Morgunblaðið - 03.04.2009, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 03.04.2009, Blaðsíða 4
4 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. APRÍL 2009 Eftir Sigtrygg Sigtryggsson sisi@mbl.is BÍLASTÆÐASJÓÐUR Reykjavíkur hefur falið Lögmannastofunni Skipholti sf. að innheimta hjá bifreiðareiganda suður með sjó alls rúm- lega 180 þúsund krónur. Umræddur bíleigandi lagði bifreið sinni í gjaldskyld stæði víðs vegar um borgina án þess að greiða uppsett gjald, alls í 41 skipti. Svo virðist sem bílastæðasjóði hafi ekki tekist að hafa uppi á manninum og greip hann til þess ráðs að birta greiðsluáskorunina í Lögbirtingablaðinu. Í greiðsluáskoruninni er talað um vangoldin stöðvunarbrotagjöld, en með því orði mun vera átt við það að leggja í gjaldskyld stæði án þess að borga, þótt þetta orð gæti bent til brots af öðrum toga. Samkvæmt áskoruninni hefur stöðumæla- vörður sektað manninn í fyrsta skipti fyrir framan Laugaveg 67 hinn 6. apríl 2006. Síðasta skráða brot er skráð á Laugavegi hinn 9. októ- ber í fyrra. Maðurinn hefur lagt bílnum víðs vegar í miðborginni í öll skiptin 41, oftast á Laugavegi, Hverfisgötu og í Pósthússtræti. Í öllum tilvikum hefur hann verið á sama bílnum, 11 ára gömlum Renault, sem ekki er lengur í umferð, samkvæmt ökutækjaskrá. Sektir fyrir hvert brot eru annars vegar 3.000 krónur og hins vegar 5.000 krónur. Höf- uðstóll kröfunnar er 135 þúsund krónur, inn- heimtuþóknun 24.200 krónur, annar kostnaður 15.028 krónur, virðisaukaskattur 5.929 krónur, alls 180.157 krónur. Skuldaranum er gefinn 15 daga frestur til að greiða skuldina, „eða bera fram réttmætar mótbárur sem kunna að vera fyrir hendi“. Morgunblaðið/Eyþór Borgaði ekki fyrir bílinn  Bílastæðasjóður auglýsir eftir manni sem lagði bíl sínum í 41 skipti í gjald- skyld stæði án þess að borga  Sektin er orðin rúmar 180 þúsund krónur VIÐSKIPTANEFND Alþingis hef- ur haft til umfjöllunar hvernig fara eigi með listaverk bankanna þriggja, sem fóru í þrot í haust. Alls er um að ræða um 4.000 listaverk af margvíslegum toga. Varð það einróma niðurstaða nefndarinnar að leggja til breyt- ingu á fyrirliggjandi þingsályktun- artillögu um málið. Að sögn Álf- heiðar Ingadóttur, formanns nefndarinnar, leggur nefndin til að ríkisstjórnin hlutist til um það að fram fari listfræðilegt mat á sögu- legu og þjóðmenningarlegu gildi listaverkanna. Matinu á að ljúka fyrir árslok og kynna í ríkisstjórn. Að sögn Álfheiðar er markmiðið að greina frá þau verk sem teljast vera þjóðargersemar og Listasafni Íslands verði gert kleift að fá þau til varðveislu. Hún vonast til að þings- ályktunartillagan verði afgreidd fyrir lok þessa þings, enda sam- staða um málið. sisi@mbl.is Listaverk bankanna verði metin FIMMTÁN sóttu um stöðu seðla- bankastjóra en átta þeirra uppfylltu menntunarkröfur. Sextán sóttu um stöðu aðstoðarseðlabankastjóra, en embættin voru auglýst laus til um- sóknar í samræmi við ný lög um Seðlabankann. Sérstök matsnefnd verður skipuð til að meta hæfni um- sækjenda um stöðurnar. Ráðgert er að skipað verði í stöðurnar í maí. Umsækjendur um embætti seðla- bankastjóra sem uppfylla lágmarks- menntunarskilyrði um háskólapróf eru: Arnór Sighvatsson hagfræð- ingur, Ásgeir Jónsson hagfræð- ingur, Jóhann Rúnar Björgvinsson hagfræðingur, Már Guðmundsson hagfræðingur, Rannveig Sigurð- ardóttir hagfræðingur, Tryggvi Pálsson hagfræðingur, Yngvi Örn Kristinsson hagfræðingur og Þor- valdur Gylfason hagfræðingur. Sextán sóttu um starf aðstoðarseðlabankastjóra Umsækjendur um embætti aðstoð- arseðlabankastjóra eru: Arnór Sig- hvatsson hagfræðingur, Baldur Pét- ursson viðskiptafræðingur, Daníel Svavarsson hagfræðingur, Halldór Eiríkur S. Jónhildarson þjóðréttar- og lögfræðingur, Haukur Camillus Benediktsson hagfræðingur, Jó- hann Rúnar Björgvinsson hagfræð- ingur, Jón G. Jónsson viðskipta- fræðingur, Jón Þ. Sigurgeirsson viðskiptafræðingur, Lilja D. Al- freðsdóttir hagfræðingur, Lúðvík Elíasson hagfræðingur, Ólafur Þór- isson hagfræðingur, Rannveig Sig- urðardóttir hagfræðingur, Tamara Lísa Roesel viðskiptafræðingur, Tryggvi Pálsson hagfræðingur, Yngvi Örn Kristinsson hagfræð- ingur og Þorsteinn Þorgeirsson hagfræðingur. Átta koma til álita í stól seðla- bankastjóra Eftir Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur ben@mbl.is KONUR á Íslandi verða frekar fyrir ofbeldi frá hendi karla en kynsystur þeirra í Póllandi, Hong Kong og Fil- ippseyjum. Um 42% kvenna hér- lendis hafa sætt ofbeldi einhverju sinni frá 16 ára aldri. Þetta er meðal niðurstaðna viða- mikillar könnunar á ofbeldi karla gegn konum sem Rannsóknarsetur í barna- og fjölskylduvernd við Há- skóla Íslands gerði. Að sögn Jó- hönnu Rósu Arnardóttur, forstöðu- manns og eins höfundar könnun- arinnar, er átt við líkamlegt ofbeldi, hótanir og kynferðislega snertingu sem veldur mikilli vanlíðan. Hlutfallið lækkar töluvert þegar einungis er litið til síðustu tólf mán- aða því um 4% kvenna segjast hafa orðið fyrir ofbeldi á þeim tíma. Sé eingöngu litið til líkamlegs ofbeldis segja 2,1% að þær hafi orðið fyrir því á síðustu tólf mánuðum. Á landsvísu má ætla að það séu um 2.400 konur en algengast er ofbeldið í yngsta ald- urshópnum. Fjórðungur taldi sig í lífshættu Um 22% kvenna sögðust einhvern tíma hafa verið beitt ofbeldi af maka eða fyrrverandi maka. Af þeim töldu 26% sig hafa verið í lífshættu þegar þær voru síðast beittar ofbeldinu og um 41% sagði að sér hefði verið unn- ið líkamlegt mein. Þá segir Jóhanna Rósa að með- ganga virðist vera áhættuþáttur í nánum samböndum en um 5% kvennanna voru barnshafandi þegar síðasta ofbeldisatvikið átti sér stað. Þriðjungur þeirra taldi sig hafa meiðst það illa að þær hefðu þurft á læknishjálp að halda. Góðu fréttirnar eru hins vegar þær að íslenskum konum virðist yf- irleitt ganga vel að koma sér úr of- beldissamböndum. Þannig sögðu um 19% svarenda að þau hefðu upplifað ofbeldi þar sem fyrrverandi maki var gerandi en einungis 5% svar- enda höfðu upplifað ofbeldi í núver- andi sambandi. Athygli vekur að aðeins 13% kvennanna sem beittar voru ofbeldi höfðu tilkynnt það til lögreglu. Sögðu flestar ástæðuna fyrir því að ekki var tilkynnt þá að þeim hefði ekki þótt ofbeldið nógu alvarlegt eða ekki hugsað út í að tilkynna það. Jó- hanna Rósa bendir á að ákveðin mótsögn sé í þessu þar sem um fjórðungur þeirra sem urðu fyrir of- beldi maka taldi sig vera í lífshættu þegar síðasta atvikið átti sér stað. Spurningakönnunin er gerð á al- þjóðlegum grunni og sýnir sam- anburður við önnur lönd að fleiri konur eru beittar ofbeldi á Íslandi en t.d. í Póllandi, Hong Kong og Fil- ippseyjum. Ofbeldi gegn konum er þó minna hérlendis en t.d. í Dan- mörku, Ástralíu, Tékklandi og Mós- ambík. Alls svöruðu 2.050 konur á aldr- inum 18-80 ára könnuninni, sem gerð var í gegnum síma á tímabilinu september til desember 2008. Úr- takið var 3.000 konur. Nær helming- ur kvenna sætti ofbeldi „Þetta er gíf- urlega mikilvægt verk því við vit- um að ástand eins og við búum við í dag er lík- legt til að auka heimilisofbeldi og annað ofbeldi í nánum sam- böndum,“ segir Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir félags- og trygg- ingamálaráðherra. Könnunin var unnin fyrir ráðuneytið sem hluti af fjögurra ára aðgerðaráætlun gegn ofbeldi á heimilum og kynferð- islegu ofbeldi. Áætlunin gildir til ársins 2011. Gífurlega mik- ilvægt verk Hversu oft verða börn vitni að of- beldi gegn mæðrum sínum? Rannsóknin bendir til að um fjórð- ungur barna á heimilum þar sem of- beldi hefur átt sér stað hafi orðið vitni að ofbeldinu. Er staðan betri eða verri en áður? Hlutfallslega fleiri konur greina nú frá því að hafa verið beittar lík- amlegu ofbeldi um ævina en í ís- lenskri ofbeldisrannsókn sem gerð var árið 1996. Hvenær er ofbeldinu beitt? Um 60% kvenna töldu ofbeldis- manninn hafa verið undir áhrifum áfengis, fíkniefna eða lyfja þegar at- vikið átti sér stað. Um 40% mann- anna voru hins vegar allsgáð. S&S ÞAÐ var létt yfir unga fólkinu úr skólum Hjallastefnunnar í Reykjavík og Garðabæ er það spókaði sig á Austurvelli í gær. Jón Sigurðsson fylgdist vel með öllu og gerði ekki athugasemd við þessa hressu krakka, sem meðal annars litu inn í Alþingishúsið. Hjallastefnan rekur nú tólf skóla; níu leik- skóla og þrjá barnaskóla. Starfsemin er í Hafnarfirði, Garðabæ, Akureyri, Bifröst, Reykjanesbæ og Reykjavík. Fjöldi nemenda er 1.154 og 255 manns eru í starfsliði skólanna. Fyrirtækið var stofnað af Margréti Pálu Ólafs- dóttur árið 2000 til þess að standa fyrir rekstri leikskólans Hjalla í Hafn- arfirði á grundvelli þjónustusamnings. Morgunblaðið/Árni Sæberg Heimsóttu Alþingi Hjallastefnan rekur nú tólf skóla

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.