Morgunblaðið - 03.04.2009, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 03.04.2009, Blaðsíða 8
8 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. APRÍL 2009 Eftir Skapta Hallgrímsson skapti@mbl.is MÖGULEIKAMIÐSTÖÐ hefur verið opnuð í Rósenborg, í gamla barnaskólanum á Akureyri; staður sem sérstaklega er ætlaður fólki í atvinnuleit. Hilda Jana Gísladóttir er einn fjögurra starfsmanna í Möguleika- miðstöðinni. Hún segir að þótt mið- stöðin sé fyrst og fremst hugsuð fyrir fólk í atvinnuleit sé líklegt að margir aðrir geti nýtt sér hana; t.d. fólk í fæðingarorlofi, öryrkjar eða þeir sem vinna bara hluta úr degi. Í raun allir sem vilji af einhverjum ástæðum nýta tíma sinn betur en nú. Hilda segir Möguleikamiðstöðina annars vegar félagsmiðstöð þar sem fólk getur komið og þegið kaffi, spjallað, lesið dagblöðin og tekið þátt í félagsstarfi; hins vegar er ætlunin að aðstoða fólk við að útbúa ferilskrár og hjálpa því að finna sér eitthvað við hæfi, menntun, áhuga- mál af einhverju tagi, jafnvel sjálf- boðavinnu, svo það geti fengist við eitthvað á hverjum degi. „Okkar hlutverk er að sjá til þess að enginn verði óvirkur. Það sem menn óttast mest nú er að einhver skaðist var- anlega af aðgerðaleysi; virkni er því mjög mikilvæg. Það sem skiptir mestu máli er að fólk geri eitthvað.“ Mjög margt er í boði víða í bæj- arfélaginu. Hilda Jana leggur áherslu á að tilgangurinn með Möguleikamiðstöðinni sé ekki að taka fram fyrir hendurnar á þeim mörgu sem séu þegar starfandi, heldur að einfalda málið fyrir fólk; að það geti fengið allar mögulegar upplýsingar á einum stað. KA-menn höfðu til að mynda frumkvæðið að verkefninu Hreyfingu og útivist sem íþróttahreyfingin hratt í fram- kvæmd í haust og hefur gengið af- bragðsvel, svo dæmi sé tekið, og allt sem þar er í boði er inni í stunda- töflu Möguleikamiðstöðvarinnar. Hilda Jana nefnir einnig að hjá frumkvöðlasetrinu á Akureyri sé mikill áhugi á því að finna einhverja slíka í bænum, öldrunarstofnanir séu áhugasamar um að finna sjálf- boðaliða sem séu tilbúnir að mæta þangað og ræða við íbúana og þann- ig mætti lengi telja. Möguleikamiðstöðin er sam- starfsverkefni Vinnumálastofnunar, Vinnumarksráðs stéttarfélaganna á Akureyri og Akureyrarbæjar. Möguleikamiðstöð  Upplýsingar á einum stað fyrir fólk í atvinnuleit og fleiri  Áhersla lögð á að koma í veg fyrir að einhver verði óvirkur Um mánaðamótin voru 1.572 at- vinnulausir á Norðurlandi eystra, þar af 1.077 á Akureyri. Ástandið er heldur að skána því á svæðinu voru 1.630 atvinnulausir um miðjan mars og hafði fjölgað á hverjum einasta degi frá því í haust, að sögn Soffíu Gísladóttur, forstöðumanns Vinnumálastofnunar. Í landshlut- anum eru 973 karlar án vinnu (62%) en 599 konur (38%). Á Akureyri eru hlutföllin þau sömu; karlarnir 672 en konurnar 405. Mun meira er um það á Norðausturlandi en á Reykja- víkursvæðinu að starfshlutfall fólks hafi lækkað síðan í haust og það fái því hluta atvinnuleysisbóta. Soffía segir að bjartsýni forráðamanna fyrirtækja virðist meiri nú en áður og ekki sé ólíklegt að einhverjir úr þessum hópi fari í fulla vinnu á ný um næstu mánaðamót. 1.077 atvinnulausir á Akureyri Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Möguleikar Hilda Jana Gísladóttir, Úlfhildur Sigurðardóttir, Dóróthea Jónsdóttir og Heiðar Þór Rúnarsson, starfs- menn miðstöðvarinnar. Til hægri er Soffía Gísladóttir, forstöðumaður Vinnumálastofnunar á Norðurlandi eystra. Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is „NÚ sér að verulegu leyti fyrir end- ann á því hrunsferli sem hófst með látum í október síðastliðnum,“ sagði Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra á opnum fundi viðskiptanefndar Al- þingis í gær. Fundurinn var boðaður að beiðni Jóns Magnússonar alþing- ismanns til að ræða viðbrögð stjórn- valda við erfiðleikunum á fjármála- markaði. Jón sagði að hörð gagnrýni hefði komið fram á hvernig neyðar- lögunum var beitt, m.a. varðandi Straum. Honum sýndist að sú gagn- rýni hefði átt rétt á sér. Gylfi Magnússon viðskiptaráð- herra sagði að endalok SPRON, Sparisjóðabankans og Straums hefðu ekki verið þau sem hann vildi sjá. Hann kvaðst telja að aðgerðir Fjármálaeftirlitsins sem bundu enda á hefðbundinn rekstur þessara fyr- irtækja hefðu verið réttmætar og raunar óhjákvæmilegar. Gylfi sagði einnig að grundvallarmunur hefði verið á stöðu VBS og Saga Capital, sem fengu fyrirgreiðslu, annars veg- ar og stöðu SPRON og Sparisjóða- bankans hins vegar. Hann sagði að SPRON hefði verið með neikvætt eigið fé upp á 35 milljarða og Spari- sjóðabankinn með neikvætt eigið fé upp á 100 milljarða. Mesta hættan ástandið erlendis Almennt talað kvaðst Gylfi telja að aðalhættan sem nú stafaði að ís- lensku efnahagslífi væri ekki inn- lend, heldur hvernig þróun mála yrði í hinum stóra heimi. „Það skiptir miklu fyrir endurreisn Íslands að viðskiptalönd okkar fari ekki í djúpa kreppu,“ sagði Gylfi. Það gæti sett útflutning okkar í uppnám og eins haft áhrif á endurfjármögnun lána á næstu árum. Guðjón Arnar Kristjánsson al- þingismaður spurði hvort ríkis- stjórnin hefði yfirsýn yfir allar skuldir og ábyrgðir sem á þjóðina hafa fallið nýverið. Gylfi sagði að gera þyrfti grein- armun á því sem að ríkinu sneri og þrotabúum bankanna. Hið opinbera yrði fyrir nokkrum búsifjum því Seðlabankinn hefði tapað miklu þeg- ar bankarnir hrundu og veð ónýttust vegna endurhverfra viðskipta. Rík- issjóður tapaði einhverju vegna Ice- save en það yrði minna en fyrrnefnt tap Seðlabankans. Skuldaaukning ríkisins yrði þó mest vegna verulegs fjárlagahalla í ár og á næsta ári. .„Þetta allt samanlagt gerir að verkum að hreinar skuldir hins op- inbera aukast vonandi ekki meira en um helming af landsframleiðslu, sem er talsvert en þó ekki verra en svo að við munum ekki líta illa út í alþjóð- legum samanburði,“ sagði Gylfi. Hillir undir enda á hrunsferlinu Opinn fundur viðskiptanefndar í gær Morgunblaðið/Árni Sæberg Gestir svöruðu spurningum við- skiptanefndar Alþingis í gær. Í HNOTSKURN »Viðskiptanefnd Alþingishélt í gær opinn fund með viðskiptaráðherra um erf- iðleika á fjármálamarkaði. »Gestir fundarins voruGylfi Magnússon við- skiptaráðherra, Gunnar Har- aldsson, formaður stjórnar Fjármálaeftirlitsins, og Arnór Sighvatsson, aðstoðarbanka- stjóri Seðlabanka Íslands. TILKYNNINGASKYLDA lögreglu og ákæruvalds í málum sem varða kynferðislegt ofbeldi gagnvart börn- um snýr, samkvæmt barnavernd- arlögum, að barnaverndaryf- irvöldum. Enginn önnur lögbundin tilkynningaskylda hvílir á embætt- unum gagnvart öðrum yfirvöldum. Lögregla hefur hins vegar, að sögn Huldu Elsu Björgvinsdóttur, setts saksóknara hjá embætti Rík- issaksóknara, almennt séð til þess að upplýsa barnaverndaryfirvöld vel um gang mála. Eigi þetta sér- staklega við séu börn í miklu sam- bandi við viðkomandi. „Það er síðan barnaverndaryfirvalda í viðkomandi sveitarfélagi að meta hvað gert er í framhaldinu,“ segir Hulda Elsa. Slíkt hefði verið gert í máli ensku- kennarans í Menntaskóla Kópavogs, sem dæmdur var fyrir helgi fyrir að vera með barnaklám í sinni vörslu. Friðrik Smári Björgvinsson, yfir- maður rannsóknardeildar lögregl- unnar á höfuðborgarsvæðinu, taldi ekki ástæðu til að skoða verklags- ferla lögreglu í kjölfar málsins. Lög- reglustjóri hefði sent félagsþjónustu Kópavogs bréf og hvatt til að endur- skoðað væri hvort rétt væri að mað- urinn starfaði áfram með börnum. Í samræmi við lög væri barnavernd- aryfirvöldum alltaf tilkynnt um mál ef brotið væri á börnum en lögreglu bæri ekki skylda til að tilkynna skólayfirvöldum um slíkt. „Barna- verndaryfirvöld hafa hins vegar ver- ið mjög iðin við að tilkynna viðkom- andi vinnuveitendum um þessi mál þegar um er að ræða menn sem hafa umsjón með börnum.“ annaei@mbl.is Ber að upplýsa barnaverndaryfirvöld Hefðbundnum verkferlum fylgt eftir Skólanefnd MK hefur sent frá sér fréttatilkynningu þar sem hún kveðst harma atburðinn. Verklagsreglur til að bregðast við slíkum aðstæðum skorti og beinir hún því til skólameistara að fela lögmanni skólans að gera drög að reglum um hvernig brugðist skuli við sæti starfs- maður skólans rannsókn vegna gruns um refsiverða háttsemi. Óska verklagsreglna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.