseringar, sem hef- ur komið honum til að halda, að hann verði því aðeins „mikill“ að hann haldi takmarka- laust áfram margbreytninni. í rauninni er slíkur tónlistarmaður undir álögum hjá- guða, hann er að þóknast smekk fjöldans og eltast við dutlunga hans, hann er að reyna að upphefja sjálfan sig í stað þess að víkka sjóndeildarhring jazzins með því að leggja skref til hans. Jazzistinn gefur sér þannig mjög frjáls- ar hendur, en einhvern tíma verður hann að viðurkenna og standa við, að hann hefur þá skuldbindingu, að endurtaka verk sitt og raddsetja það handa eftirkomandi kyn- slóðum. Mikið hefur verið gert í þessa átt, en þörf er á meiri vandvirkni. Það er, m. a. auðveldara með tamdari hugsun um im- Framli. á bls. 21. ^azzLfaítS 7

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.