Morgunblaðið - 03.04.2009, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 03.04.2009, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. APRÍL 2009 Óskar Magnússon. Ólafur Þ. Stephensen. Útgefandi: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Útlitsritstjóri: Árni Jörgensen. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Það er óneit-anlega um-hugsunar- vert að á sama tíma og Fjármálaeft- irlitið á fullt í fangi með að sinna rann- sóknum á málum, sem tengjast hruni efnahagskerfis landsins, skuli það verja takmörkuðum starfskröftum sínum í rann- sókn á því hvort blaðamenn Morgunblaðsins hafi brotið bankaleynd með fréttaflutn- ingi sínum. Í grein Agnesar Bragadótt- ur í nóvember birtust upplýs- ingar úr lánabók Glitnis, sem m.a. sýndu fram á hvernig stjórnendur almenningshluta- félagsins Glitnis notuðu fé bankans til að hækka gengi hlutabréfa í FL Group, sem var stærsti eigandi bankans. Í grein Þorbjörns Þórðar- sonar í síðasta mánuði voru birtar upplýsingar úr lánabók Kaupþings, sem sýndu fram á hvernig það almenningshluta- félag lánaði eigendum bankans og tengdum aðilum hátt í 500 milljarða króna. Tveir af eigendum og stjórn- endum bankanna, Jón Ásgeir Jóhannesson og Sigurður Ein- arsson, hafa komið fram opin- berlega og krafizt rannsóknar FME á því að bankaleynd hafi verið brotin með þessum hætti. Fjármálaeftirlitið hefur klár- lega ekki látið sitt eftir liggja. Ritstjórn Morgunblaðsins hefur fjallað um áðurnefnd mál og ýmis önnur, fullkomlega meðvituð um ákvæði laganna um fjármálafyrir- tæki, sem kveða á um bankaleynd. Blaðið hefur hins vegar litið svo á að þessi ákvæði komi aldrei í veg fyrir að blaðamenn uppfylli þá skyldu sína að upplýsa almenning um mál, sem varða hans hagsmuni – og allra sízt við núverandi kringumstæður. Það liggur skýrt fyrir að lán- veitingar bankanna, sem stofn- uðu til stórra áhættuskuld- bindinga, þar með talin lán til eigenda og tengdra aðila, voru einn þeirra þátta sem felldu ís- lenzka bankakerfið. Þetta hef- ur m.a. verið staðfest skýrlega í nýrri skýrslu finnska sér- fræðingsins Kaarlos Jännäri. Almenningur á að sjálfsögðu rétt á upplýsingum um það hvernig útrásarvíkingarnir umgengust almenningshluta- félögin, sem hér um ræðir. Þessi afstaða Morgunblaðs- ins er studd dómafordæmum, bæði Hæstaréttar Íslands og Mannréttindadómstóls Evr- ópu. Blaðið og útgáfufélag þess mun standa þétt við bakið á blaðamönnum sínum og er reiðubúið að styðja þá til að fara með málið eins langt í dómskerfinu og þörf er á til að fá skorið úr um rétt almenn- ings til upplýsinga. Morgunblaðið og blaðamenn þess munu ekki láta hræða sig til að birta ekki upplýsingar, sem erindi eiga við almenning og alls ekki brjóta trúnað við þá heimildarmenn, sem veita Morgunblaðið lætur ekki hræða sig til að upplýsa ekki almenning} Fjölmiðlaeftirlitið? Pétur H. Blöndalalþingismaður mælti í fyrrakvöld fyrir þingsályktun- artillögu um að við- skiptanefnd Alþingis yrði falið að semja lög um nýja tegund hlutafélaga sem væru með gagnsætt eignarhald og að bann yrði lagt við lánveitingum og krosseignarhaldi slíkra hlutafélaga. Þingsályktunartillögu þing- mannsins var í fyrrinótt vísað til viðskiptanefndar í samráði og sátt við þingmanninn, án umræðu um hana. Þessi tillaga Péturs er bæði tímabær og skynsamleg og hún er fram borin á tímum, þegar allur al- menningur kallar á og krefst breytts og bætts viðskiptasið- ferðis. Í greinargerð með tillögunni segir að greinilegt sé að gagn- kvæmt eignarhald, raðeignar- hald og óljós eignatengsl séu meðal þeirra ástæðna sem ollu því að efnahagur fyrirtækja bólgnaði út og sýndi miklu meira eigið fé en raunverulega var fyrir hendi. Þingmaðurinn leggur til að skil- greind verði ný tegund af hluta- félögum, gagnsæ hlutafélög eða GH. Slíkt hlutafélag gæti þurfti að uppfylla fimm skilyrði. Lagt er til að skilyrðin verði eftirfar- andi: „GH má ekki ekki eiga eign- arhlut í fyrirtæki nema það sé líka GH; GH skal birta lista yfir öll GH sem það á í og öll GH sem eiga í því; eigandi hlutafjár í GH nýtur hvorki arðs né at- kvæðisréttar nema hann sé ein- staklingur eða GH; GH má ekki eiga hlutabréf í hlutafélagi sem á það beint eða óbeint; GH má ekki lána verðmæti til aðila sem það á beint eða óbeint.“ Raunar má taka svo djúpt í árinni að segja að verði þings- ályktunartillagan samþykkt, þá sé það ákveðið skref í þá átt að endurreisa traust fólksins í landinu á viðskiptalífinu. Kannski ekki stórt skref, en vissulega spor í rétta átt og það skiptir máli. Almenningur krefst bætts siðferðis}Tímabær tillaga A llir snjöllustu stjórnmálamenn og hugsuðir sögunnar vissu að mik- ilvægustu ákvarðanir heimsins væru ekki teknar á þingum, fundum eða ráðstefnum. Mik- ilvægustu ákvarðanirnar eru teknar í léttu spjalli og með hálfkveðnum vísum, augn- tillitum og skálauppréttingum, í veislum og á förnum vegi. Franska stjórnarbyltingin fædd- ist og dó með augngotum diplómatans Tall- eyrands. Þetta á ekki bara við um stjórnmálalegar ákvarðanir. Við þekkjum það úr skáldsögum og kvikmyndum hvernig tilhugalíf fólks úr yf- irstéttum fór fram fyrr á öldum. Þegar konur gengu um skrúðgarða með sólhlífar á meðan lafafrakkaklæddir herramenn gjóuðu til þeirra augum. Í slíku andrúmslofti skipta smáatriðin mestu máli. Eitt lít- ið augnagot, munnvipra, hönd á hattbarð, ræsking eða hneiging gat verið örlagavaldur og markað líf persón- anna það sem eftir var. Þetta er rómantískt í eiginlegum skilningi orðsins enda kjörið viðfangsefni bókmennta og lista. Í dag hafa hlutirnir breyst. Þeir hafa ekki breyst mik- ið, en þeir hafa samt breyst. Margir segja að internetið sé hinn nýi vettvangur. Þar rísi og hnígi öldur samfélagsins, sambönd hefjist og slitni, borgarahreyfingar myndist og hjörtu þjóða og kúgaðra hópa slái. Ekkert gæti verið eins fjarri sannleik- anum. Á internetinu gerist ekkert sem hefur þýðingu fyrir mannkynið. Ég veit hins vegar hvert verður sögusvið rómana framtíðarinnar. Ég veit hvar hlutirnir gerast í dag, hvar örlög fólks eru mörkuð og einstök augnagot breyt- ast í lífsgjöf Adams eða refsivönd heiðinna goða. Í dag gerist það í Ikea. Í Ikea endurspeglast allt sem er áhugavert við mannlegt samfélag. Ikea er tákn upphafs- ins og endisins. Unga saklausa parið með barnið í maganum fetar sig hægt og óvisst gegnum stíginn endalausa. Allt er spennandi, allt er nýtt og frábært. Þau sjá hverja einustu mublu sem fallega hannaða vörðu í lífsleið sinni. Það á ekki við um nýfráskilda bitra manninn sem finnur gömlu sárin ýfast upp við Ikea-göngu sína. Allt er gamalt, leið- inlegt, ofhannað og heimskulegt. Samt mætir hann í Ikea. Hann mætir í Ikea til að skola af sér syndirnar og byrja upp á nýtt. Og í hinni hægu Ikea-göngu mætast andlitin, þeirra vongóðu, þeirra bitru, þeirra sem eru einmana og hinna hvers hugir eru fullir af ást en hjörtun tóm. Og í litlum augnablikslöngum gotum finnur fólk fyr- ir allri lífsleið sinni í andartaki. Í fjarlægð á bak við frottebólstraða sófa sérðu sjálfan þig eftir 50 ár eða sjálf- an þig fyrir 50 árum. Og það besta er að þú getur aldrei flúið sýnina, því í Ikea rekstu alltaf á þann sem þú vilt ekki hitta, sama hvað þú reynir að forðast hann, því gólf- skipulagið í Ikea er með þeim hætti að þú munt rekast á hann aftur og aftur og aftur. bergur.ebbi.benediktsson@gmail.com Bergur Ebbi Pistill Í Ikea ASÍ vill að lífeyris- sjóðir fái siðareglur FRÉTTASKÝRING Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is M iðstjórn Alþýðu- sambands Íslands (ASÍ) vill bregðast með afgerandi hætti við gagnrýni á líf- eyrissjóðina undanfarið. Hún álykt- aði um málefni þeirra í framhaldi af aukaársfundi ASÍ 25. mars sl. og um- ræðunni undanfarið. Í ályktun mið- stjórnar frá 1. apríl sl. eru talin upp nokkur atriði sem grípa þarf til. Í fyrsta lagi að óska eftir því að Fjármálaeftirlitið kanni sérstaklega „hvort lífeyrissjóðir hafi á und- anförnum árum starfað eftir lögum, samþykktum og fjárfestingarstefnu“. Í öðru lagi að lífeyrisnefnd ASÍ og skipulags- og starfsháttanefnd ASÍ setji sem fyrst tillögur að siðareglum um fjárfestingar sjóðanna og fyr- irmyndarreglur um daglega starf- semi þeirra. Þar á meðal starfskjör, risnu og ferðalög. Reglurnar verði kynntar á ársfundi lífeyrissjóðanna. Í þriðja lagi beinir miðstjórn ASÍ því til fulltrúa launafólks í stjórnum sjóðanna, vegna þess sem liðið er, að þegar í stað verði óskað eftir því að innri endurskoðendur geri sérstaka úttekt á starfsemi lífeyrissjóðanna undanfarin ár. Talið er mikilvægt að fá upplýsingar um þátttöku í ferðum eða móttöku á gjöfum. Þá segir miðstjórnin að það sé „hvorki viðeigandi né afsakanlegt að taka þátt í skemmtiferðum í boði annarra sem samrýmast á engan hátt starfsemi sjóðanna eða hags- munum sjóðsfélaga. Því er óhjá- kvæmilegt að kalla þá til ábyrgðar sem hafa orðið uppvísir að slíku, þó formlegum reglum hafi ekki verið til að dreifa.“ Margir sjóðir hafa sett reglur Arnar Sigurmundsson, formaður stjórnar Landssamtaka lífeyrissjóða, sagði nær alla lífeyrissjóði vera með starfsreglur stjórna og stjórnenda. Í samtökunum eru 33 lífeyrissjóðir. Settar hafi verið stífar reglur um verðbréfaviðskipti stjórnenda og starfsfólks. Þá séu sumir sjóðir með reglur um siðferðislegar fjárfest- ingar. Margir sjóðir hafi einnig sett mjög ákveðnar reglur sem starfsfólki og stjórnendum beri að fylgja varð- andi boðsferðir. Arnar segir að sér sýnist að ASÍ leggi til að fulltrúar stéttarfélaga taki þetta mál upp í stjórnum sjóðanna. „Þetta er mjög eðlilegt og þessi mál eiga alltaf að vera í endur- skoðun,“ sagði Arnar. Hann benti á að stjórnir flestra lífeyrissjóða eigi eftir að halda stjórnarfundi fyrir árs- fundi í vor. Eðlilegt sé að stjórnir sjóða verði búnar að skerpa á þessum reglum fyrir ársfundina. Landssamtök lífeyrissjóða hafa smíðað reglur um verðbréfaviðskipti stjórna, stjórnenda og starfsfólks líf- eyrissjóða, sem Arnar segir að sé stærsta málið. Komið hefur til tals í stjórninni að útbúa reglugerð til fyr- irmyndar sem sjóðir geti stuðst við. Morgunblaðið fjallaði um lífeyr- issjóði sl. sunnudag. Þar var m.a. sagt frá boðsferðum fjármálafyr- irtækja sem stjórnendum lífeyr- issjóða stóðu til boða og sagt að slík- ar ferðir hafi verið þegnar í einhverjum tilvikum. „Við hringdum í forstöðumenn 19 sjóða á sunnudag til að fá þetta upp. Niðurstaðan varðandi þessar til- greindu ferðir var að enginn frá líf- eyrissjóðunum tók þátt í þeim, fyrir utan einn fulltrúa frá einum sjóði sem hafði tekið þátt í einni ferð,“ sagði Arnar. Morgunblaðið/Þorkell Siðvæðing Lífeyrissjóðir geyma helsta sparnað margra. Miðstjórn ASÍ vill að stjórnir lífeyrissjóða móti sér reglur, m.a. um starfskjör, risnu og ferðir. GYLFI Arnbjörnsson, forseti ASÍ, sagði að siðareglur lífeyrissjóða hefðu verið ræddar nokkuð lengi innan sambandsins. „Við höfum horft bæði til fjármálastofnana, norska olíusjóðsins, finnska lífeyr- issjóðsins og fleiri til að viða að okkur fyrirmyndum.“ Hann sagði marga íslenska lífeyrissjóði hafa sett reglur um siðferði í fjárfest- ingum og stuðst við viðmið- unarreglur Sameinuðu þjóðanna. Gylfi sagði að ASÍ vildi bregðast við gagnrýni á sjóðina af fullri ábyrgð og setja skýrari reglur um fleiri þætti en gert hefði verið. Ekki mætti þó taka ályktunina svo að það væri verið að ráðast á neinn. Gylfi sagði að setja þyrfti reglur um fagferðir en ljóst væri að menn vildu ekki líða skemmtiferðir tengdar lífeyrissjóðum. „Við teljum reyndar að menn í svona stöðu eigi að vita að svona gerir maður ekki.“ SKÝRARI REGLUR ››

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.