Jazzblaðið - 01.09.1948, Blaðsíða 14

Jazzblaðið - 01.09.1948, Blaðsíða 14
Ellington: Air conditioned jungie. Ella Fitzgerald: How high the moon. (Meira í næsta blaði). Hitt og þetta. Shelly Manne trommuleik- ari er hættur hjá Stan Kenton og tók Irv Kluger við, en hann var áður með Boyd Raeburn. — Guitarleikarinn Les Paul lenti ekki alls fyrir löngu í bílslysi og slasaðist töluvert. — Þrjár nýjar 17 manna hljómsveitir hafa nýlega komið fram í U. S.A. og eru taldar mjög góðar. Þeim stjórna, Tommy Sliapiro, Jay Burkhart og Skitch Henderson. — Dotty Mann heitir kven-tenór-saxafónleikari, sem sögð er leika mjög vel. Hún er systir trommuleikarans hjá Elliot Lawrance. — Tenór-saxafón- leikarinn Lester Young er nú með sextet. Fjórir rhythmar, trompet og tenór. — Hinn þekkti fiðluleikari Joe Venuti hefur nýlega stofnað sjö manna hljómsveit. — Tveggja manna hljómsveit hefur vakið mikla eftir- tekt í New York. Hana skipa hinn þekkti píanóleikari Billy Taylor og svo Bob Wyatt á orgel. — Hljómsveit Stan Kenton hefur verið á hljómleikaferðalagi um þvera og endilanga Ameríku og ætíð leikið fyrir fullu húsi, hvort sem það hefur verið í Toranto í Canada, Chicago eða Hollywood. — Arnette Cobbs lék á tenór-sax hjá Lionel Hampton lengi vel. Nú er hann með eiginn sextett og breytti nafninu sínu um leið, tók aftasta stafinn aftan af báðum orðunum.— Conty Candoly, trompet, bróðir Pete leikur nú með Kenton. — Leo Parker, bi'óðir Charlie, bariton-saxleikari er hættur hjá Ulinois Jacquet og ætlar að stofna eigin hljómsveit. — A1 Killian trompetleikari er fyrir nokkru hættur hjá Ellington og ætlar að stofna hljómsveit. — Hljómsveitarstjórinn og trommuleikarinn Buddy Rich liandleggs- brotnaði nýlega. Hljómsveit hans lék þá á Apolloleikhúsinu í New York. Evrópa. Georg Shearing heitir bezti jazzpíanóleik- ari Englands. Hann er nýkominn til New York og leikur með litlum hljómsveitum í 52. stræti. Jazzgagnrýnendur bandarískir telja George, sem er blindur, standa ekkert að baki fremstu amerísku píanóleikurunum. — Stan Hasselgard heitir svo fremsti sænski klarinet leikarinn, rúmlega tvítug- ur. Hann er einnig kominn til U.S.A. og leikur nú með Benny Goodman sextetinum, sem nú er skipaður auk Stan og Benny þeim Wardell Grey á tenór-sax, Arnold Fishkind á bassa, Mel Zelnick á trommur, Teddy Wilson á píanó og Billy Bauer á guitar. — Marcel Bianchi, sem áður lék guitar í „Hot club of France quintet" er með sextet í Kairó í Egyptalandi, þeir sem eru með honum eru allir franskir. — Tito Burns sextetinn er vinsælasta litla. hljómsv. í Englandi um þessar mundir. — Fyrst Ameríkumenn virðast ætla að flytja til sín alla beztu jazzleikara, sem fram koma í Evrópu þá meiga þeir fara að gefa Kenny Baker trompet sólistanum í hljóm- sveit Ted Heath í Englandi, gætur. — Hljómsveitir þær, sem fram komu á tíunda jazz „jamboree" Englands í sumar, voru Tito Burns, Vic Lewis, Harry Gold, Cyril Stapleton, Teddy Foster, Leslie Douglas og Jack Nathan. — Ameríski Be-bop trompet- leikarinn Howard McGee var með hljóm- sveit í hljómleikaför í Frakklandi fyrir nokkru. — Ameríski jazzleikarinn og útsetjarinn Toots Camarata hefur verið í Englandi um skeið og unnið hjá brezku plötufyrirtæki. Hann hefur aðstoðað marg- ar brezku hljómsveitirnar og útsetti hann fyrir hljómsveit Ted Heath, „The London Suite“, sem Fats sálugi Waller samdi er liann var í London fyrir tíu árum og hefur verk þetta, sem hljómsveitin lék inn á plötur aldrei verið leikið áður. — Enski söngvar- inn Denny Dennis, sem dvaldi hér á landi á stríðsárunum og kom fram á skemmtun- um brezka flughersins, er nú kominn til Bandaríkjanna og syngur með hljómsveit Tommy Dorsey. INNLENT: Það ætti að vera af nógu að taka núna, því nokkuð langt er liðið síðan síðasta hefti kom út. Á sumrin er reyndar frekar lítið að gera hjá hljóðfæraleikurum, í það 14

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.