Jazzblaðið - 01.09.1948, Blaðsíða 21

Jazzblaðið - 01.09.1948, Blaðsíða 21
Rikki voru líka frekar blankir á umræðu- efni. Loks hafði Smók skýringu fram að færa. „Þessi náungi“, sagði hann og rikkti til höfðinu í áttina til Rikka, „vinnur á sama stað og ég. Við tölum alltaf um jazz í vinnutímanum. f kvöld fórum við framhjá klúbbnum í heimleiðinni til þess að heyra í ykkur". Og þá rétti Rikki sígarettupakkann sinn yfir Smók að Jeffa. „Sígarettu, Jeffi?“ En nú hitti hann ekki i mark. Jeffi sagðist ekki reykja, þökk fyrir. Hann hefði bara aldrei haft sig í það að byrja, aðallega vegna vinnunnar, hélt hann. Maður getur ekki leyft sér bæði að leika á sax og reykja, of mörg járn í eldinum. Rikki og Smók námu staðar á meðan Smók kveikti á eldspýtu fyrir þá báða. Jeffi var nú búinn að ná sér eftir hlaupin og sagði við Rikka: „Jæja, hvernig finnst þér við spila?“ En í þetta skipti varð Rikki ekki sérlega mannalegur. Hann tók sér munnfylli af reyk úr sígarettunni og svelgdist á og vafðist tunga um tönn þegar hann sagði. „Dásamlegt, ég held nú það“. Þrátt fyrir mistökin sagði hann þetta í slíkum sannfæringartón, að Jeffi sneri sér að Smók með þessum orðum: „Hvers vegna í fjandanum komuð þið ekki inn fyrir?“ eins vingjarnlegum eins og nokkur maður getur sagt. Og Smók afsakaði sig með því, að þá hefði borið þarna að rétt undir lokin og ekki þótt taka því að fara inn til svo lítils tíma. Og þetta gerði herzlumuninn. Jeffi sagði: „Jæja, komið þá til baka. Við vorum ekki á því að fara heim, svo að við slógum í púkk og hringdum eftir brennivínsflösku. Ég er á leiðinni að hitta Stubb sprúttsala á gatnamótunum til að ná í það. Hann vill ekki afhenda í klúbbinn lengur. Ykkur er betra að snúa við“. Það leyndi sér ekki, að hann meinti þetta og að hann talaði líka til Rikka, en bara til öryggis sagði hann. „Hvað segir þú, Rikki?“ Áður en hann fékk ráðrúm til að svara, sneri Smók sér að honum og sagði. „Þig langar ekki til að lenda í ónáð hjá fólkinu þínu, Rikki“, mjög rólega, út um annað munnvikið. Þetta var vel meint, fannst Rikka, og þótti vandi að velja á milli. Hérna var Jeffi kominn, einmitt maðurinn, sem gert hafði „Home Sweet Home“ hin réttu skil á klarinetið, og bað hann að koma til baka, koma rakleitt inn og hlusta á þá spila. Þar ofan á vildi Smók forða honum frá því að lenda í heimilisillindum. Þetta tvennt hóf hann í annað veldi og hann náði aftur jafnvægi og sagði skýrri röddu: „Auðvitað kem ég með“. Og það kom á hann enn meira heldrimannasnið og honum mælt- ist þetta eins vel og hann væri dagvanur að segja: „En þið verðið að lofa mér að splæsa í brennivínið". Honum var samt ekki fullljóst, hvað brennivín var, hann var bara fastákveðinn, það var allt og sumt. Jeffi sagði allt í lagi, ekki um það að splæsa, heldur um það að þeir kæmu til baka. Engin meining í því að fara að splæsa, sagði hann, því að hann væri með nóg af peningum. Og síðan var Rikka ómögulegt að hugsa nokkuð meira um nokkurn skapaðan hlut. Hann fylgdist bara með þeim ásamt þeirri ágætu tilfinningu að hafa fundið sig viðurkendan, fullur eins og fiðlari áður en hann hafði séð brennivín. Þeir námu staðar á götuhorni skammt undan og Jeffi sagði: „Hér er nú líf í viðskiptunum. Stubbur gamli kemst stund- um ekki í bælið þrjá sólarhringa samfleytt. Alltaf á tölti. Hlýtur að græða helling af peningum“. Stubb bar að rétt í þessu, hann nam staðar í bíl hinu megin á götunni. Jeffi hljóp yfir götuna að bílnum og Smók og Rikki stóðu kyrrir á meðan. Hinn fyrr- nefndi horfði hátíðlega á hinn síðarnefnda og sagði: „Ertu viss um að þér sé óhætt að snúa til baka til klúbbsins? Ertu viss um að fólkinu þínu sé sama?“ „Ég á eiginlega ekkert fólk“, sagði Rikki. „Frænka og frændi vita hvorteðer ekki um hvort ég er úti eða inni. Svo að það er allt í lagi með mig. Hvernig er með þig, er fólkinu þínu sama?“ Smók sagði, að það gegndi ekki sama máli 'azrlUil 21

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.