Morgunblaðið - 03.04.2009, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 03.04.2009, Blaðsíða 24
24 Minningar MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. APRÍL 2009 ✝ Árni Lárussonfæddist á Tjörn á Skaga 8.4. 1912. Hann lést á dvalarheimilinu Kjarnalundi á Ak- ureyri 26.3. 2009. For- eldrar hans voru Árnína Árnadóttir, f. 1888, d. 1975 og Lárus Frímannsson, f. 1886, d. 1970. Systkini Árna eru: Laufey Jóns- dóttir, f. 1907, d. 1984, Sólborg Lárusdóttir, f. 1916, d. 1944, Ester Lárusdóttir, f. 1918, Bergur Lárusson, f. 1920, d. 1988, Sumarliði Lárusson, f. 1922, d. 2004 og Ingimar Lárusson, f. 1924. Árni kvæntist 7.11. 1939 Jónu Jó- hannsdóttir, f. á Skriðulandi í Arn- arneshreppi 4.9. 1913, d. á Dalvík 19.9. 1984. Foreldrar hennar voru Jórunn Anna Jóhannesdóttir, f. 1886, d. 1940 og Jóhann Páll Jónsson, f. 1878, d. 1945. Börn þeirra Árna og uðu búskap í Grundargötu 2 (Gamla skólanum) en keyptu Hvamm 1942 og fluttu þangað. Þar bjuggu þau þegar Jóna dó og Árni síðan einn þar til hann flutti til Akureyrar 1994. Þar keypti hann íbúð í Lindarsíðu 4, og bjó þar einn og sá um sig sjálfur þar til hann flutti á Kjarnalund árið 2007 þá 95 ára og átti þar notalegt ævi- kvöld. Árni átti hin síðari ár góða vin- konu, Sigríði Sveinsdóttir, f. 1.9. 1923 og var einnig mjög kært milli Árna og allrar hennar fjölskyldu. Árni vann að búi foreldra sinna þar til þau fluttu til Dalvíkur en eftir það við sjómennsku og verkamannastörf þar til hann seldi bátinn sinn og húsið á Dalvík. Einnig voru þau Jóna og Árni með smábúskap í Hvammi, fá- einar ær og 2 kýr þegar mest var, en því var hætt um 1970. Árni starfaði mikið að verkalýðsmálum og var um skeið formaður Verkalýðsfélags Dal- víkur og síðar heiðursfélagi í verka- lýðsfélaginu Einingu-Iðju á Akureyri. Útför Árna fer fram frá Akureyr- arkirkju í dag, 3. apríl, og hefst at- höfnin kl. 13.30. Meira: mbl.is/minningar Jónu eru: 1) Jóhann Páll Árnason, f. 1.6. 1940, kona hans er María Jansdóttir, f. 11.3. 1932, þau eiga einn son. 2) Guð- mundur Árnason, f. 12.3. 1942, kona hans er Snjólaug Gests- dóttir, f. 17.7. 1950, þau eiga tvær dætur og fimm barnabörn. 3) Lárus Árnason f . 16.11. 1943, d. 5.1. 1944. 4) Jórunn Anna Árnadóttir f . 5.1. 1947, d. 24.2. 1947 og Óskar Þór Árnason, f. 5.1. 1947, kona hans er Elísabet Hallgrímsdóttir, f. 30.4. 1949, þau eiga þrjú börn og fjögur barnabörn. Árni ólst upp á Tjörn og Kálfs- hamri á Skaga þar til fjölskyldan fluttist til Dalvíkur árið 1932. Fyrst bjuggu þau í Háagerði en byggðu síðan Hvamm og fluttu þangað jarð- skjálftaárið 1934. Árni og Jóna byrj- Hann afi á Dalvík var engum líkur – alltaf svo hress og kátur. Ég á margar minningar um hann afa minn sem ég á eftir að hlýja mér við í fram- tíðinni eins og til dæmis allar sjóferð- irnar okkar á trillunni hans afa. Ég fékk að veiða eins og kraftar mínir leyfðu og afi hjálpaði – þegar komið var í land var farið með aflann og hann seldur og auðvitað fékk ég þau laun sem ég átti skilið fyrir minn hluta aflans sem án efa var frekar meiri en minni. Hann afi hjólaði um allt á Dalvíkinni og þegar ég var minni sat ég alltaf á stönginni og fór með afa á hjólinu út um allan bæ. Þetta voru góðir tímar sem ég átti með afa, sumrin sem ég bjó hjá hon- um eftir að mamma og pabbi fluttu aftur til Akureyrar voru mér dýrmæt – oft sátum við og spjölluðum um allt milli himins og jarðar og fannst mér það gaman. Alltaf passaði hann uppá að eiga handa mér eitthvað að borða þó hann hefði kosið að ég væri dug- legri að borða fiskinn sem hann veiddi, hann taldi hann allra meina bót og það sýnir sig svo sannarlega að hann gerði honum gott. Hann borðaði fisk á hverjum degi og hann átti nú bara eftir 13 daga í að verða 97 ára gamall og alltaf svo hress og kátur, hann afi minn. Afi átti alltaf eitthvert gotterí að gauka að okkur barnabörnunum og síðar langafabörnunum, aldrei fórum við tómhent frá honum. Ég þakka þér, elsku afi minn, fyrir allan þennan góða tíma sem við áttum saman – hvíl í friði. Þín Hanna Gerður. Þegar ég hugsa um Árna þá man ég helst eftir Lindu krókant-súkku- laði. Þegar ég fór í heimsókn til ömmu Siggu þá var hann rosalega oft þar og alltaf var hann með þetta súkkulaði og færði okkur krökkun- um. Hann var alltaf svo ánægður með að geta glatt okkur og ég vildi ekki segja honum að mér fannst þetta rosalega vont súkkulaði, svo ég faldi mitt alltaf og sagðist vera búin með það. Ég hélt alltaf að ég myndi særa þennan góða mann með því að vilja ekki súkkulaðið hans. Svo þegar var komið út í bíl þá gaf ég alltaf mömmu og pabba mitt súkkulaði. Alltaf leit ég á Árna vin hennar ömmu Siggu sem afa minn, hann var nógu oft í Rimasíðunni til þess að ég gæti hugsað með mér að hann væri svona eins og afi. Og það að fara í Lindarsíðuna til Árna fyrir jólin var svona einskonar siður, rétt eins og að borða rjúpur á aðfangadag og fara til ömmu á Þorláksmessu var alltaf farið til Árna. Man að í eitt skipti sagði hann við mig: Æi Dagný mín ég á nú ekkert súkkulaði, eins og þér finnst gott, því ég fékk ekki Lindu-súkku- laðið mitt fyrir jólin. Á þeim tíma- punkti var mér bara létt, og hann rétti mér suðusúkkulaði og baðst af- sökunar á að vera ekki með rétt súkkulaði. Ekki enn gat ég sagt hon- um að mér fyndist krókant-súkku- laðið vont svo ég tók undir þetta með honum og borðaði svo lengjuna mína með bestu lyst. Árni var einn sá besti maður sem ég hef kynnst, hann tók okkur börn- unum sem sínum eigin barnabörnum og þótti okkur öllum gríðarlega vænt um þennan gamla mann. Alltaf tók hann á móti okkur með sinni einstöku hlýju og kærleik. Hann var alltaf ofsalega góður við ömmu mína og þótti okkur öllum vænt um það því að hún amma opnar sig nú ekki við alla, þannig að það var gott að vita af ein- hverjum sem leit aukalega til hennar og það svona ástríkur maður. Hans verður sárt saknað í okkar fjölskyldu. Ég vil senda börnum Árna og fjöl- skyldum þeirra mínar samúðarkveðj- ur, og óska ykkur alls hins besta. Dagný Björg, dóttir Áslaugar. Strákpjakkur var ég sendur til sumardvalar hjá Jónu föðursystur minnar og manni hennar Árna Lár- ussyni á Dalvík. Segja má að þessi sumardvöl hafi verið eins konar manndómsvígsla mín. Árni og Jóna bjuggu í Hvammi og héldu eina kú sem var höfð í viðbygg- ingu við húsið. Týra, en það hét kýrin, var mannýg, allavega hvað mig varð- aði. Heimafólk notaði ávallt bakdyrn- ar hversdags og þá lá leiðin um gras- blett Týru sem skelfdi mig meira en nokkuð hafði gert enda tók hún einatt á rás þegar hún sá mig, setti undir sig hausinn og fór á stökki að þessum strákpjakki sem hún sá að skelfdist hana mjög. Ofast var það Jóna sem kom rjúkandi út úr húsinu til að forða mér úr lífsháskanum. Þetta var í fyrsta sinn sem ég var látinn ganga til einhverrar vinnu sem heitið gat. Það var heyjað í Háagerði rétt fyrir ofan þorpið og þar lærði ég að drekka mysu sem Árni kældi í læknum. Árni gerði út litla trillu á línuveiðar. Það var mikil upplifun litlum dreng að vera vakinn við sólarupprás til að sigla út á miðin og leggja línuna. Stundir okkar Árna þar eru mér ógleymanlegar. Oft taldi ég okkur í verulegum sjávarháska er öldufald- urinn gnæfði hátt yfir trillunni en viss er ég um að Árni tefldi ekki í neina tvísýnu þótt mér hafi fundist annað þá. Árni var enginn venjulegur öð- lingur. Hann var manngæskan holdi klædd og æðrulausari manni hef ég ekki kynnst á lífsleiðinni. Skilji eng- inn orð mín svo að hann hafi verið skaplaus eða skoðanalaus. Þvert á móti. Árni var mikill skapmaður og hafði djúpstæða sannfæringu en til- litssemi hans við allt sem lífsanda dró var slík að hann hafði fullkomna stjórn á skapsmunum sínum. Vissu- lega sá maður í augum hans að hon- um sárnaði stundum og reiddist innra með sér en ævinlega gerði hann gott úr öllu enda var návist hans einstök. Jóna og Árni létu þjóðmál mjög til sín taka og voru róttæk í skoðunum og afar vel upplýst. Marga fyrirlestr- ana fékk ég um auðvaldið og kaup- félagið og reyndist mér það mikill og góður skóli og ýtti undir gagnrýna hugsun. Í mínum huga voru Árni og Jóna holdgervingar þess íslenska alþýðu- fólks sem ég hef ævinlega metið mik- ils. Þau voru meira og minna sjálf- menntuð eins og algengt var en þekking þeirra, víðsýni og góðar gáf- ur voru þeirrar gerðar sem hefur gert mig stoltan af rótum mínum og þjóðerni. Þau voru af þeirri kynslóð sem með mikilli vinnusemi og ósér- hlífni byltu lífskjörum þjóðarinnar og við stöndum öll í þakkarskuld við. Við hjónin vorum svo lánsöm að geta kvatt Árna núna í febrúar þegar við gerðum okkur ferð til Akureyrar þar sem hann bjó síðustu árin, lengst af í eigin íbúð við góða heilsu þrátt fyrir háan aldur. Það var merkilegt að verða vitni að því nú skömmu fyrir andlát hans hversu vel hann fylgist með þjóðmálum og skoðanir hans skynsamlegar. Með Árna Lárussyni er genginn sá maður sem mér hefur verið kærari en flestir. Ég efast ekki um að honum verður vísað til betri stofu nú að leið- arlokum. Ég sendi sonum hans, barnabörn- um og öllum vandamönnum og vinum mínar hlýjustu kveðjur. Jóhann Páll Valdimarsson. Okkur langar til að minnast hér í nokkrum orðum Árna Lárussonar. Kynni okkar hófust fyrir tæpum tveim áratugum. Árni hafði yndi af ferðalögum og er það okkur kær minning þegar við á vordögum 1990 ferðuðumst um Ítalíu og áttum þar góðar stundir. Margt skemmtilegt átti sér þar stað sem gaman er að rifja upp. Árni var kærleiksríkur og hlýr maður og þótti börnum okkar ætíð gott að koma á hans fund. Árni var orðlagður dugnaðarforkur alla tíð og léttur á fæti. Það er mér minnisstætt að þegar við eitt sinn heimsóttum Árna til Dalvíkur átti hann reiðhjól sem hann ferðaðist á um bæinn. Árni var á leið heim, stökk af hjólinu og hljóp með því eins og unglingur, þá tæplega áttræður. Þetta var að vissu leyti lýsandi fyrir Árna, þann létt- leika og snerpu sem hann hafði yfir að ráða. Árni átti lengi trillu og reri til fiskj- ar, vissi hann fátt skemmtilegra en að renna fyrir fisk í firðinum. Árni var hreinskiptinn maður og hafði ríka réttlætistilfinningu, gaman var að ræða við Árna um málefni líð- andi stundarn stutt var í léttleika og leiftrandi húmor, sýnin skörp á mál- efnin. Ástum og eldi skírð óskalönd birtast mér. Hvílíka drottins dýrð dauðlegur maður sér! Allt ber hér sama svip; söm er hin gamla jörð. Hægara skaltu, skip, skríða inn Eyjafjörð. (Davíð Stefánsson.) Kæri Árni, við þökkum þér góðar stundir og vinskap. Hvíl í friði. Vilhjálmur og Pollý Rósa. Árni Lárusson ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, HÖRÐUR EIRÍKSSON fyrrverandi flugvélstjóri, Blönduhlíð 10, Reykjavík, lést á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut þriðjudaginn 31. mars. Jarðarförin verður auglýst síðar. Helga Steffensen, Björn S. Harðarson, Helga Sigríður Harðardóttir Steffensen,Guðmundur E. Jónsson, Valdimar Harðarson Steffensen, Guðrún Ægisdóttir, Baldur Þ. Harðarson, Estíva Birna Björnsdóttir Eiríkur B. Harðarson og barnabörn. Morgunblaðið birtir minning- argreinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morgunblaðsins – þá birtist val- kosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum. Skilafrestur | Ef birta á minning- argrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað get- ur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Greinar, sem berast eftir að út- för hefur farið fram, eftir tiltekinn skilafrests eða ef útförin hefur ver- ið gerð í kyrrþey, eru birtar á vefn- um, www.mbl.is/minningar. Æviá- grip með þeim greinum verður birt í blaðinu og vísað í greinar á vefn- um. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Engin lengd- armörk eru á greinum sem birtast á vefnum. Hægt er að senda ör- stutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Myndir | Hafi mynd birst í tilkynn- ingu er hún sjálfkrafa notuð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd er ráð- legt að senda hana á netfangið minning@mbl.is og láta umsjón- armenn minningargreina vita. Minningargreinar✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir, sonur og bróðir, ÓLAFUR JÓSEF SIGURJÓNSSON, Hraunbæ 174, Reykjavík, lést á Landspítalanum Hringbraut miðvikudaginn 1. apríl. Útförin fer fram frá Seljakirkju miðvikudaginn 8. apríl kl. 11.00. Jessica Sigurjónsson, Jósef Natan Ólafsson, Hjördís Sigurðardóttir, Björgvin Konráðsson, Sigurbjörg Árnadóttir, Jónína Konráðsdóttir, Gunnar Gunnarsson, Konný B. Leifsdóttir, Grétar Einarsson, Hinrik Sigurjónsson, Friðrik Sigurjónsson, Þuríður Gunnarsdóttir. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, SKÚLI MAGNÚSSON flugstjóri, Strikinu 4, Garðabæ, lést á Landspítalanum við Hringbraut þriðjudaginn 31. mars. Útförin fer fram frá Langholtskirkju þriðjudaginn 14. apríl kl. 13.00. Jean Magnússon, Diana E. Skúladóttir, Louis Hoogedeure, Margrét L. Skúladóttir, Einar Einarsson, Skúli K. Skúlason, Sigurlaug S. Einarsdóttir, Stefán M. Skúlason, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, UNNUR STEINDÓRSDÓTTIR, Vatnskoti 2, Þykkvabæ, sem lést miðvikudaginn 25. mars, verður jarðsungin frá Þykkvabæjarkirkju laugardaginn 4. apríl kl. 14.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á orgelsjóð Þykkvabæjarkirkju. Gunnar Guðmundsson, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.