Jazzblaðið - 01.09.1948, Blaðsíða 22

Jazzblaðið - 01.09.1948, Blaðsíða 22
með hann. Hann hefði þekkt þessa náunga alla æfi og fólkið hans þekkti fólkið þeirra og hann hefði fimmtíu sinnum verið eftir hjá þeim að dansi loknum og hlustað á þá spila, oft þegar þeir voru eins vel upplagðir og í kvöld. Rikki var þögull augnablik. Hann varð gripinn sömu tilfinningunni og daginn sem þeir reyktu vindlana og hann bað Smók að fara með sér til að hlusta á Jeffa spila — tilfinningunni um að tilheyra ekki þeim hópi sem maður vildi helzt vera tilheyrandi. Hann var niðurlútur en síðan leit hann beint upp og framan í alvarlegt svart and- litið á Smók og sagði blátt áfram: „Vildir síður að ég færi?“ Og Smók, sem vildi láta hann fara, þrátt fyrir allt, og sagði það, svo að þeir lögðu málið til hliðar og gleymdu því. Svo var allt í lagi. Hinu megin á götunni stóð Jeffi með annan fótinn upp á bílþröskuldinum og talaði við manninn fyrir innan. Mótorinn gekk allan tímann; ýmist hægt eða hratt, eins og bílstjórinn væri alltaf í þann veg- inn að leggja af stað. Innan stundar blístr- aði Jeffi lágt og gaf Smók og Rikka merki um að koma yfir götuna. Þeir hlýddu, og Jeffi opnaði bakdyrnar fyrir þeim og sagði: „Stubbur ætlar að fara með okkur spölkorn af því að hann lét okkur bíða svona lengi“. Sjálfur settist hann í aftur- sætið, og Smók og Rikki fóru þar inn á eftir honum en létu Stubb vera einan í framsætinu. Jeffi dró tappann úr flösk- unni sem hann hélt á — flöskur Stubbs voru aldrei innsiglaðar, þær náðu reyndar sjaldnast máli, en þá voru heldur engir gagnrýnitímar í landinu — og hann rétti Rikka hana um leið og hann sagði: „Við skulum fá okkur einn fyrir fyrirhöfnina". Rikki tók flöskuna hraustlega báðum hönd- um og reisti hana á lögg þangað til hann fann vínið streyma kalt inn fyrir varirnar. Hann var í hálfgerðri klípu þar sem hann var í aftursætinu á sprúttsalabíl með tvo náunga horfandi á sig taka fyrsta snafs- inn. Honum tókst þó vel til. Hann hélt víninu í munninum, rétti flöskuna að Smók, og svelgdi síðan munnfyllina í litlum, við- ráðanlegum sopum. Þegar hann hafði lokið við það, hélt hann munninum opnum til að anda að sér lofti, og hann var um það bil að ná sér, þegar bíllinn nam staðar og Smók og Jeffi stukku út og héldu dyrunum opnum fyrir hann. Hann heyrði Stubb segja krónu sjötíu og fimm og síðan eitthvað um hrafn og dúfu, sem hann gat ekki fundið heila brú í, af þvi að honum leið of vel til að geta farið að brjóta heilann um flókna hluti. Honum hitnaði um hjarta- rætur af fyrsta drykknum og af vitund- inni um að hann gerði nú loks það sem honum sýndist. Framh. HVAÐ ER IMPROVISERING? Framh. af bls. 7. proviseringu, með því að viðurkenna, að improvisering er aðeins leið að settu marki. Jazzistar verða að hrista af sér fyrirlitn- inguna fyrir jazz „af blöðum“ (það sem í dag er raddsett, getur jazzistinn lagt á minnið og látið hljóma eins og improviser- ingu á morgun). Þeir verða að láta af slíkri blekkingu, að æfingar leiði af sér slæman jazz, að King Oliver, Louis Arm- strong hljómsveitirnar hafi aldrei fengizt við svo hræðilegt athæfi. FATS WALLER Framh. af bls. 11. og lifði hamingjusömu og áhyggjulausu lífi, sem því miður endaði allt of fljótt. Ég kýs helzt að hugsa mér Fats Waller, þar sem hann situr við píanóið með glasið við hlið sér, flöskuna upp á hljóðfærinu, harða hattkúfinn á höfðinu og blakkar blómarósir að baki sér. Þar er Thomas „Fats“ Waller á réttum stað í réttu um- hverfi. Þegar Thomas „Fats" Waller lézt í Kansas City í desember 1943, varð jazzinn að sjá af einum glæsilegasta og sannasta snillingi sínum. 22 JlazzlfaSií

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.