Morgunblaðið - 03.04.2009, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 03.04.2009, Blaðsíða 16
16 FréttirVIÐSKIPTI | ATVINNULÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. APRÍL 2009 Þetta helst ... ● OMXI6 úrvalsvísitala Kauphallar Ís- lands hækkaði um 2,46% í gær, en velta var með allra minnsta móti. Velta með hlutabréf nam rúmum 74 millj- ónum króna en 3,4 milljarða velta var á skuldabréfamarkaði. Bréf Össurar hækkuðu um 2,48%. bjarni@mbl.is Hækkun í kauphöll ● SVEINN Andri Sveinsson hefur tekið við starfi bankastjóra Spari- sjóðabankans, en Sveinn Andri var áður fram- kvæmdastjóri fjár- mála- og upplýs- ingatæknisviðs bankans. Agnar Hansson lét af störfum sem bankastjóri í vikunni. Sparisjóðabanki Íslands hefur sagt upp 37 starfsmönnum frá því að bank- inn fékk heimild til greiðslustöðvunar hinn 23. mars sl. Áfram munu starfa hjá Sparisjóðabankanum 35 manns. bjarni@mbl.is Bankastjóraskipti hjá Sparisjóðabankanum Sveinn Andri Sveinsson Eftir Bjarna Ólafsson bjarni@mbl.is LENGI vel voru meiri kröfur gerðar til stjórnarmanna og stjórnenda verðbréfasjóða en þeirra sem gegndu sambærilegum störfum fyrir lífeyrissjóði. Var það þrátt fyrir að lífeyrissjóðir sýsluðu með margfalt meira fé en flestir verðbréfasjóðir. Þann 29. desember síðastliðinn var lögum um lífeyrissjóði breytt og gera ný ákvæði ríkari kröfur til stjórnarmanna og stjórnenda lífeyr- issjóða, en gerðar höfðu verið áður. Í raun má segja að með lagasetning- unni hafi samræmi verið komið á með lögum um verðbréfasjóði ann- ars vegar og lífeyrissjóði hins vegar. Nýja ákvæðið, sem snýr að stjórn- armönnum lífeyrissjóða, gerir þá kröfu að stjórnarmenn skuli búa yfir nægilegri þekkingu og starfsreynslu til að geta gegnt stöðu sinni á til- hlýðilegan hátt. Þá var bætt við þeirri kröfu að sá starfsmaður lífeyr- issjóðs, sem sinnir eignastýringu fyrir sjóðinn, skuli hafa staðist próf í verðbréfaviðskiptum. Síðarnefnda ákvæðið tekur reyndar ekki gildi fyrr en 1. janúar 2011. Hafa sjóðirnir og stjórnendur þeirra því tæp tvö ár til að uppfylla kröfur laganna. Krafan um að stjórnarmenn skuli búa yfir nægilegri þekkingu og starfsreynslu er afar matskennd. Í greinargerð með samhljóða ákvæði í lögum um fjármálafyrirtæki segir að ekki sé hægt að setja fram almenn viðmið um það hvaða þekkingar sé þörf, heldur verði að meta slíkt hverju sinni. Vægari kröfur um hæfni stjórnenda lífeyrissjóða Hafa tíma til 2011 til að aðlagast strangari menntunarkröfum ingu hlutafjár verður háttað í hinu nýja félagi. Eignarhlutur NBI mun færast í sérstakt eignaumsýslufélag í samræmi við svokallaða Lundúna- leið, sem er alþjóðlega viðurkennd aðferðafræði sem nýju ríkisbankarn- ir beita vegna rekstrarvanda lífvæn- legra fyrirtækja. Engar eignir hafa verið seldar úr FL Group á greiðslu- stöðvunartíma, að sögn Júlíusar Þor- finnssonar, upplýsingafulltrúa fé- lagsins. „Við freistuðum þess að fá viðunandi verð fyrir eignir, en það gekk ekki upp.“ Jakob Möller, aðstoðarmaður FL Group á greiðslustöðvunartíma, verður erlendis til 23. apríl. Kröfuhafar eignist FL Group til fulls Til að forðast gjaldþrot vill FL Group fara í nauðasamninga Morgunblaðið/Ómar Búið Aðkomu Hannesar Smárasonar og Jóns Ásgeirs Jóhannessonar að FL Group lýkur eftir helgi. Ekki er vitað hvort Jón Sigurðsson verður áfram. Eftir Þorbjörn Þórðarson thorbjorn@mbl.is GREIÐSLUSTÖÐVUN FL Group, sem opinberlega heitir Stoðir, renn- ur út næstkomandi mánudag. Til þess að fyrirbyggja gjaldþrot mun félagið óska eftir nauðasamningum án undanfarandi gjaldþrotaskipta, samkvæmt upplýsingum blaðsins. Með nauðasamningi er átt við samning um greiðslu skulda eða eft- irgjöf á skuldum sem kemst á milli skuldarans og áskilins meirihluta lánardrottna hans og hlýtur síðan staðfestingu fyrir dómi. Endurskipulagning FL Group í samstarfi við kröfuhafa er á loka- stigi. Stofnað var sérstakt kröfuhafaráð FL Group skipað fulltrúum ríkisbankanna þriggja, fulltrúa smærri kröfuhafa og fulltrúa erlendra lánardrottna. Hugmyndir um endurskipulagn- ingu ganga út á að kröfuhafar eignist félagið til fulls. Allt hlutafé FL Gro- up yrði afskrifað og kröfuhafar tækju starfsemina yfir. Nýi Lands- bankinn (NBI) og skilanefnd Glitnis eiga stærstu kröfurnar, samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins, en ekki fékkst uppgefið hvernig skipt- Í HNOTSKURN »Leggja átti nafnabreyt-ingu FL Group fyrir hlut- hafafund félagsins hinn 30. september sem var frestað um óákveðinn tíma vegna yf- irtöku ríkisins á Glitni. Form- lega skipti félagið því aldrei um nafn. »Greiðslustöðvun rennur útá mánudaginn. Ef end- urskipulagning gengur ekki eftir verður FL gjaldþrota. VÁTRYGGINGAFÉLAG Íslands (VÍS) lánaði Sigurði Einarssyni, fyrrverandi stjórnarformanni Kaupþings, 75 milljónir króna gegn 200 milljóna króna veðtryggingu í sveitasetri hans við Norðurá í Borgarfirði. Þetta kom fram í tilkynningu sem Guðmundur Örn Gunnarsson, forstjóri VÍS, sendi frá sér í gær. Morgunblaðið sagði í gær að VÍS hefði tekið 200 milljóna króna veð í hálfbyggðu sveitasetri Sig- urðar hinn 29. desember síðastliðinn vegna skuld- ar hans við tryggingafélagið. Sigurður vildi ekki tilgreina hvort skuldin væri vegna lánveitinga þar sem hann liti svo á að um persónulegar fjárreiður væri að ræða. Í tilkynningu Guðmundar kemur fram að Veiðilækur ehf. hafi fengið „75 milljón króna lánsfjármögnun frá Vátryggingafélagi Ís- lands gegn veðtryggingu að fjárhæð 200 milljónir króna. Vátryggingafélag Íslands telur því trygg- ingar fyrir þessari lánsfjármögnun traustar. Rétt er að taka fram að fjárfestingar og lánveitingar eru hluti af reglulegri starfsemi vátrygginga- félaga, m.a. lánveitingar til fasteignaverkefna gegn tryggum veðum […] Eins og fram kom í Morgunblaðinu virðir Vátryggingafélag Íslands þá meginreglu að tjá sig ekki um samskipti við ein- staka viðskiptavini en hefur fengið heimild Veiði- lækjar ehf. til þess að gera undantekningu frá þeirri reglu í ljósi fréttaflutnings Morgunblaðs- ins“. Morgunblaðið beindi fyrirspurn til Fjármála- eftirlitsins (FME) um hvort veðtakan stæðist þær reglur sem tryggingafélög eiga að vinna eftir. Í svari FME kemur fram að það geti ekki tjáð sig um einstök mál en almennt geti tryggingafélög tekið veð í eigum gegn kröfum. VÍS lánaði Sigurði  VÍS lánaði Sigurði Einarssyni 75 milljónir króna gegn 200 milljóna króna veði í hálfbyggðu sveitasetri Morgunblaðið/Kristinn Fékk lán VÍS tók 200 milljóna króna veð í sveita- setri Sigurðar í lok desember síðastliðins. „ÖLL tilboð voru send inn sem trúnaðarmál. Einnig kunna til- boðin að fela í sér upplýsingar um fjárhag og bakhjarla til- boðsgjafa og því er ekki hægt að veita slíkar upp- lýsingar,“ segir Hlynur Jónsson, formaður skilanefndar SPRON, um önnur tilboð sem bárust í eignir SPRON. Sem kunnugt er hefur MP banki keypt hluta útibúanets, vöru- merki SPRON og Netbankann, nb.is, fyrir 800 milljónir króna. Í samkomulagi MP banka og skilanefndar er fyrirvari um sam- þykki FME, en FME hefur ekki veitt slíkt samþykki ennþá. Þegar óskað var eftir upplýsingum frá FME um hvort samkomlagið yrði staðfest og hvort FME myndi hlutast til um að upplýsa um önnur tilboð sem bárust í eignirnar feng- ust þau svör að þessi mál væru „til skoðunar hjá Fjármálaeftirlitinu“. FME vildi jafnframt ekki upplýsa nánar um skilmála samkomulags- ins. Hlynur Jónsson segir að ef ekki hefði verið gengið frá sölu þeirra eigna sem MP keypti á þessum tímapunkti hefði ekkert fengist fyr- ir þær. Skilanefndin hefði því verið að bjarga verðmætum með sölunni. Auk þess sem 45 störf hefðu verið tryggð, en MP mun starfrækja útibúin á Skólavörðustíg, á Sel- tjarnarnesi og í Borgartúni undir merki SPRON. thorbjorn@mbl.is Ekkert gefið upp um SPRON Hlynur Jónsson "#$ "#$ !"# $%" &'(! &)(% ! ! "#$ %$ %'#$ !"* &#(! &)(! ! ! &' ( ) $+$, %#*' &!(, &'(' ! ! ,-./ &0$ "%!) "',' &"(' &#(% ! ! "#$  "#$  #"% #!+ &!() &#(% ! ! ● ÖLLUM starfsmönnum Frjálsa fjár- festingarbankans var sagt upp störf- um fyrr í vikunni. Eru uppsagnirnar hluti af ákvörðun skilanefndar SPRON að segja upp öllum starfs- mönnum SPRON og dótturfélaga þess, þar með talið starfsmönnum Frjálsa fjárfestingarbankans. Kristinn Bjarnason, framkvæmda- stjóri Frjálsa fjár- festingarbank- ans, segir að allir starfsmenn bankans, liðlega 20 talsins, séu að sinna sinni vinnu eins og hingað til. Þá sé unnið að endurráðningu starfsmanna og framtíðarskipan bankans. „Það verkefni er í höndum skilanefndar SPRON sem fer með hlutabréfið í bankanum.“ Kristinn segir að afkoma Frjálsa fjárfestingarbankans hafi verið ágæt að undanförnu þrátt fyrir þá erfiðleika sem dunið hafi yfir. gretar@mbl.is Unnið að endurráðn- ingum hjá Frjálsa Kristinn Bjarnason SIGURMAR K. Albertsson, hæsta- réttarlögmaður hjá Lagastoð ehf., hefur verið skipaður skiptastjóri Pennans. Hann segir að hjá fyr- irtækinu starfi um 300 manns og því þurfi að hafa hraðar hendur til að starfsemin stöðvist ekki. Undir Pennann heyra verslanir Eymundsson, Griffill, Bókabúð Máls & menningar, Islandia og Salt- félagið. Nýja Kaupþing tók yfir rekstur Pennans fyrir um hálfum mánuði. Sala eins fljótt og hægt er „Ég veit af því að Nýja Kaupþing vill að rekstur Pennans og þeirra fyrirtækja sem undir hann heyra haldi áfram, enda hefur bankinn mestra hagsmuna að gæta af því. Þá geri ég jafnframt ráð fyrir því að bankinn hafi notað tímann frá því hann tók við rekstrinum til að kortleggja hvernig hægt sé að selja hann. Hins vegar liggur fyrir að bankinn hefur fengið kunn- áttumenn til að meta virði eign- anna,“ segir Sigurmar. Hann segist gera ráð fyrir að Penninn og fyrirtæki hans verði væntanlega komin í hendur áhuga- samra kaupenda fljótlega. Um ákveðnar dagsetningar í þeim efn- um sé hins vegar ekkert hægt að segja á þessu stigi. gretar@mbl.is Sigurmar skipaður skiptastjóri Pennans

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.